Lögbrot ?

Hvað er eiginlega í gangi? Var þessi nefnd ekki stofnuð til að fara yfir störf þingmanna og ráðherra fyrir hrunið? Hvað kemur kynjahlutfall því við?

Nefndin hlýtur að hafa fengið starfslýsingu, að minnsta kosti eru til gögn um hlutverk nefndarinnar, frá því hún var samþykkt á þingi. Er talað um, í þeim gögnum, að nefndin eigi að kanna einhver kynjahlutföll?

Ef svo er höfum við ekki verið upplýst um það og spurning hvort þingheimur hafi fengið þá vitbeskju. Ef ekki er nefndin klárlega að fremja lögbrot. Þessi nefnd hefur ekki leifi til að ráða til sín kynjafræðing, nema tekið sé fram í starfslýsingu nefndarinnar að kanna eigi kynjaskiptinguna.

Nefndin gæti allt eins ráðið til sín frjósemisfræðing til að kanna hvort fylgni sé á milli frjósemi og bankahrunsins!


mbl.is Verður skýrslan kynjagreind?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband