Bretar, Hollendingar og Steingrímur J. vilja ekki að ESA verði svarað!!

Þetta er nokkuð undarlegt. Hvers vegna Bretar og Hollendingar vilja ekki að málið fari fyrir ESA er skiljanlegt, en hvers vegna er Steingrímur J. á sömu skoðun?

Það er ótrúlegt hvað Steingrímur er sammála kúgurum okkar. Hvers vegna má ekki láta málið fyrir dóm? Er það ekki eðlilegt ferli þegar um deilumál er að ræða? Deilumál sem annar aðilinn hefur fengið skýr fyrirmæli um að hann hafi ekki lengur umboð til að semja um!!

Ef svo ólíklega vildi til að ESA muni dæma gegn eigin lögum og skylda okkur til að greiða þessa skuld verður svo að vera, ef stofnunin dæmir eftir þeim lögum sem henni er skylt munum við vinna þetta mál. Þetta vita Bretar og Hollendingar og vilja því ekki að málið fari þá leið. Þetta vill hins vegar okkar fjármálaráðherra ekki hlusta á, þrælslundin er skynseminni yfirsterkari!!

Ísland er þegar komið í slíkt skuldafen, vegna glæpamanna sem tæmdu hér allar fjárhirslur, að vart verður séð að við komumst út úr því á næstu árum. Ef meintri icesave skuld er bætt þar ofaná er ljóst að við erum búin að festa okkur um áratugi, ef við nokkurn tíman eigum okkur viðreisnar von. Því höfum við engu að tapa, en allt að vinna. Ef svo ólíklega vildi til að dómur félli okkur í óhag munum við ekki eiga annars úrkosta en fara í þjóðargjaldþrot. Það sama má segja ef við samþykkjum þessa skuld í gegn um samning!!

Maður verður æ oftar hugsað til þess hvort stjórnvöld séu vísvitandi að koma þjóðinni í það mikinn vanda að ekki verði hjá því komist að ganga erlendum stórveldum á hönd. Að vísvitandi sé verið að koma málum þannig fyrir að ekki þurfi að kjósa um það hvort við viljum afsala okkar fullveldi.

 


mbl.is Samkomulag að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gunnar ! Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja þetta. maðurinn er greinilega ekki með réttu ráði!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 5.12.2010 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband