Til hamingju með daginn Villi

Vilhjálmur Birgisson er sennilega eini verkalýðsforinginn í dag sem getur staðið fyrir framan sína umbjóðendur án þess að skammast sín.

Það er hætt við að súrt bragð hafi komið upp í munn annarra foringja við ræðuhöldin í dag, verkalýðsdaginn. Forusta stéttafélaganna ætti að skammast sín.

Meðan góðærið stóð sem hæst var enginn vilji til að hækka lægstu launataxtanna. Það hvarlaði oft að manni að forustan væri á launum hjá atvinnurekendum, þvílík var frammistaða hennar. Þegar Vilhjálmur lagði til að lægstu launataxtarnir, sem reyndar fáir voru á á þeim tíma, yrðu hækkaðir til samræmis við greidd laun, var hann úthrópaður af forustu stéttarfélaganna.

Svo kom hrunið, þá kom í ljós það sem Vilhjálmur hafði bent á, allar aukagreiðslur og yfirborganir voru samstunds teknar af fólki og það sat eftir með strípaða taxta, sem ekki voru í neinu samræmi við þau kjör sem fólk hafði búið við.

Gerður var svokallaður stöðugleikasáttmáli fljótlega eftir hrun, enn mómælti Vilhjálmur og benti á að til væru fyrirtæki sem vel gætu borgað umsamdar hækkanir. Því væri ekki rétt að gera flatann niðurskurð á launum, heldur láta þau fyrirtæki sem gætu borgað gera það. Enn úthrópaði forusta stéttarfélaganna hann. Vilhjálmur lét þó ekki setja sig út af laginu og fékk þau fyrirtæki sem það gátu og voru á hanns svæði, til að standa við samninginn, þvert á ákvarðanir ASÍ og fylgifiska þeirra.

Enn vann Vilhjálmur sigur þegar honum tókst að fá leiðrétt laun starfsmanna Norðuráls til samræmis við laun starfsmanna hjá öðrum stóriðjufyrirtækjum. Forveri hanns í starfi formanns Verkalýðsfélags Akraness gerði það kraftaverk á sínum tíma að ná að gera samning við Norðurál sem var verulega mikið lélegri en sambærileg fyrirtæki á Íslandi voru þá að borga, auk þess sem verkfallsrétturinn var tekinn út úr þeim samningi. Fyrir fáeinum dögum tókst Vilhjálmi að fá þetta leiðrétt, væntanlega í andstöðu við forust ASÍ.

Það þarf fleiri foringja eins og Vilhjálm, menn sem setja hagsmuni félagsmanna ofar öllu, menn sem neita að taka þátt í pólitík, menn sem láta ekki aðra segja sér fyrir verkum.

Lægst launaða fólkð í landinu væri betur sett ef forusta stéttarfélaga og þá ekki síst forsvarsmenn ASÍ hefðu hlustað á Vilhjálm í stað þess að vera að vasat í pólitík.

Ekki má gleyma að nefna þær hugmyndir sem Viljálmur hefur sett fram um stjórnun lífeyrissjóða, þær hugmyndir setti hann fram löngu áður en almenn umræða um þau mál byrjaði.

Til hamingju með daginn Villi, til hamingju með daginn verkafólk.


mbl.is Hækkun lágmarkslauna í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Góðir einstaklingar í valdastöðum eru vandfundnir.

Nokkrar ástæður eru fyrir því.

Fólk sækist í vissar stöður til að gera hluti sem þeir, eða vinir og vandamenn hagnast á.

Fólk sækist í stöður til að koma hugsjónum sínum á framfæri, en vald spillir, og algjört vald spillir algjörlega.

Siðvant fólk sem er fer eftir reglum samfélagsins á erfitt með að  keppa um valdastöður við fólk sem svífst einskis til að komast til valda.

Ríkt fólk á auðveldara með að koma sér á framfæri, ríkt fólk telur sig oftar en ekki fyrir utan lögin.

Tómas Waagfjörð, 1.5.2010 kl. 23:43

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aðalsteinn Baldursson á Húsavík hefur líka staðið sig ágætlega. Restin kemur manni fyrir sjónir sem tilþrifalitlir menn, sem sitji í hægum, en harla vel launuðum umboðsstörfum, oft margföldum í launum á við þeirra almennu félagsmenn. Illt er til þess að vita, ef forystumenn verkalýðsins lifa meira lífi hinna ríku 'viðsemjenda' sinna, það gerðu ekki menn eins og Sigurður Guðnason, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson í Dagsbrún, og svo mætti lengi telja. Harla ljótt er til þess að vita, að lífeyrissjóðir verkafólks hafa verið misnotaðir af síngjörnum ofurlaunamönnum eins og þessum Eyjólfssyni í Lífeyrissjóði Verslunarmanna sem tók til sín um 2,4 milljónir í mánaðarlaun.

Við svo búið þurfa félagsmenn í slíkum félögum að MÆTA á aðalfundi þeirra og gera byltingu með því að víkja öllum slíkum mönnum úr sessi.

Jón Valur Jensson, 2.5.2010 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband