Spjótin staðið um of á Samfylkingunni?

Jóhanna telur að spjótin hafi staðið um of á Samfó, það má vel vera, en er það ekki vegna yfirlýsinga þess flokks um að allir þeir sem hafi þegið styrki ættu að bera ábyrgð.

Steinunn Valdís gerði rétt og er hún meiri maður eftir. Það er rétt hjá Jóhönnu þegar hún segir að þetta muni auka þrýsting á hina styrkþegana.

Afsögn Steinunnar er ekki syndaaflausn fyrir Samfylkinguna, afsögn hennar er eingöngu afsökun Steinunnar Valdísar á eigin mistökum og vegna þessarar afsagnar á hún hugsanlega afturkvæmt í Íslensk stjórnmál. 

Það eru fleiri þingmenn sem ættu að fara að fordæmi hennar, þingmenn í flestum flokkum. Það eru enn nokkrir í Samfó sem ættu að segja af sér, til dæmis Össur Skarphéðinsson.

Ef Jóhanna heldur að einn syndaselur segir sig af þingi, í hverjum flokki dugi til að sannfæra kjósendur, er veruleikafyrring hennar algjör. Það verða allir þeir sem þessa styrki hlutu og allir þeir sem græddu á vafasömum viðskiptum í undanafara hrunsins að segja af sér. Einnig ættu allir þeir sem á þingi eru og voru ráðherrar í stjórn landsins, síðustu misseri fyrir hrun, að segja af sér.

Þegar þetta hefur orðið raunin er hægt að fara að byggja upp traust fólks á Íslenkum stjórnmálum.

 


mbl.is Spjótin staðið um of á Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband