Óvirðing við þjóðina!

Sú ákvörðun að samþykkt verður að formlegar viðræður hefjist um aðild Íslands að ESB skuli bera upp á sjálfan þjóðhátíðardaginn er óvirðing við þjóðina.

Það er alveg magnað að minnihluti þingsins skuli hafa getað kúgað nokkra þingmenn til fylgis við þessa umsón, í algerri ósátt við þjóðina.

Kúgun er kannski ekki rétta orðið, réttara væri að segja "platað", því þetta voru ekkert annað en svik. Látið var að því liggja að fara ætti í könnunarviðræður, sjá hvað hægt væri að semja um og leyfa síðan þjóðinni að kjósa um aðild.

Síðan hefur marg oft komið fram hjá fulltrúum ESB að ekki er um neitt að semja. Hugsanlega væri hægt að fá að fresta upptöku einstakra atriða, en aðeins fresta, ekkert til framtíðar. Það sem er þó öllu verra er að undanfarið hefur komið í ljós að meðan á aðildarviðræðum stendur þurfum við að aðlaga lagaramma okkar að ESB. Hversu vel og hratt það gengur fyrir sig mun ráða þeim tíma sem viðræðurnar taka.

Þegar við höfum lagað okkur að ESB munum við fá að kjósa um aðild.

Það sem svíður þó mest er það fjármagn sem þetta brölt mun kosta okkur, fjármagn sem við eigum í raun ekki til og ef við ættum það væri því betur varið hér heima.

Ástandið í Evrópu er mjög óstöðugt nú um þessar mundir. Enginn veit hvernig það mun enda, en ljóst er að sú Evrópa sem við höfum horft til undanfarið mun ekki verða söm eftir örfá misseri. Hugsanlega verður hún betri, en það gæti allt eins farið á hinn veginn.

Hvers vegna má ekki fresta þessu, draga umsóknina til baka og sjá hver þróunin verður. Hugsanlega verður meiri stuðningur við aðild seinna, sérstaklega ef Evrópu tekst að komast vel út úr sínum vandræðum.

Af hverju leggur Samfylkingin svona ofuráherslu á þetta mál, vitandi að það mun verða fellt af þjóðinni?

Af hverju dregur ekki stjórnin umsóknina til baka, helst fyrir 17. júní ?

Af hverju vill Samfylkingin og aðrir ESB sinnar ekki vinna þessu máli meira fylgi og reyna aftur seinna þegar meiri sátt er hjá þjóðinni til að ganga þennan veg?

 


mbl.is Umsóknin tekin fyrir 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband