GPS ruglskattur !!

Hvað er eiginlega í gangi í hausnum á þessu liði sem situr á þingi?

Hvernig dettur mönnum önnur eins dómadags vitleysa í hug?

Nú þegar er ríkið að innheimta helminginn af eldsneytisverðinu til sín. Svo vilja þeir meira! Hvers vegna hækka þeir ekki bara skattinn á eldsneyti? Það er einfalt, þá hækkar verðið og allt verður vitlaust! Þó væri það mun skynsamlegri ráðstöfun, spara má þá kaup á GPS sendum, spara má þá eitthvert risa innheimtubákn til að sjá um að grafa ofaní tóm veski landsmanna og leita eftir aurum upp í skuldina!

Það er ljóst að skattur af þessu tagi mun fyrst og fremst lenda á landsbyggðarfólki, fólki sem minnst naut af græðgisvæðingunni sem setti landið á hausinn. Fólki sem setur ekki bifreið í gang fyrir minna en 30 - 40 km. akstur, jafnvel til þess eins að ná sér í mjólk fyrir börnin sín. Algengt er að fólk á landsbyggðinni þurfi að aka slíkar vegalengdir og jafnvel mun lengra, daglega til að geta stundað vinnuna sína. Það hefur ekki möguleika á að taka strætó.

Sumir hafa gefið það út að hugsanlega megi gefa fólki sem svo er ástatt fyrir einhverskonar afslátt. Gott og vel, en það mun kosta enn meira bákn um þetta. Þá þarf gjaldið væntanlega að vera enn hærra!

Sú skattpíning sem landsbyggðarfólkið verður fyrir í gegn um eldneytisskattinn er mikið meiri en nóg, þetta fólk hefur ekki aðra möguleika til að komast á milli staða en bifreið sína, hjá því er því bifreiðareign ekki lúxus heldur nauðsyn! Á höfuðborgarsvæðinu getur fólk nýtt sér almenningssamgöngur og því sparað einkabílinn. Því mun þessi GPS skattur ekki koma því eins illa.

GPS skattur mun að auki valda hærra vöruverði á landsbyggðinni, vöruverði sem nú þegar er mun hærra en á höfuðborgarsvæðinu, vegna okurskatta á eldsneyti!

Ef þingmenn eru orðnir svo kolruglaðir að þeir telji að hægt sé að sækja meiri skatta til bifreiðareigenda eiga þeir einfaldlega að hækka skatta á eldsneyti, það mun spara ríkinu stórar upphæðir í stofnkostnaði og rekstri á svona GPS rugli.

Þingmenn og ráðherrar sem eru haldnir skattpíningarsýki eiga að vera menn til að standa við sína skatta, ekki reyna að fela þá!!  Þeir sömu þingmenn ættu líka að gera sér grein fyrir því að við skattleggjum okkur ekki út úr kreppunni, jafnvel þó AGS vilji það. Þeir sem eru haldnir slíkum ranghugmyndum eiga ekkert erindi inn á alþingi Íslendinga!! Hvað þá í ríkisstjórn!!

Svei ykkur öllum sem dettur í hug önnur eins vitleysa!!

 

http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/verdur-farid-ut-i-storfellda-gjaldtoku-a-helstu-thjodvegum-ossur-vill-skoda-moguleikann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband