Holur hljómur!!

Enn fer Jóhanna um málin eins og köttur um heitan graut. Varpar sök á alla aðra en sig sjálfa og flokk sinn. Það er holur hljómur og léttvæg afsökun sem frá henni kemur. En hvað er það sem hún biðst afökunar á? 

  • Að taka ekki nægilegt mark á viðvörunarorðum um veika stöðu bankakerfisins.
  • Að vinna ekki nægilega markvisst að því að greina stöðu bankanna og undirbúa aðgerðir til draga úr óhjákvæmilegu tjóni vegna veikrar stöðu þeirra.
  • Að tryggja ekki gegnum skýrt skipulag flokksins að nægilegt upplýsingastreymi og samráð sé á hverjum tíma meðal ráðherra flokksins, þingflokks, flokksstofnana og almennra flokksmanna.
  • Að setja ekki ríkisstjórnarsamstarfinu nægilega ströng skilyrði um nauðsynlegar aðgerðir.
  • Að láta hjá líða að setja reglur um takmarkanir á fjárframlögum og styrkjum til frambjóðenda í fjölda opinna prófkjara, þvert á langvinna baráttu flokksins fyrir skýrum reglum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda

Á þessum málum biður Jóhanna fyrir hönd Samfylkingar afsökunar. Ekki vegna athafna eða athafnaleysis síns og samráðherra sinna, úr eiginflokki, í síðustu ríkisstjórn.

Hún biðst ekki afsökunar á þeim ásökunum á Samfylkinguna og ráðherra hennar, sem felast í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, um hrunið og aðdraganda þess.

Hún biðst ekki afsökunar á því að þingmenn flokksins og flokkurinn sjálfur gekk ákveðnum fjármálaöflum á hönd á árunum fyrir hrun.

Hún biðst ekki afsökunar á því að hafa í undanfara hrunsins spilað stóran hlut, með því að hafa verið við hlið þáverandi formanns flokksins, aðal þáttakandi um allar ákvarðanir sem teknar voru um fjármálastjórn Íslenska ríkisins.

Hún biðst ekki afsökunar á að hafa í félagi við formann síns flokks ákveðið að halda þeim ráðherra sem um þessi mál átti að fjalla, samkvæmt stjórnsýslulögum, frá öllum mikilvægum fundum og ákvarðanatöku.

Hún biðst ekki afsökunar á að þáverandi og reyndar núverandi ráðherra flokksins beytti sömu brögðum og hrunverjar í viðskiptum, nýtti sér innherjaupplýsingar til að losa sig við fjármálabréf, áður en þau hrundu í verði. Væntanlega hefur enhver annar einstaklingur eða einstaklingar tekið þann skell á sig.

Nei. Jóhanna kýs frekar að koma fram með innihaldslitla og holhljóma afsökun og um leið ásökun á samstarfsflokkinn fyrrverandi og reyndar alla NEMA Samfylkinguna.

Því miður hefur stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki enn tekið mark á hrunskýrslunni og breytt eftir henni. Þessi stjórn vinnur eftir þeim aðferðum sem hellst voru gagnrýndar í þeirri skýrslu. Því er varla hægt að trúa því að hún muni breyta einhverju þó "umbótanefnd" hennar eigin flokks, leggi til einhvejar breytingar.

Jóhanna Sigurðardóttir naut óskoraðs fylgis landsmanna fyrst eftir hrun, enda vissu fáir á þeim tíma hlut hennar í þeirri atburðarás. Á þeirri forsendu var hún valin leiðtogi síns flokks og kom honum nokkuð klakklaust gegn um kosningu. Í framhaldi af því og vegna mikils sigurs VG, fóru þessir flokkar í samstarf. Því miður fyrir þjóðina var það samstarf byggt á fölskum forsemdum. Formaður VG taldi það þess virði að gefa eftir eitt af grundvallarsjónarmiðum síns flokks til að halda "hægri kapítlistahrunverjum", eins og hann orðaði það, frá stjórnarráðinu. Hann áttaði sig ekki á þeirri staðreynd að með þessu var hann í raun að gera stjórnina óhæfa. Þarna sáust í raun fyrstu merki stjórnunarstíls Jóhönnu, hún nýtti sér þetta tækifæri til að koma eina stefnumáli Samfylkingar á vegspöl. Síðar þegar hrunskýrslan kom út sást hversu stórt hlutverk Jóhönnu var í undanfara hrunsins. Vinsældir hennar hafa verið niðurávið síðan, ásamt fylgi ríkisstjórnarinnar.

Þessi stjórn hefur nú setið síðan 1. febrúar 2009, fyrst sem minnihlutastjórn og síðan þjóðkjörin. Sú staðreynd að nú nærri tveim árum síðar skulum við vera í svipaðri stöðu og þá er með ólíkindum. Vissulega er ekki hægt að segja að við séum í alveg sömu sporum, því vandi heimilanna hefur aukist stórum og ekkert lát virðist á þeim vanda. Þær aðgerðir sem stjrónin boðaði til síðast mun ekki á neinn hátt bæta það ástand, enda sú "aðstoð" samin af bönkum og lánastofnunum.

Jóhanna, það er í sjálfu sér ágætt að biðjast afsökunar, en það gleddi sjálfsagt fleiri ef þú bæðist lausnar, til hagsbótar fyrir land og þjóð!!

 


mbl.is Samfylkingin biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eiginlega sammála, svo framarlega sem það væru einhverjar hagsbætur í því. Hver ætti svosem að taka við? Þetta er allt sami vemmilegi grauturinn þó sitthver sé skálin, eða hvað?  Kannski er engin stjórn betri en óstjórn, maður er orðinn gjörsamlega kolruglaður.

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.12.2010 kl. 22:44

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar ég er svo sammála þér, Bergljót það er allt betra en það sem er verið að gera, að gera fólk ruglað í rímuni er akkúrat það dæmið gengur út á hjá Samfylkingunni....

Þetta er væl af aumustu sort segi ég og ætti hún að segja af sér áður en hún gengur algjörlega fram af Þjóðinni með þessum aumingja skap sínum, bara það að finnast allt í lagi að setja þjóðina á hausin til þess að bjarga mörgum bönkum hjá Þjóð sem telur ekki nema rúmlega 318,000 manns er fyrra út af fyrir sig...

Það verður að koma nýtt fjármálakerfi ef að við Íslendingar  ætlum að stíga sjálf í fætur okkar segi ég og ítreka ég enn og aftur þessa setningu, að ef við sjálfum vitum ekki hvað er okkur fyrir bestu, hvernig þá í ósköpunum getum við ætlast til þess að aðrir viti það...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:16

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

að gera fólk ruglað fólk í rímunni er akkúrat það sem dæmið gengur út á... á að vera, svona gerist þegar maður er að flýta sér. Kveðja

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.12.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Sumir eru líka á því að nú sé kominn tími á að gefa öllum stjórnmálaflokkunum endurhæfingarfrí frá ráðherrastólunum. Þetta er leiðin til þess: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2010 kl. 05:30

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður er utanþingstjórn ekki lausn vandans. Slík stjórn er einungis mynduð ef ekki næst samstaða meðal þingmanna um stjórnarmyndun og þá til skamms tíma. Auk þess er utanþingstjórn háð þingmönnum um allar lagasetningar.

Því eru kosningar eina raunhæfa lausnin. Því fylgir sá vandi að einhverjir hinna óhæfu þingmanna sem enn sitja á þingi munu komast inn aftur. Kjósendur hafa þó eitthvað um það segja og geta gefið þeim flokkum sem mestu endurnýjun gera, sitt atkvæði eða jafnvel nýjum framboðum með frambærilegu fólki.

Utanþingstjórn getur brúað bilið fram að kosningu. Það gefur stjórnmálaflokkunum aukið svigrúm til að taka til í eigin ranni og hugsanlega gæti það orðið til aukinnar endurnýjunar.

Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 18:46

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst eins og ég hafi séð þessa athugsemd hjá þér áður inni á blogginu mínu. Tilefnið var það sama. Ég skil vel að þú óttist þá leið sem ég bendi á hér. En öfugt við það sem ríkisstjórnin ákvað að túlka það þá var krafa flestra þeirra sem var talað við í stóru mótmælunum þ. 4. okt. sl. sú að ríkisstjórnin viki. Fæstir óskuðu hins vegar nýrra kosninga enda hefur það margsýnt sig að nánast enginn munur er á hugmyndum stærstu flokkanna hvað varðar hugmyndir hagsmuna almennings varðar.

Heimilin mega ekki við því að frekari dráttur verði á almennum skuldaniðurfærslum vegna þess forsendubrests sem varð við bankahrunið. Enginn stóru flokanna hefur heldur kynnt neina skynsamlega leið í sambandi við atvinnuuppbyggingu. Þess vegna óskaði meiri hluti þeirra sem talað var við í stóru mótmælunum um að þeir vildu utanþingsstjórn sem fengi það verkefni að vinna að þessum málum. 

Utanþingsstjórn myndi sitja þar til ný stjórnarskrá liti dagsins ljós. Þá yrði gengið til kosninga. 

Þú segir að Alþingi myndi aldrei samþykkja að lúta framkvæmdavaldi utanþingsstjórnar. Því er til að svara að ef t.d. 25% kosningabærra manna fer fram á það við forsetann að hann skipi utanþingsstjórn og ef hann ákveður að gegna þeim vilja verða núverandi þingmenn að lúta þeim vilja nema þeir hafi það í hyggju að kveðja frekari afskipti af stjórnmálum. Með opnberum mótþróa myndu þeir líka skaða framgöngu síns flokks þegar kemur að næstu alþingiskosningum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.12.2010 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband