Hið "fagra og góða Ísland"

Peningavaldið er mikið og ekki hefur það minnkað þó landið hafi lent í efnahagshruni!

Nú eru nýjir menn sem stjórna landinu, ekki lengur útrásarguttarnir, heldur þeir sem ráða yfir og stjórna sparnaði landsmanna.

Fyrst hertóku þeir stjórnina og er hún nú sem strengjabrúða í höndum þeirra.

Næst var ráðist á þann mann sem mesta vinnu hefur lagt til varnar lántakendum, Marinó Njálsson.

Lilja Mósesdóttir og Sigmundur Davið Gunnlaugsson verða sjálfsagt næst fyrir barðinu á þessum samviskulausu svíðingum sem halda að þeim sé allt leyfilegt í krafti auðsins sem þeir stjórna en eiga ekki!

Ég spyr blaðamennina Jón Kaldal og Óskar Hrafn Þorvaldsson hvort það sé glæpur að stjórnarmenn í Hagsmunasamtökum Heimilanna séu úr hópi þeirra fjölmargra Íslendinga sem eru bundnir á klafa skulda. Er þá ekki jafn mikill glæpur að stjórnarmenn í blaðamannafélaginu komi úr hópi blaðamanna! Ég spyr þá einnig um hver hafi borgað þeim fyrir þessi níðskrif.

Fréttatíminn og forsvarsmenn þess blaðs ættu að skammast sín, bæði fyrir níðskrifin og ekki síður fyrir að láta fjármagnið og þá sem því stjórna, hafa sig að fíflum. Dettur þeim virkilega í hug að nokkur hugsandi maður taki nokkurntímann mark á þeim skrifum sem í þetta blað kemur!!

Skömm er þeirra sem nota fjármagnið til að koma sínum málum að en meiri er skömmin hjá þeim sem láta þessa menn hafa sig að fíflum!!

 


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Gunnar; æfinlega !

Hafðu heilar þakkir; fyrir kröftuga grein - sem málsvörn góða, Marinó til fulltingis, og styrks alls.

Með byltingar kveðjum góðum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Gæti ekki verið meira sammála bæði fyrri og síðari ræðumanni.

Við mótmælum öll sorpi málaliða auðsvína.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 21:56

3 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

Góð skrif hjá þér Gunnar. Ég gæti ekki verið meira sammála.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 18.11.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband