Bjarni að snúast á sveif með krötum!!

Það leit út fyrir að Bjarni Ben væri loks búinn að sjá ljósið núna síðustu daga fyrir samning. En ekki var annað að heyra í viðtalinu við hann, en að hann ætli að svara kalli vina sinna í SA.

Bjarni sagðist reyndar þurfa að skoða samninginn áður en hann gæfi út hvort hann gæfi honum sitt atkvæði. Sem sagt, Bjarni er tilbúinn að greiða skuld óháð því hvort hún sé lögbundin eða ekki.

Um þetta snýst spurningin, ekki hvert innihald samningsins er, heldur hvort við eigum að sætta okkur við að borga skuld án þess að fyrir liggi lagalegt réttmæti hennar!

Það efast enginn um að þessi samningur er hagstæðari en sá fyrri, skárra væri nú. Þessi samningur staðfestir í raun þá trú, að Bretar og Hollendingar vita sem er, að lögin liggja ekki þeirra megin í þessu máli!!

Hvar er kjarkurinn? Hvar er viljinn til að standa vörð þjóðarinnar? Við værum enn með 4 mílna lögsögu um landið, ef jafn kjarklausir stjórnmálamenn hefðu verið á þingi 1958, 1972 og 1975, þegar Ísland veitti öðrum þjóðum heims fordæmi og af kjarki og þor færðu efnahags og fiskveiðilögsöguna út einhliða. Þá komu Bretar með hervaldi og reyndu að yfirbuga okkur, en þjóð og þing stóð saman og vann það mál. Þessa sögu þekkir Bjarni Ben og flestir þingmenn utan Samfylkingar. Þjóðhollusta hefur aldrei verið hátt skrifuð hjá krötum!!

Ef þessi samnigur verður samþykktur án þess að lögmæti skuldarinnar verði könnuð, er verið að kasta á glæ þeirri baráttu sem háð var kringum landið á þessum árum. Það er verið að viðurkenna að stórþjóðir geti kúgað þær smærri!!

Staða okkar er að öllu leiti sterkari nú en þegar við stóðum í stíði við Bretana um landhelgina. Sá gjörningur var í alla staði gegn þáverandi alþjóðalögum, samt unnum við þar sigur og það sem meira var, veittum öðrum þjóðum fordæmi sem loks leiddi til breytinga á þeim lögum.

Nú höfum við lögin okkar megin en vantar kjark stjórnmálamanna til að krefjast þess að komið sé fram við okkur sem þjóð!!

 


mbl.is „Þurfa að svara fyrir fyrri samning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband