Hef aldrei skilið þessa pólitík

Hin síðari ár hefur mikið verið rætt um "endurheimt votlendis" sem töfralausn gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Þó liggja litlar sem engar rannsóknir sem staðfesta þennan þátt. Þær rannsóknir sem til eru, vísa til mjög takmarkaðs sviðs þessa máls, þ.e. að við þurrkun á blautu landi byrji jarðvegur að rotna með tilheyrandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Ekkert er spáð í hvað kemur í staðinn, svo sem minni losun á metangasi, sem er mjög mikil í blautum mýrum. Það er ekkert rannsakað hvað gróðurbreytingar gera til bindingar á gróðurhúsaloftegundum, en á þurru landi er gróður margfalt ríkari en á blautu landi.

Þá hefur ekkert verið rannsakað hvað þessi rotnun jarðvegs tekur langan tíma og hvenær jarðvegur hættir að losa gróðurhústegundir í andrúmsloftið. Framræsla hér á landi hófst ekki að ráði fyrr en á sjötta áratug síðustu aldar og var að mestu lokið undir lok þess áttunda. Eftir það hefur framræsla verið mjög lítil. Einungis verið framræst land til ræktunnar, með mjög markvissum og ábyrgum hætti. Það er því liðnir þrír og hálfur áratugur frá því framræslu lauk að mestu, hér á landi.

Því gæti allt eins farið svo að með svokallaðri "endurheimt votlendis" muni gróðurhúsaloftegundir aukast verulega. Að jarðvegur hafi jafnað sig eftir að land var ræst fram og lítil eða engin mengun komi frá því núna og í staðinn verði landið bleytt upp með tilheyrandi myndun metangass og minnkun grænblöðunga í umhverfinu.

Er ekki rétt að byrja á rannsóknum, mæla hver raunveruleg loftmengun er af þurrkuðu landi, hvort hún stöðvist á einhverjum árafjölda. Rannsaka hversu mikið mótvægi minnkun metangass er við þá mengun og að síðustu hvaða áhrif gróðurbreytingar hafa á þessa þætti.

Meiningin hlýtur að vera að stuðla að minni mengun, ekki meiri. Til að svo megi verða er lágmark að fólk viti hvað það er að tala um. Upphrópanir og sleggjudómar duga lítt til bjargar.


mbl.is Vantar vísindin við endurheimt mýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góðar ábendingar hjá þér hér, þjóðþarfi Gunnar!

Hreinn koltvísýringur (koltvíoxíð, koltvíildi, CO2) er reyndar ekki meiri "mengun" andrúmsloftsins en svo, að það er frumskilyrði fyrir því að plöntulíf þrífist á jörðinni. Í mannslíkamanum er það hins vegar "úrgangsefni og því nauðsynlegt að það safnist ekki fyrir í líkamanum, hvorki í vefjum né blóði," eins og segir á Vísindavefnum, http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3307

Sbr. einnig þessa grein (að vísu ekki glænýja): 

"Carbon dioxide has zero effect on global warming", Piers Corbyn ...

Jón Valur Jensson, 26.11.2016 kl. 19:30

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sót er víst ekki mengun, eða NOX eða díoxín.

Bara CO2.

Fólk... maður endurtekur bara einhverja þvælu nógu oft, og fólk trúir henni.

Ásgrímur Hartmannsson, 26.11.2016 kl. 22:21

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Merkilegt viðtal sem þú linkar á Jón Valur. Kannski hefur mengun lítil sem engin áhrif á hlýnun jarðar, eins og Piers Corbyn heldur fram, a.m.k. eru rannsóknir um það litaðar pólitík.

Enginn efast um Global Warming, hún er staðreynd. Hvort það sé af mannavöldum eða af náttúrunnar hendi er aftur annað mál. Vitað er að jörðin hefur oft verið mun heitari en nú og lifað vel af. Náttúrulegar ástæður fyrir hlýnun jarðarinnar eru fjölmargar og það sem vísindamenn nefna kannski mest núna eru áhrif sólarinnar.

Ýmsar lofttegundir hafa hugsanlega áhrif á þar líka og þar er mannskepnunni kennt um. Þó er vitað að mengun af mannavöldum er einungis brot slíkrar mengunar í andrúmsloftinu og óvíst þó tækist að útiloka alla mannlega mengun að það myndi breyta nokkru. Sem dæmi þá losaði eldgosið í holuhrauni meira magn slíkrar mengunar á nokkrum vikum en sem nemur allri mengun frá bílaumferð í allri Evrópu í nokkur ár.

Pólitík og vísindi eiga ekki samleið, nema því aðeins að pólitíkusarnir hlusti á vísindamennina. Því miður virðist þessu hafa verið snúið við á síðustu áratugum, að vísindamenn þurfi að hlust á pólitíkusana. Þar kemur fyrst og fremst til hvor aðilinn ræður fjármagninu.

Gunnar Heiðarsson, 27.11.2016 kl. 09:02

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð svör hér hjá þér að vanda, ekki komið þar að tómum kofunum.

Jón Valur Jensson, 28.11.2016 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband