Steingrímur ætlar að kanna hvort við séum í aðlögun eða samningum!!

Steingrímur og Jóhanna telja að Jón sé að misskilja eitthvað. Það eru þau sjálf sem misskilja eða mistúlka hlutina. Reyndar segir Steingrímur að hann þurfi að skoða þetta mál nánar og ef Jón hefur rétt fyrir sér sé hann ekki sáttur við slíkt. Það er gott að hann skuli sjá sér fært að skoða hvað er í gangi í hanns eigin ríkisstjórn. Ekki seinna vænna.

Steingrímur þarf bara að taka upp símann og hringja eitt stutt símtal til Brussel, þar getur hann fengið staðfest að um aðlögunarferli er að ræða!

Það símtal væri reyndar kannski svolítið neyðarlegt en hvað um það, það væri í takt við vinnubrögð hanns hingað til.

Það er alveg kominn tími fyrir Steingrím að skoða fleira í vinnubrögðum stjórnarinnar. Til dæmis gæti hann kannað hvað varð um "skjaldborgina" og hvers vegna sumir ráðherrar taka málstað fjármagnseigenda og standa vörð þeirra gegn almenningi.


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þetta hlýtur að enda með upphlaupi órólegu deildarinnar og hótunum um stjórnarslit.  Málið sett í nefnd sem falið verður að rannsaka, hvort um sé að ræða, samningaviðræður, eða aðildarferli............... :-)

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.8.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband