Hvað er "eðlileg skýring"?

Hermann Guðmundson segir að hækkun eldsneytis eigi sér "eðlilegar skýringar". Þetta er ekki rök heldur fullyrðing, sem reyndar stenst ekki skoðun.

Hann segir skýringuna vera vegna þess að dollar hafi nýlega farið niður í 110 kr. en sé nú í tæpum 114 kr. Hvað með þá lækkun sem varð á dollarnum frá því í sumar? Um mánaðmótin júlí / ágúst stóð dollarinn í rúmum 130 kr. Hves vegna var verð á eldsneyti ekki lækkað þegar hann féll úr 130 kr. í 110 kr.?

Ef dollarinn hefur slík áhrif á verð eldsneytis hér á landi, ætti það væntanlega að lækka þegar dollarinn lækkar, eða virka áhrif dollarans bara á annan veginn?

Og hvers vegna er ekki meiri munur á verði milli olíufélaga?

Hvers vegna eru þau svona samstíga í hækkunum?

Er kannski í gangi verðsamráð milli þeirra?

Eru þessi félög kannski að brjóta sömu lög og þau hafa fengið dóm fyrir?

 

 


mbl.is Segir eðlilegar skýringar á hækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband