Færsluflokkur: Umhverfismál
Illa lyktandi Skagamenn
30.1.2016 | 14:15
Nú vill bæjarstjórn Akraness meta óþef. Hvernig það er gert og hvert viðmiðið skal vera er aftur illskiljanlegra.
Enginn efast lengur um að ólyktin sem kemur af hausaverkun hér í bæ er stæk á stundum. Þeir sem hafa hnusað af þessari fýlu vita einnig að hún á ekkert skylt við svokallaða peningalykt, sem var vel þekkt í mörgum sjávarplássum, fyrr á árum. Sú lykt bar merki þess að fólk fengi vel launaða vinnu og því ásættanleg, auk þess að vera ferskari en helvítis ýlduflan af hausaverkuninni.
En nú ætla sem sagt bæjaryfirvöld að meta ýldufýluna. Sjálfsagt mun bæjarstjórn mæta á neðri skagann, þegar rétt vindátt er og mæla þann tíma sem hún hellst við í fýlunni og meta síðan út frá því hvort hún sé ásættanleg. En til að slíkt mat geti farið fram þarf auðvitað að stækka þessa verkun verulega og setja við hana búnað sem fyrirtækið lofar að virki.
Hvað svo, hvað ef bæjarstjórn nær nú ekki að standa þessa fýlu af sér? Hvað ef ýldufýlan er enn mikil, jafnvel meiri? Hvað þá?
Varla er hægt að ætlast til að HB Grandi hætti bara verkuninni. Fyrirtækið nýbúið að stækka hjá sér verkunina og kaupa einhvern búnað sem enginn veit hvort virkar. Allt til að bæjarstjórn geti metið þessa andskotans fýlu. HB Grandi hlýtur að vilja fá einhvern arð út úr þessu ævintýri bæjarstjórnar.
Það er nokkuð ljóst að hvort sem bæjarstjórnarmönnum tekst að standa í ýldufýlunni klukkutíma eða bara eina mínútu, þá er búið að fjárfesta það mikið í þessari hausaverkun að hún mun starfa að fullu, með eða án ýldufýlunnar.
Og Skagamenn munu þekkkjast af ólýkt.
Meta óþefinn á Skaganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)