Að viðurkenna vandann !!

Fyrsta stig í átt að leiðréttingu lána er að viðurkenna forendubrestinn. Það er gert með hugarfarsbreytingu. Að heyra stjórnvöld sífellt tala um "niðurfellingu" eða afskriftir", bendir ekki til mikils skilnings þeirra. Þegar þau fara að tala um "leiðréttingu" er hægt að setjast að borði hjá þeim og ræða málin. Fyrr ekki!!

Eftir tunnumótmælin síðasta haust varð Jóhanna hrædd og kallaði til samráðshóp. Í þennan hóp fékk HH leifi fyrir fulltrúa. Það varð hins vegar ljóst að samtökin höfðu ekki erindi sem erfiði og var haldið út í horni og ekkert tillit tekið til þeirra. Fjármálafyrirtækin náðu öllu yfirráðum í hópnum og notuðu það óþverrabragð að beyta lífeyrissjóðunum fyrir sig opinberlega. Niðurstaðan varð algerlega að skapi þessara fyrirtækja og ekki til neins gagns fyrir lántakendur, enda forsendubresturinn ekki viðurkenndur.

Vonandi verður vel mætt á mánudaginn, svo Jóhanna átti sig kannski. Hún hefur tvo möguleika í þessu máli; að hlusta á rök HH og viðurkenna forsendubrestinn eða að yfirgefa forsætisráðuneytið.

Forsendubresturinn verður einungis leiðréttur með því að það gangi jafnt yfir alla. Það verður aldrei liðið að lánastofnanir geti eignað sér þann hluta eigna fólks sem það átti í sínu húsnæði, með bolabrögðum. Það verður einfaldlega ekki liðið að lánastofnanir geti rænt fólki eignum sínum, nóg er að gert samt af hálfu þessara fyrirtækja!

Þegar bankarnir hrundu, haustið 2008, tók það stjórnvöld einungis nokkra klukkutíma að tryggja innstæður fólks. Sú aðgerð gekk jafnt yfir alla, ekki var spurt hver þörfin væri eð hvort einhver hefði efni á að tapa sínu fé. Þegar kemur að hinum endanum, lánþegum, bregður öðru við. Þá er ekkert hægt að gera. Hvað veldur?! 

Það er komið á þriðja ár frá hruni, á þeim tíma hafa margir farið illa og enn fjölgar fórnalömbunum. Ekkert lát verður á þeirri þróun meðan vandinn er ekki viðurkenndur. Á einhverjum tímapunkti mun einhver grípa til örþrifaráða, hjá því verður ekki komist með sama áframhaldi. Þá er hætt við að ráðherrar í ríkistjórn Jóhönnu nagi sig í handabökin yfir því að hafa ekkert gert af viti!

Þó stjórnvöldum sé fyrirmunað að átta sig á þeirri einföldu staðreynd að þjóðfélagið byggist upp af fólkinu í landinu, ekki bönkunum, sér þetta hver einasti hugsandi maður. Það verður ekkert þjóðfélag til þó nóg sé af bönkum en ekkert fólk! Með þeirri lítilsvirðingu sem fólkinu er sýnd, að ekki sé talað um alla skattpíninguna, eru stjórnvöld beinlínis að stofna þjóðfélaginu í voða!!

 Hvenær sá tímapunktur kemur að ekki verði aftur snúið er ekki gott að segja, en hann kemur!!

 


mbl.is Krefjast leiðréttinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Karl Ellertsson

Alltaf góður, flott færsla.

Árni Karl Ellertsson, 16.1.2011 kl. 13:27

2 identicon

Ég pissaði í skóinn minn, nú er hann allur mislitur, bjagaður og lyktar illa. Ég fór í skóbúðina og heimtaði leiðréttingu. Þeir bara hlógu að mér og spurðu hvort ég héti nokkuð Gunnar.

LúlliB (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband