Það er spurning...

Þessi nýji icesave samnigur er mjög frábrugðinn þeim fyrri. Ein megin breytingin virðist þó vera sú að um svokallaðan endurgreiðslu og skaðleysissamning er að ræða,þ.e. hvorugur aðilinn á að geta grætt á honum.

Þetta er því ágætis samningur EF það er skylda okkar að greiða!

Þetta leiðir hugann að því HVAÐ fyrri samninganefnd var eiginlega að hugsa, HVAÐ stjórnvöld voru eiginlega að hugsa og HVAÐ allir ráðgjafar og þeir menn sem hæðst létu fyrir ári síðan voru að hugsa. Ekki er þetta neitt líkt því að við séum í stöðu Kúbu eða Norður Kóreu, eins og þetta fólk hélt fram, ef nauðarsamningnum sem þá var í boði væri hafnað!

Ef þessi samningur verður samþykktur erum við í raun að viðurkenna að stórveldi geti sagt smáþjóð til verka. Þá er illa komið fyrir Íslandi og hætt við að viðskipti okkar á alþjóðavettvangi muni litast af því. Að litið verði á Ísland sem þjóð sem hægt ar að kúga. Ekki skipti máli hvort farið sé að lögum, einungis stærð skiptir máli! Það er einnig ljóst af þessum samning að Bretar og Hollendingar vita sem er að þeir hafa ekki lögin sínu megin.

Því er spurning: Eigum við að samþykkja þennan samnig og viðurkenna vanmátt okkar á alþjóðavelli, eða eigum við að taka áhættuna af því að fara með málið fyrir dómstóla?

Ég tel að enginn eigi að borga skuld nema lagalegar forsendur séu fyrir því.

Það er ljóst að ef samningurinn fer fyrir þjóðina, sem er náttúrulega eina rétta, getur farið á hvorn veginn sem er. Það er einnig ljóst að ef kosið verður, er ekki verið að kjósa um innihald samningsins, heldur hvort fara á með málið fyrir dóm.

Um þetta á þjóðin að velja. Hún á að fá að ákveða hvort við viljum vera tekin alvarlega á alþjóðavelli, vera þjóð sem lætur ekki vaða yfir sig, vera þjóð sem vill að viðskipti milli þjóða fari að alþjóðalögum.

Vissulega er um áhættu að ræða, en úrtöluspár hafa ekki ræst hingað til og því engin ástæða til að ætla að þeir sem koma til með að spá heimsenda ef þessi samningur verði ekki samþykktur, hafi neitt frekar rétt fyrir sér núna.

 


mbl.is Drög að frumvarpi verið gerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 03:19

2 identicon

flott færsla ,sem eg er algjörlega sammála Gunnar !

Ransy (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband