Öðruvísi mér áður brá

Enn tapa Skagamenn, jafn vel þó þeir séu einum fleiri mest allann leikinn.

Hvað er að ske? Ætla þeir að detta niður í aðra deild?

Síðan bærinn byggði stórt og mikið íþróttahús, æfingaðstöðu fyrir liðið þegar það var enn í úrvalsdeild, hefur leiðin legið niðurá við. Þessi aðstaða veitir liðinu möguleika á að æfa innan dyra allann veturinn, samt er árangurinn ekki betri en þetta. 

Kannski það sé ástæðan, þeir þurfa ekki að æfa úti við slæmar aðstæður, heldur eru þeir verndaðir innandyra. Kannski aumingjaskapur þeirra sé of góðu yfirlæti að kenna!

Það er sennilega leitun að sveitafélagi sem hefur styrkt eins mikið sitt karlafótboltafélag eins og Akranes. Jafnvel svo að önnur íþróttastarfsemi hefur þurft að líða fyrir. Meira að segja kvenaliðið verður að kosta sig að mestu sjálft, enda fara allar stelpur sem skara fram úr annað.

Það verður að segjast alveg eins og er að þessir menn sem eru í liðinu, eru sér til skammar!

Eitt sinn var Akranes þekkt fyrir fótbolta, það er enn þekkt fyrir fótbolta en á allt öðrum forsemdum en áður!

 


mbl.is Tíu Leiknismenn skelltu Skagamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband