Grín... eða hvað?

Það er undarlegt að fylgjast með kosningabaráttunni í Reykjavík úr fjarlægð. Flokkur sem samanstendur í raun af einum mann, reyndar ágætum manni og góðum leikara, virðist vera að vinna stórsigur. Þetta væri svo sem ekkert undarlegt í ljósi atburða undanfarinna missera, ef ekki kæmi til sú staðreynd að maðurinn kom fram með sitt framboð sem grínframboð.

Í upphafi tóku allir þessu sem venjulegu gríni, enda maðurinn þekktur fyrir það. Hann sjálfur hafði gaman af að láta ljós sitt skína og gerði það sem hann gat til að ganga fram af fólki með ýmsum undarlegum yfirlýsingum.

Nú er farið að líða að kosningum, fylgi leikarans er orðið með ólíkindum. Ekki hefur hann þó komið fram með neina raunhæfa stefnu, enginn veit hvernig hann ætlar að stjórna borginni. Sennilega veit hann það ekki sjálfur, enda var hann bara að grínast.

Ef fram fer sem horfir er hætt við að einhverjir óprúttnir aðilar sjái sér leik á borði og yfirtaki flokkinn eftir kosningar. Þetta er þekkt við svona aðstæður.

Þá vakna kjósendur upp við þá staðreynd að það sem þeir héldu að þeir væru að kjósa, er eitthvað allt annað. Það er allavega ljóst að þó leikarinn Jón Gnarr sé fjölhæfur tekst honum ekki að manna átta stóla í borgarstjórn einn og sér. Það er einnig ljóst að grínið fær að víkja jafn skjótt og kosningum er lokið.

Hvað tekur þá við ?

Það er gott að vera ekki Reykvíkingur.


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Eins og málum er háttað þá kemur okkur landsbyggðarfólki ekkert við hver fer með stjórn í Reykjavík.  Það eru Reykvíkingar, bæði vitrir og vitlausir sem því stjórna. 

Það er svo spurning hvort ójarðtengdum  borgarbúum sem borða ekki dýr, heldur kjöt úr búðinni, er treystandi til að velja í stjórn höfuðborgar okkar Íslendinga allra. 

Sveitarfélög eru eins og hvert annað fyrirtæki sem þarf að stjórna af festu og skinsemi.  En skinsemi og festa sýnist ekki vera mjög hátt skrifuð í dag. 

Á löngum tíma þá hafði ég það fyrir reglu að slökkva eða skipta um rás ef þessi að því er nú virðist vera  fyndnasti maður íslandsögunnar birtist á skjánum.  Þar kom að hann fór að auglýsa fyrir lottóið og ég hætti að kaupa lottó.  Hef reyndar ekki komist uppá lag með það en þá.  Svo kom næturvaktin og ég hafði enga trú, en kíkti og komst að raun um að þarna var ágæt efni. 

Þarna voru frábærir leikarar og efnistök góð allt þar til botnin datt úr.  En það sem best var, er að Jón Gnarr þurft ekki að leika, því gat hann verið jafn leiðinlegur og hann hefur alltaf verið, að minstakosti í mínu sjíónvarpi.  

 


 

Hrólfur Þ Hraundal, 22.5.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband