Svei þessari getulausu stjórn!

Nú byrjar ballið, fyrstu fjölskyldurnar að fara á götuna!

Það er ljóst að þessi stjórn er alls ekki að standa sig, skjaldborgin var aldrei neitt nema kosningaloforð. Stjórnvöld sitja hjá og gera ekki neitt, þeirra kraftur hefur að mestu farið í smáskammta lækningar til þeirra sem eru svo langt leiddir að þeim verði ekki bjargað hvort eð er.

Aðstoð til þeirra sem illa eru stadddir, en hafa þó möguleika á að komast út úr sínum vanda, er ekki til staðar. Því mun aðgerðarleysi stjórnvalda verða til þess að við munum nú að upplifa nýjar ógnir, þar sem fjölskyldur leysast upp og fara á götuna, með tilheyrandi hörmungum og hryllingi.

Við munum ekki færast 20 ár aftur í tímann, heldur 120 ár, þegar hreppaflutningar voru daglegt brauð og hreppsómagar voru jafnvel fleiri en vinnandi fólk sem hafði í sig og á.

Svei þessari getulausu stjórn!

 


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já svei henni!

Sigurður Haraldsson, 28.5.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband