Hagfræðingurinn, flugfreyjan, jarðfræðingurinn og urriðafræðingurinn

Til hvers eru ráðuneytin með lögfræðinga á launum? Það er ekkert hlustað á þá hvort eð er.

Hagfræðingurinn, flugfreyjan og jarðfræðingurinn hafa miklu meira vit á lögum en lögfræðingar. Ekki má heldur gleima urriðafræðingnum, hann veit manna best, betur en allir aðrir, enda eru allir svo vitlausir í hanns augum.

Lögfræðingar komust að þeirri niðurstöðu fyrir meir en ári síðan að gengisbundin lán væru ólögmæt. Ekki bara einn lögfræðingur heldur virt lögfræðistofa, lögfræðingur Seðlabankans og lögfræðingar viðskiptaráðuneytisins. Samt töldu hagfræði- jarðfræði- og urriðafræðingurinn og flugfreyjan að þessi lán væru lögmæt. Síðan þegar hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu og lögfræðingarnir, sagði þetta ágæta fólk að þetta væri ekki sanngjarnt, vinir þeirra í bönkunum gætu tapað á þessu. Það var ekki mikið verið að spá í hvað lántakendur höfðu tapað, margir voru búnir að missa aleiguna vegna þessara lögbrota bankanna!

Nú hafa lögfræðingar á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins komist að þeirri niðurstöðu að ríkið beri ekki ábyrgð á icesave. Þetta eru reyndar ekki nein ný sannindi, hinir ýmsu málsmetandi menn, löglærðir og ekki löglærðir, Íslenskir sem og erlendir, margir hverjir sérfræðingar í evrópurétti, hafa verið að reyna koma þessum sannindum til skila. Hagfræðingurinn, flugfreyjan, jarðfræðingurinn og urriðafræðingurinn vita þó betur. Því blása þau á öll rök og halda sínu striki, jafnvel þó stefnan sé beint fram af hengifluginu. Allt skal gert til að friða ESB, þangað skal inn með illu eða góðu!!

Því er spurning hvers vegna ráðuneytin séu með lögfræðinga á launaskrá og hvers vegna stjórnvöld eru að borga sérfræðingum fyrir hin og þessi álit. Þau vita alltaf betur og hlusta ekki á neinn um neitt. Það mætti spara nokkra tugi eða jafnvel hundruði miljóna með því einu að reka alla lögfræðingana og hætta að versla við sérfræðingana.

Hagfræðingurinn, flugfreyjan, jarðfræðingurinn og urriðafræðingurinn vita hvort eð er alltaf mest og best!!

 


mbl.is Ríkið ber ekki ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jarðgangnahættusérfræðinginn fellur líka prýðilega inn í þennan vitsmunahóp.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.8.2010 kl. 18:07

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vonlaus stjórn!

Sigurður Haraldsson, 25.8.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband