"Ekki gefið"

Árni Þór Sigurðsson segir að ekki sé gefið að samkomulag náist í vikunni. Er ekki nær að segja að ekki sé gefið að samkomulag náist yfirleitt.

Stjórnvöld er nú í dag að henda enn einu trompinu af hendi, sennilega því síðasta, með því að svara ekki ESA efnislega. Þó nú sé í sjónmáli samningur að mati stjórnvalda er það svo sem ekki í fyrsta skipti. Við vitum hver niðurstaðan hefur orðið hingað til.

Vilji þjóðarinnar er skýr, en staðfesta stjórnvalda er að fara ekki að þeim vilja. Þau ætla sér að ganga að samningum um icesave, spurningin er eingöngu hvað Bretar og Hollendingar komast af með að bæta samninginn til að honum verði nauðgað gegn um þingið. Stjórnvöld hafa engan áhuga á að standa vörð um rétt lands og þjóðar.

Sú ákvörðun stjórnvalda að kasta síðasta trompinu er óskiljanleg. Hvers vegna? Hvað liggur að baki? Er kannski ekki búið að taka saman rök Íslendinga ? Ef svo er hefur stjórnin ekki verið að vinna sína vinnu. Kemur svo sem ekki á óvart!

Stjórnvöld vilja af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki hlýta vilja landsmanna. Nú er hún að koma því svo fyrir að lögbundinn rétur okkar er gerður vafasamur. Með því að svara ekki ESA formlega, er hún að veikja okkar málstað á alþjóðlegum velli. Stjórnin hefu látið Breta og Hollendinga platað sig, ekki er víst að samningshljóð þeirra verði jafn vinsamlegt eftir daginn í dag, þegar ríkisstjórnin hefur kastað á glæ okkar hellsta vopni gegn þeim!!

Þó samningur sé í sjónmáli er hann ekki orðinn að staðreynd. Fyrr en svo verður verða stjórnvöld að haga sér af skynsemi. Ekki má undir neinum kringumstæðum rýra samningsstöðuna fyrr en undirskrift og samþykkt  allra aðila liggur fyrir!!

 


mbl.is „Ekki gefið“ að Icesave-deilan leysist í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband