Svört skýrsla!!

Landsframleiðslan jókst um 1,2% á sama tíma og þjóðarútgjöld jukust um 4,2%, á síðasta ársfjórðungi. Samdráttur varð um 5,5% síðust níu mánuði!!

Svartari verður skýrslan þegar litið er til fjárfestinga. Þá kemur í ljós að fjárfesting atvinnuveganna hefur dregist saman um 9,6% en aukning hefur verið í fjárfestingum ríkisins um 0,6%. Enn er stefnan niður á við, þessi hlutföll hefðu átt að vera þver öfug. Það eru jú atvinnuvegirnir sem skapa tekjurnar fyrir þjóðarbúið og heldur uppi rekstri ríkisbáknsins. Í stuttan tíma getur þetta verið á þann veg sem nú er, með aukinni skattheimtu, en það eykur einungis vandann og enn erfiðara verður að leysa hann.

Vöruútflutningur jókst einungis um 0,6% en innflutningur um 11,0%. Ekki fallegar tölur, en þarna spilar inn í að út og innflutningur stóriðjunnar er mikill og getur dagaspursmál í sölu eða innkaupum skipt máli.

Þetta er svört skýrsla og ekkert í henni sem bendir til að botninum sé náð. Við erum enn á niðurleið! Meðan stjórnvöld átta sig ekki á að aukinn útflutningur verðmæta er eina leið okkar til betri vegar, meðan stjórnvöld halda virkilega að við getum komist út úr kreppunni með skattahækkunum og auknu ríkisbákni, munum við halda áfram niður á við!!

 


mbl.is Landsframleiðslan jókst um 1,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband