Graf alvarlegt mál !!

Sá fáheyrði atburður skeði í morgun hjá sáttasemjara, þegar samninganefnd starfsmanna tveggja fyrirtækja á vesturlandi mættu þar til boðaðs fundar, að fundurinn var lýstur ólöglegur! Ekki af hálfu SA, nei, heldur af þrem af fimm stéttarfélögum sem aðild eiga að samningnum!!

Það voru Stéttarfélög sem bönnuðu sínum félagsmönnum að semja!! Aldrei hefur önnur eins staða komið upp í gjörvallri sögu verkalýðshreyfingarinnar!!

Þau stéttarfélög sem stóðu að ógildingu fundarins voru:

Stéttarfélag Vesturlands, formaður Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ.

Rafiðnaðarsambandið, formaður Guðmundur Gunnarsson, virkur félagsmaður í Samfylkingunni.

VR, virðing og réttlæti, formaður Kristinn Örn Jóhannesson.

Þetta eru þau félög sem eiga heiðurinn að því að svíkja sína félagsmenn!! Þetta eru þau félög sem skipa sér á sess með atvinnurekendum gegn launþegum!!

Það sem þó er undarlegast við þetta er að þessi þrjú félög eru umbjóðendur innan við 20% starfsmanna þessara fyrirtækja! Hin rúmlega 80% eru í þeim tveim félögum sem sem standa að baki sínu fólki!

T.d. eru einungis nálægt 5% starfsmanna þessara fyrirtækja í Rafiðnaðarsambandinu og innan við 10% í Stéttarfélagi Vesturlands!! Þó telja þessi stéttarfélög sig hafa vald til að stöðva samningaviðræður hjá Ríkissáttasemjara!!

Ef Guðný Jóhannesdóttir, Guðmundur Gunnarsson og Kristinn Örn Jóhannesson halda að þetta sé til að þjappa saman launþegum og vænlegast til árangurs í kjarabaráttu, eru þau á kolvitlausum vettvangi í lífinu. Þau ættu að leita sér vinnu hjá SA!!

Betur má lesa um þessa einstæðu uppákomu hér:

http://vlfa.is/Default.asp?Sid_Id=9930&tId=2&Tre_Rod=&qsr

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband