Það er alltaf betri kostur að taka rétta ákvörðun

Árni Þór er trúr sinni kratasannfæringu. Verst að hann er í vitlausum flokki. Hann heldur því fram að það sé verri kostur að hætta aðlögunarferlinu núna. Verri kostur en hvað? Telur hann betra að hætta seinna, kannski þegar við höfum aðlagað okkur að lögum og reglum ESB?

Það er í raun aldrei of seint að taka rétta ákvörðun, en því fyrr sem hún er tekin því minni skaði hlýst af.

Ég læt hér fylgja umsóknina sem send var til ESB, í henni kemur hvergi fram að við færum í aðlögun á lögum og reglum til samræmis við ESB. Þvert á móti er talað um að haldin skuli þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan samning. Það er því spurning hvort ríkisstjórnin sé að brjóta stjórnsýslulög með þessu aðlögunarferli, hún hefur alla vega ekki samþykki alþingis fyrir því!

 



Þingsályktun



um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.





    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.











Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009.

 


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skemmdarverkamaður í röðum Vinstri Grænna og augljóst hver það er,hann heitir ..Árni Þór Sigurðsson, altalaður sem tækifærissinni.

Númi (IP-tala skráð) 24.8.2010 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband