Kjaramál

Í Bagstíðindunum í morgun er frétt á bls. 2 undir fyrirsögninni "Hafnar samræmdri stefnu í samningum".

Fréttin fjallar að mestu um þá kröfu formanns verkalýðsfélags Akraness, um að ekki verði gerðir samræmdir kjarasamningar. Hann bendir á þá staðreynd að þó mörg fyrirtæki standi höllum fæti nú, eru önnur sem hafi burði til og eigi að bæta kjör sinna starfsmanna verulega. Þetta eru einkum fyrirtæki í útflutningi, sem hafa hagnast á hruni krónunnar.

Það sem er þó merkilegast við þessa frétt eru ummæli Sverris Má Albertsonar, framkvæmdastjóra AFLs á Austurlandi, en hann kannast ekki við neina ólgu um þetta mál í sínu félagi. Sverrir hefur kannski ekki áttað sig á að hans eigin félagsmenn í bræðslunni hafa boðað verkfall!! Þeir krefjast sérkjarasamninga!

Það er ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt til að þóknast ASÍ. Sverrir ætti frekar að standa að baki þeim sem borga honum laun en einhverjum spilltum karli í Reykjavík sem titlar sig forseta ASÍ, en er í raun verkfæri atvinnurekenda og stjórnvalda.

Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum sú spurning hvort semja eigi eins fyrir alla eða hvort þau fyrirtæki sem hverjum tíma geta greitt meira, verði krafin um slíkt.

Ef um samræmda kjarasamninga er að ræða hlýtur kjarabótin að ráðast hverju sinni af stöðu þeirra fyrirtæja sem erfiðast er hjá og hin græða. Slík stefna leiður til stiglækkandi kjara fyrir fólk.

Ef hins vegar er samið eftir getu hvers fyrirtækis mun það leiða til aukinna kjara, til lengri tíma litið. Þetta hefur þann kost einnig að þau fyrirtæki sem vel eru rekin munu þá að sjálfsögðu verða með betri kjarasamninga en hin. Það gerir þau eftirsóttari vinnustað og minnkar starfsmannaveltu. Því er það í raun undarlegt að vinnuveitendur skuli koma fram með kröfu um samræmda kjarasamninga, þeir eru að grafa undan sjálfum sér með því!!!

Þetta er því spurningin hvort launþegar eigi að fá hlut í þeim gróða sem útflutningsfyrirtækin eru að safna um þessar mundir, eða hvort sá gróði eigi að fara óskiptur til eigenda þeirra fyrirtækja! Þessi spurning er ekki flókin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband