Færsluflokkur: Umhverfismál

Hinn falski nagladekkjasöngur

Enn á ný kyrja stjórnendur Reykjavíkurborgar sama sönginn og enn er hann jafn falskur. Það er ekki bara ógjörningur að banna nagladekk innan borgarmarkanna, heldur halda rök þeirra sem það vilja alls ekki.

Fyrir það fyrsta eiga nagladekk undir fólksbílum og venjulegum jeppum lítinn þátt í eyðingu malbiks á götum borgarinnar. Þeir orsakavaldar eru fyrst og fremst lélegt hráefni sem notað er í malbikið, gengdarlaus saltaustur á það og svo auðvitað veðurfarið hér á land, þar sem umhleypingar yfir vetrartímann eru tíðir.

Svifmengun er vissulega mikil af götum borgarinnar, á stundum, en orsök hennar er ekki eyðingin sem á sér stað á malbikinu, heldur þeirri einföldu staðreynd að borgin tímir ekki að sópa göturnar. Sóðaskapurinn í Reykjavík er að verða heimsþekktur!

Og hvernig hafa svo þessir sjálfhverfu menn, sem allt þykjast vita og hafa með stjórn borgarinnar að gera, að fara að því að framkvæma bann við nagladekkjum innan borgarmarkanna? Ætla þeir að setja upp varðhlið við alla innganga að borginni og banna þeim sem eru með slíkan nauðsynlegan öryggisbúnað undir bílum sínum inngöngu í höfuðborg landsins?!

Það slær ekkert undan í fávitaskap þessarar manna sem stjórna höfuðborg Íslands. Jafn skjótt og rykið sest af einni fáviskunni dúkkar sú næsta upp. Enginn endir virðist vera á þessum fíflalátum!!


mbl.is Sífellt fleiri nota nagladekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef aldrei skilið þessa pólitík

Hin síðari ár hefur mikið verið rætt um "endurheimt votlendis" sem töfralausn gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Þó liggja litlar sem engar rannsóknir sem staðfesta þennan þátt. Þær rannsóknir sem til eru, vísa til mjög takmarkaðs sviðs þessa máls, þ.e. að við þurrkun á blautu landi byrji jarðvegur að rotna með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Ekkert er spáð í hvað kemur í staðinn, svo sem minni losun á metangasi, sem er mjög mikil í blautum mýrum. Það er ekkert rannsakað hvað gróðurbreytingar gera til bindingar á gróðurhúsaloftegundum, en á þurru landi er gróður margfalt ríkari en á blautu landi.

Þá hefur ekkert verið rannsakað hvað þessi rotnun jarðvegs tekur langan tíma og hvenær jarðvegur hættir að losa gróðurhústegundir í andrúmsloftið. Framræsla hér á landi hófst ekki að ráði fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar og var að mestu lokið undir lok þess áttunda. Eftir það hefur framræsla verið mjög lítil. Einungis verið framræst land til ræktunnar, með mjög markvissum og ábyrgum hætti. Það er því liðnir þrír og hálfur áratugur frá því framræslu lauk að mestu, hér á landi.

Því gæti allt eins farið svo að með svokallaðri "endurheimt votlendis" muni gróðurhúsaloftegundir aukast verulega. Að jarðvegur hafi jafnað sig eftir að land var ræst fram og lítil eða engin mengun komi frá því núna og í staðinn verði landið bleytt upp með tilheyrandi myndun metangass og minnkun grænblöðunga í umhverfinu.

Er ekki rétt að byrja á rannsóknum, mæla hver raunveruleg loftmengun er af þurrkuðu landi, hvort hún stöðvist á einhverjum árafjölda. Rannsaka hversu mikið mótvægi minnkun metangass er við þá mengun og að síðustu hvaða áhrif gróðurbreytingar hafa á þessa þætti.

Meiningin hlýtur að vera að stuðla að minni mengun, ekki meiri. Til að svo megi verða er lágmark að fólk viti hvað það er að tala um. Upphrópanir og sleggjudómar duga lítt til bjargar.


mbl.is Vantar vísindin við endurheimt mýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa lyktandi Skagamenn

Nú vill bæjarstjórn Akraness meta óþef. Hvernig það er gert og hvert viðmiðið skal vera er aftur illskiljanlegra.

Enginn efast lengur um að ólyktin sem kemur af hausaverkun hér í bæ er stæk á stundum. Þeir sem hafa hnusað af þessari fýlu vita einnig að hún á ekkert skylt við svokallaða peningalykt, sem var vel þekkt í mörgum sjávarplássum, fyrr á árum. Sú lykt bar merki þess að fólk fengi vel launaða vinnu og því ásættanleg, auk þess að vera ferskari en helvítis ýlduflan af hausaverkuninni.

En nú ætla sem sagt bæjaryfirvöld að meta ýldufýluna. Sjálfsagt mun bæjarstjórn mæta á neðri skagann, þegar rétt vindátt er og mæla þann tíma sem hún hellst við í fýlunni og meta síðan út frá því hvort hún sé ásættanleg. En til að slíkt mat geti farið fram þarf auðvitað að stækka þessa verkun verulega og setja við hana búnað sem fyrirtækið lofar að virki.

Hvað svo, hvað ef bæjarstjórn nær nú ekki að standa þessa fýlu af sér? Hvað ef ýldufýlan er enn mikil, jafnvel meiri? Hvað þá?

Varla er hægt að ætlast til að HB Grandi hætti bara verkuninni. Fyrirtækið nýbúið að stækka hjá sér verkunina og kaupa einhvern búnað sem enginn veit hvort virkar. Allt til að bæjarstjórn geti metið þessa andskotans fýlu. HB Grandi hlýtur að vilja fá einhvern arð út úr þessu ævintýri bæjarstjórnar.

Það er nokkuð ljóst að hvort sem bæjarstjórnarmönnum tekst að standa í ýldufýlunni klukkutíma eða bara eina mínútu, þá er búið að fjárfesta það mikið í þessari hausaverkun að hún mun starfa að fullu, með eða án ýldufýlunnar.

Og Skagamenn munu þekkkjast af ólýkt. 


mbl.is Meta óþefinn á Skaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband