Hvað með framkvæmdavaldið ?

Landskjörstjórn segir af sér. Það er rökrétt ákvörðun og fulltúum landskjörstjórnar til sóma.

Annað er um stjórnmálamennina að segja.

Fosætisráðherra vill ekki einu sinni biðjast afsökunar, hvað þá að afsögn komi til greina. Sem fyrr rekur hún fingurinn framaní kjósendur og þykir það sjálfsagt. Það er hætt við að margar og háværar ræður heyrðust frá henni ef hún væri í stjórnarandstöðu nú.

Innanríkisráðherra sem fer með yfirumsjón dómsmála, tekur ekki í mál að hann beri neina ábyrgð og svaraði spurningu fréttamanns um hvort hann hyggðist segja af sér, með skætingi og yfirlæti! Nei, í hans augum er það hæstiréttur sem ber ábyrgð! Þessi hugsun ein er nægt tilefni til að gera þann sem hefur með yfirumsjón dómsmála að gera, óhæfan. Hvað þá þegar sá maður opinberar þá hugsun sína fyrir alþingi og alþjóð!! Að ráðherra sem fer með dómsmál skuli leifa sér að efast um störf hæstaréttar, er allt að því landráð! Það verður fróðlegt að sjá svör hanns til landsdóms, þegar hann verður leiddur fyrir hann, vegna þessara ummæla!!

 


mbl.is Landskjörstjórn sagði af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband