Er fallegra að stjórnvöld horfi upp á fólk missi eigur sínar?

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður, segir að ekki sé fallegt að ýta undir óraunhæfar væntingar!

Þær tillögur stjórnvalda (lánastofnana) til lausnar vanda heimila landsins hjálpar fáum. Reyndar eru það bankar og lánastofnanir sem mestu hjálpina fá, enda höfundar þeirrar "aðgerðaráætlunar" sem stjórnin hefur boðað. Við kynningu þessarar áætlunar var því haldið fram að kostnaðurinn yrði nálægt 100 miljörðum. Nú hefur komið í ljós að stæðsti hluti þessa kostnaður eru þegar afskrifaðar kröfur banka, lánastofnana og lífeyrissjóðanna. Þá er einnig innan þessarar tölu reiknaður kostnaður vegna þess að hætt er við að skerða vaxtabætur og húsaleigubætur. Hvernig er hægt að reikna það sem kostnað þegar ríkið ákveður að hætta við að skerða bætur sem þegar eru greiddar? Ekki dettur nokkrum manni í hug að segja að kostnaður við heilbrigðiskerfið hafi hækkað um 1,7 miljarð, vegna þess að ríkið ákvað að minnka skerðingar til þess úr 3 miljörðum niður í 1,3.

Eftir stendur aukavaxtabætur, sem reyndar er ekki enn séð hvernig verði framkvæmdar né hver á að borga. Væntanlega munu bankar og lánastofnanir sjá til þess að sá kostnaður lendi ekki á þeim!

Raunverulegur kostnaður vegna þessara aðgerða mun liggja öðru hvoru megin við 10 miljarða og minnsti hluti þess lendir á bönkum og lánastofnunum. Enda hafa þessar stofnanir ásamt lífeyrissjóðunum fullyrt að þessi "aðgerðapakki" muni ekki á neinn hátt skerða eða skaða rekstrargetu þeirra.

Jóhanna sagði að nú væri búið að draga strik í sandinn, ekki yrði meira gert. Það var nú gott hjá henni að draga þetta strik sitt í sand, spor í sandinn máist fljótt út.

Ólína segir að ekki sé fallegt að ýta undir óraunhæfar kröfur. Hvað eru óraunhæfar kröfur Ólína? Eru það óraunhæfar kröfur að geta lifað sómasamlega og búið í eigin húsi? Eru það óraunhæfar kröfur að fara fram á að fá eitthvað til baka sem stolið hefur verið af manni? Eru það óraunhæfar kröfur að ætlast til þess að bankar og lánastofnanir, sem áttu allan þátt í hruninu og fengu að auki lánasöfnin á afslætti, skil einhverju til baka? Eru það óraunhæfar kröfur að óska þess að eitthvað af ævisparnaðnum, sem fastur var í húseign, sé skilað aftur?

Ólínu Þorvarðardóttur þykir kannski fallegra að stjórnvöld horfi upp á fólk missa eigur sínar í hendur banka og lánastofnana. Ólínu finns kannski fallegra að stjórnvöld horfi upp á fjölskyldur flosni upp og fari á vergang!! Ólínu finnst kannski fallegra að horfa upp á biðröðina hjá hjálparstofnunum lengjast í hverri viku!!

Ólína Þorvarðardóttir og koleggar hennar ættu að prufa að lifa af lágmarkslaunum um tíma. Ætli þau gæfust ekki upp eftir fyrsta mánuðinn!!

Það er kominn tími fyrir stjórnvöld og þá þingmenn sem þau styðja, að draga hausinn upp úr sandinum. Ástandið ER alvarlegt og fer hratt versnandi. Sú lausn sem boðið er uppá er samin af bönkunum fyrir bankana. Þær eru ekki gerðar til að leysa vandamálið, þvert á móti auka þær misræmið og vandann.

Ef stjórnvöld treysta sér ekki til að taka á vandanum og leysa hann, eiga þau skilyrðislaust að biðjast lausnar strax. Vandinn verður ekki leystur með því að láta banka og sparisjóði leiða umræðuna, hann verður einungis leystur með því að viðurkenna vandamálið og leita leiða sem leysa það, í samráði við þá sem við vandamálið eiga stríða!! Þriðji aðili sem í raun skapaði vandann á ekki að koma nálægt þeirri umræðu!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband