Hrægammar!!

Þetta er orðið fáráðnlegt!!

Seinnipart vetrar í fyrra fór olíuverð á heimsmarkaði í sögulegt hámark eða vel yfir $110 tunnan, á sama tíma var dollar um og yfir 130kr. Þá varð sögulegt hámark á verði eldsneytis hér á landi og fór líterinn af bensíni yfir 112 kr.

Nú er verð á erlendum mörkuðum innan við $90 tunnan, dollarinn innan við 115kr en samt eru olífélögin farin að nálgast fyrra met. Hvað veldur?!!

Það verður að stöðva þessa sjálftöku! Það á ekki að líða það að þessi fyrirtæki geti hækkað verð á eldsneyti hér, vegna þess eins að þau TELJA að olíuverð muni hækka og þau TELJA að dollar muni hækka!!

Það er margt annað við verðmyndun á eldsneyti að athuga. Mikil skattálagning, sum þeirra gjalda sem eru inn í eldsneytinu og fara til ríkisins voru sett á vegna ákveðinna verkefna eða til ákveðins málefnis. Stjórnvöld eru beinlínis að brjóta stjórnsýslulög með því að nota þau gjöld til annara nota. Virðisaukaskatturinn leggst á lokaverð eldsneytis, þ.e. það er lagður virðisaukaskattur ofan á skatt ríkisins. Ríkið hefur ekki heimild til að skattleggja skatt, það er einfaldlega rangt!! Hvar í veröldinni annarstaðar en á Íslandi er slíkt gert?

Virðisauaskattur er lagður á það sem eykur verð, þ.e. einhverja vöru eða þjónustu sem gefur af sér verðmæti. Skattlagning ríkissjóðs veitir ekki verðmæti, þvert á móti. Því er algjörlega með öllu óskilanlegt að hægt sé að leggja virðisaukaskatt á skattálagningu!!

Gefum okkur það að ríkið þurfi á allri þessari skattheimtu eldneytis að halda. Þá á einfaldlega að reikna virðisaukann á eldsneytið eftir að innflutningsverð, flutningar og annar kostnaður er kominn á, rétt eins og með aðrar vörur. Síðan getur ríkið lagt þau gjöld á sem það telur nauðsynlegt. Þá sést svart á hvítu hvað ríkissjóður er virkilega að taka til sín af eldsneytinu!!

Það eru stórir hópar í þjóðfélaginu sem eru háðir sínum bíl, til að komast til vinnu, sækja sér nauðþurftir, læknis og sjúkrahjálp. Þessir hópar hafa þegar, vegna mikilla skattheimtu og sjálftöku fyrirtækjanna, dregið eins mikið saman í sinni notkun á bíl eins og hægt er. Lengra verður ekki gengið og því ekki um annað að ræða en að kyngja þessu óréttlæti. Annað er einfaldlega ekki í boði.

Þetta vita stjórnvöld og þetta vita þeir sem olíufyrirtækin reka. Því notfæra þessir aðilar sér þessa neyð fólks. Það sýnir sig enn eina ferðina að þegar hörmungar og neyð steðja að, eru alltaf hrægammar svífandi yfir til að notfæra sér ástandið.

 


mbl.is Aukin álagning á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband