Evrópufræðingur?!!

Eiríkur Bergmann telur mátt ríkisstjórnarinnar mikinn. Ríkisstjórn Íslands hefur lítið um það að segja hversu hratt eða hægt þessar viðræður ganga. Þeim er alfarið stjórnað af ESB og ef hraðinn er eitthvað hægari en til stóð stafar það eingöngu af því að ESB telur að ekki gangi nógu vel að aðlaga Íslenskt stjórnkerfi að stjórnkerfi ESB.

Reyndar hélt Eiríkur Bergmann því fram haustið 2008 að ekki tæki nema þrjá mánuði fyrir Íslendinga að fá aðild að ESB, eftir að umsókn væri lögð fram. Það er varla hægt að segja að forstöðumaður Evrópufræðasetursins hafi mikið vit á ESB umsókn.

Hvað á Eiríkur annars við þegar hann segir að upphaflega hafi átt að leggja fram umsókn í desember 2009 og síðan í mars á þessu ári? Var ekki umsókn lögð fram fyrir ESB sumarið 2009? Var það plagg kannski bara grín? Erum við kannski ekki búin að sækja um aðild? Eða er þetta kannski bara eins og annað sem kemur frá Eirík Bergmann?

 


mbl.is Hægðu á aðildarferlinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort ertu bóndi eða kvótakóngur? Þeir eru jú þeir einu sem vilja ekki að stór meirihluti þjóðarinnar fái bætt lífskjör. Bændur vilja halda sínum 15 milljörðum sem þeir betla út úr þjóðinni á hverju ári.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 12:43

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég er hvorki bóndi né kvótakóngur Ólafur. Ég kann að lesa og hef fylgst með pólitík, bæði hér á landi og í Evrópu, undanfarna áratugi.

Það sem ég hef lesið og séð um ESB, áður EB, gerir það að verkum að afstaða mín til þessa sambands er skýr. Síðasta breytingin hjá ESB, sem reyndar var sett án þess að þegnar 26 af 27 ríkjum þess fengi að segja neitt um, Lissabonsamkomulagið, er með þeim ósköpum að hver þjóð getur talist heppin sem ekki er spyrt við þetta ólýðræðislega samband.

Gunnar Heiðarsson, 17.11.2010 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband