Fáviska

Vissulega er slæmt þegar fólk lendir í fjárhagsvandræðum, sama hver á í hlut.

Samúð mín ristir þó ansi grunnt með því fólki sem í þessum sporum standa, keyptu stofnfjárbréf í sparisjóðunum og fengu til þess kúlulán.

Það er alveg ljóst að það var enginn að kaupa sér stofnfjárbréf til að bjarga sparisjóðunum, enda áttu þeir að vera öruggir. Fólk var að gera þetta í gróðavon, eingöngu í gróðavon.

Sá sem tekur áhættu til að græða peninga verður að vera tilbúinn að tapa líka. Ef hann ekki hefur getu til að tapa því sem hann leggur fram á hann að sleppa því.

Það verður að segjast eins og er, þeir sem tóku þátt í þessu rugli eru engu betri en útrásarguttarnir, þó skaði þeirra sé vissulega á mun minni skala fyrir þjóðina.

Ég vorkenni þessu fólki, ekki vegna fjárhagstjónsins, heldur vegna fávisku þess.


mbl.is Sögðu að lán til stofnfjárkaupa væru áhættulaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem ekki þekkja til eða kunna til fullnustu læra af sér fróðari mönnum. Í þessu tilviki þóttu jakkafataklæddu mennirnir vera fróðari en fólkið sem kvatt var til að auka stofnfé sitt og fólk taldi sig nú geta lært eitthvað af þessum fróðu mönnum. Það versta er að geta ekki dregið þessa fróðu menn til ábyrgðar fyrir ráðgjöfina, en þeir voru bæði með belti og axlabönd varðandi það.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:24

2 identicon

Sammála, bendi einnig á að nöldur á alveg rétt á sér. Þessi aths. er t.d. að mínu mati ca 4 nöld á nöldskala 0-10, en skilgreining mín á einingunni 1 nöld, er það magn nöldurs sem hækkar pirringarstig þess sem nöldrað er gegn um 1 pirr, en 1 pirr er sem kunnugt er það magn pirrings sem sá sem veit (eða á að vita) upp á sig skömmina þarf að sýna til að hann gefi frá sér 1 fúk (1 fúk er setning sem inniheldur lágmarksmagn fúkyrða í garð nöldrarans, til að teljast raunverulegur fúkyrðaflaumur). Gagnsemi nöldurs sem gagnrýnistækis er nokkurnveginn í hlutfallinu 1 nöld = 1 gagn (sem er það gagn sen ákveðið magn gagnrýni gerir), semsagt nöldrarar allra landa sameinist !!

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 08:27

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður að taka undir þetta með þér Gunnar, það dugar ekki að segjast ekki hafa haft vit á viðskiptunum og eingöngu gert þetta vegna þess að "jakkafataklæddir menn úr Reykjavík" lofuðu gulli og grænum skógum.  Ef fólk hefur ekki þekkingu á viðskiptum, á það auðvitað ekki að taka þátt í þeim.

Aumasta yfirklórið er, að fólkið hafi ekki fengið arðinn í sínar hendur, heldur hafi hann gengið upp í greiðslu á láninu.  Héldu menn virkilega að þeir fengju arðinn, en þyrftu aldrei að greiða lánin sem þeir tóku?

Þetta eru ekki skýringar, sem hægt er að taka alvarlega.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband