Enn og aftur á að reyna að ljúga að fólki!

Það er ákaflega erfitt að trúa því að ekki hafi verið samið um laun við Má áður en hann var ráðinn. Hvort honum hafi verið lofuð einhver ofurlaun vitum við ekki, en það er greinilegt að einhver er ekki að segja satt. Líklegt þykir mér að honum hafi verið lofað svipuðum launum og forveri hanns.

Það sannast enn hvert álit Steingrímur og Jóhanna hafa á þegnum þessa lands. Þau telja sig geta logið að fólki aftur og aftur og ætlast til að þeim sé trúað. Það hefði verið fróðlegt að sjá viðbrögð þeirra ef þau væru í stjórnarandstöðu nú. Það er ansi hætt við að einhver stóryrði hlytu af vörum Steingríms ef einhver annar flokkur en hanns væri við völd og ætlaði að framkvæma slíkan gjörning.

Þau ganga fram fyrir skjöldu og sýna það í verki að ekkert hefur breyst eftir hrunið. Þeirra vinna er algerlega eftir því sem mest er gagnrýnt í hreinsunarskýrslunni.

Það er komið nóg af lygum og svikum þeirra Steingríms og Jóhönnu. Burt með þau af þingi og það strax!


mbl.is Hækkun kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erfitt er að kenna gömlu hundi að sitja og spillingaskrokki að segja satt.

Það eina sem breyst hefur að nú er ekkert verið að flíta sér við neitt nema að maka krókinn og þenja ríkið út á kostnað frjálsræðisins.

Það að moka út úr ellideildum stjórnmálahreyfinganna og láta þá reyna að taka aftur upp árið 1976 kann ekki góðri lukku að stýra.

Endaluast fresta þau að taka á nokkrum hlut af því einu að þau gera sér grein fyrir að fall stjórnar fylgir hverrri gjörð, þó mest af því að í heilt ár hafa þau keyrt undir einkunnarorðunum "if you don´t do anything you won´t do anything wrong"...

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Nöldur.

Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband