Angela og David

531532David Cameron ætlar ekki að verða Angelu Merkel jafn leiðitamur og forveri hans. Hann bendir henni á að Bretland sé eitt af 27 aðildarríkjum ESB og hefði því neitunarrétt samkvæmt því. Hann segir einnig að Bretar muni ekki samþykkja neitt sem gæti leitt þá nær evrusamstarfinu en orðið er. Sem formaður hægriflokks á hann einnig erfitt með að samþykkja auknar reglugerðir um starfsemi vogunarþjóða.

Ég ætla ekki að leggja mat á David Cameron, hann á eftir að sanna sig. Hitt er annað að sú yfirlýsing hans að Bretland hefði neytunarvald ber merki þess að hann ætlar ekki að láta ESB segja sér fyrir verkum. Hvort andstaða hans gegn auknum takmörkunum á starfsemi vogunnarsjóða sé af hinu góða, veit ég ekki. Hitt er annað mál að  það er vitað að Bandaríkjamenn eru gegn slíkum takmörkum, ef þessi afstaða Camerons er til að halda friði í hinum vestræna heimi, er hún rétt. Við megum ekki við því núna að bæta deilum milli þjóða ofan á það sem fyrir er.

Það var annars myndin sem vakti áhuga minn. Hverju skyldi Angela vera að seilast eftir?


mbl.is Cameron kaldur fyrir evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En afsakaðu. Við erum ekki með pundið. Okkar gjaldmiðill er 300 sinnum minni en þeirra. Raunar minnsti í heimi. Við erum ekki í sömu stöðu og þeir.  Ég væri fullkomlega ánægður ef við værum með pundið. En svo er ekki og evran er eina sem er í boði.

Egill A. (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég skil ekki alveg hvað þú ert að fara Egill. Það er hvorki minnst á pund né krónu í þessari frétt og því síður í bloggi mínu.

Ekki nema þú haldir að Angela sé að seilast eftir pundi hjá David.

Gunnar Heiðarsson, 21.5.2010 kl. 23:12

3 Smámynd: Vendetta

Egill var að svara færslu annars bloggara um sömu frétt.

Vendetta, 22.5.2010 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband