Enn jafn blindur á vandamálið!

Steingrímur talar lítið um vanda heimilanna, eða skjaldborgina. Hann nefnir ekki baktjaldasamninginn sem gerður var í vetur við AGS, þar sem kom meðal annars fram að ekki yrði gert meira til bjargar heimilunum.

Hann nefnir heldur ekki hvernig ástand væri hjá okkur ef icesave lögin hans hefði komist gegnum þingið.

Það er auðvelt að hæla sjálfum sér með því að spá miklum samdrætti sem svo verður minni en spárnar sögðu til um. Þetta er sama aðferð og þessi blessaði maður notaði síðasta sumar varðandi skattahækkanir, aðferð sem hann er nú þegar farinn að reyna að nota nú áður en fjárlög verða lögð fram í haust. Aðferð sem felur í sér að mála vegginn svartan, svo þegar kemur í ljós að hann er bara dökkgrár vill hann fá þakkir!

Sú staðreynd að ástandið skuli ekki vera verra en það er, er ekki stjórninni að þakka. Það er því að þakka að almenningur í landinu hefur tekið á sig byrgðar sem er þeim ofviða til lengdar.

Mig kvíður fyrir haustinu, ef þessi stjórn verður enn jafn blind á vandamálið og fram til þessa, fáum við enn verri kreppu en þegar bankarnir hrundu.

Munurinn á þeirri kreppu og þeirri fyrri, verður sá að þá voru bankarnir rændir innanfrá, seinni kreppan verður vegna þess að fólkið og fyrirtækin í landinu hafa verið mergsoginn. Út úr þeirri kreppu verður vonlaust að komast!

 


mbl.is „Verkefnið er að takast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Honum er alvega að takast .... að skíta uppá bak!

Óskar Guðmundsson, 15.6.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband