Risaáfangi....

Ekki er hægt að segja að fjármálavitið sé mikið hjá fjármálaráðherra. Hann fullyrðir að nýr samningur um icesave sé risa áfangi í endurreísn Íslands.

Hvernig í ósköpunum getur aukin skuldaviðurkenning verið til bóta fyrir landið? Eins og skuldirnar séu ekki nægar samt!

Hvernig getur það hjálpað til við endurreisnina að þurfa að leggja út aukalega 26 miljarða á næsta ári? Að vísu á að þurka upp tryggingasjóðinn og taka þaðan tuttugu miljarða en hinir sex koma úr ríkissjóð. Ríkið verður því sjálkrafa ábyrgt fyrir þeim tuttugu miljörðum sem úr tryggingasjóði koma, reyndar er megnið af því fé komið frá ríkissjóð sem aftur tók það að láni. Minnir svolítið á fléttur gömlu bankanna!!

Ég hef áður líst þeirri skoðun minni að líklegt verði að lánshæfismat þjóðarinnar muni versna eftir undirritun þessa samnings. Ef matsstofurnar vinna eftir staðreyndum hlýtur það að gerast. Auknar skuldir hljóta að leiða til verra lánshæfismats. Ef það batnar, er enn eina ferðina staðfest að þessar matsstofur vinna eftir einhverjum öðrum gildum en staðreyndum!!

Reyndar er eitt rétt hjá Steingrími í þessari frétt, að það sé löngu tímabært að leysa þessa deilu. Það er hins vegar ekkert sem segir að þetta sé rétta lausnin. Ef stjórnvöld hefðu strax um veturinn 2009, óskað eftir samstarfi við stjórnarandstöðuna um að láta reyna á lögmæti kröfunnar fyrir dómi og alþingi staðið saman með þjóðina að baki sér, farið þá vegferð, er eins víst að við værum löngu komin út úr vandanum. 

Ein helstu rök icesave sinna er að fyrirtækin geti ekki fjámagnað sig erlendis nema gerður verði samningur. Þessi rök halda eins vel og aðrar fullyrðingar þessa fólks, svo sem að hér muni ástandið verða eins og á Kúbu eða í Norður Kóreu, að krónan færi til helvítis. Ekkert af þessu hefur ræst.

Vissulega eru fyrirtæki á Íslandi sem eiga erfitt með að fjármagna sig erlendis, en það kemur ekkert icesave við, þau notfæra sér einungis það deilumál sem skálkaskjól. Meiri líkur eru á að vandræði þessara fyrirtækja stafi fyrst og femst af því að þau njói ekki trausts á erlendum fjármálamarkaði.

Eitt er þó víst, þessi samningur er risaáfangi á leið okkar undir klafa ESB, hann er risaáfangi í þeirri vegferð til afsals allrar ákvarðanatöku til Brussel.

 


mbl.is „Risaáfangi í endurreisn Íslands“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Þingeyzki spjátrungurinn; SJS, hefir verið á fóðrum skattborgara, í hátt á þriðja áratug, að minnsta kosti - og sjálfhverfa hans, er fyllilega í samræmi við það.

Með bezu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband