Færsluflokkur: Samgöngur
Örlítill grenjndi minnihluti
15.12.2020 | 17:35
Ég tilheyri þeim þúsundum landsmanna sem kallaðir hafa verið "örlítill grenjandi minnihluti".
Við landsmenn höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að fyrsti forseti Alþingis hefur lítið nýtt sér ræðustól stofnunarinnar, mestan part þess kjörtímabils er nú er senn að ljúka. Undantekningu gerði hann þó á þessari nýju en gleðilegu venju sinni, fyrir um viku síðan, er hann taldi sér nauðsynlegt að lítillækka hluta þjóðarinnar, með þeim orðum að um "örlítinn grenjandi minnihluta" væri að ræða. Sem forseti Alþingis og handhafi forsetavalds, voru þessi ummæli kuldaleg, hvort sem um stórann eða lítinn hluta þjóðarinnar væri að ræða. Þarna setti forseti Alþingis stórann og ljótan blett á þá stofnun sem honum er trúað til að stjórna.
Ekkert hafði forseti þó fyrir sér í þessari fullyrðingu annað en gamla skoðanakönnun er gerð var fyrir Landvernd. Gerð á þeim tíma er enginn vissi í raun um hvað málið fjallaði. Haldið var uppi þeirri fullyrðingu að um einhverskonar vernd landsins væri að ræða, án frekari útskýringa. Og auðvitað vilja allir Íslendingar að landið okkar sé verndað. Núverandi hugmyndir um hálendisþjóðgarð, er ná mun um einn þriðja landsins, á þó ekkert skylt við landvernd, enda ekki séð hvernig verndun hálendisins getur orðið betri undir einhverri fjárvana stofnun í Reykjavík. Í dag er hálendið vel varið. Engar framkvæmdir er hægt að gera þar nema með leyfi margra stofnana og sveitarfélaga. Utanvegaakstur er bannaður sem og öll náttúruspjöll. Þó vanmönnuð lögregla eigi erfitt með að framfylgja þessum bönnum, er þó ekki neitt í frumvarpi ráðherra sem gerir ráð fyrir bótum á því.
Sporin hræða.
Núverandi þjóðgarðar eru sveltir fé til sinna mála og sá stærsti þeirra, Vatnajökulsþjóðgarður er nær yfir um 14% landsins, er svo fjársveltur að uppsafnaðar skuldir hans nema hundruðum milljóna króna, þó verulega skorti á að uppbygging þar sé viðunandi og í sumum tilfellum í molum.
Miklar deilur hafa verið um aðgengi að sumum perlum þess þjóðgarðar og í nýju frumvarpi umhverfisráðherra er því svo fyrir komið að slíkar deilur muni aukast markfalt, ef stofnaður verður þjóðgarður um það sem eftir stendur af hálendinu. Allt vald til ákvarðanatöku um ferðir um hina og þessa vegi og slóða hins nýja þjóðgarðs verður sett til einhverra manna sem ekkert umboð hafa frá þjóðinni og þeir jafnvel geta fært það umboð til landvarða á hverjum stað. Fyrir séð er því algert öngþveiti á þessu sviði og jafnvel má búast við fjölda dómsmála gegn ríkin, vegna ákvarðana Péturs eða Páls í nafni hins nýja þjóðgarðar.
Aðkoma þjóðarinnar.
Forseti Alþingis hélt því fram að um örlítinn grenjandi minnihluta væri að ræða, sem væri á móti því að taka einn þriðja hluta landsins undan eðlilegri stjórnsýslu og fela fámennum hópi fólks vald til stjórnunar þess, fólki sem ekkert umboð hefði frá kjósendum og jafnvel Alþingi sjálft mun ekki geta ráðið yfir. Sama málflutning hafa aðrir aðstandendur frumvarpsins haft uppi, þó enginn hafi verið jafn orðljótur og forseti Alþingis, a.m.k. ekki í ræðustól Alþingis. Ef þeir þingmenn sem þannig tala trúa eigin orðum, því þá ekki að setja málið í dóm þjóðarinnar? Það ætti að reynast þeim auðvelt. Eða eru þessir þingmenn vitandi um það að í slíkri kosningu yrði málið sennilega fellt?
Hrossakaup?
Það kemur vissulega upp í huga manns hvort um einhver hrossakaup stjórnarflokkanna sé að ræða. VG fer nú hamförum í sínum pólitísku gælumálum og hendir þeim fram á færibandi, fyrir þing og þjóð. Hinir tveir stjórnarflokkarnir sitja hjá sem hýenur og bíða þess er að þeim kemur. Vissulega hafa sumir stjórnarþingmenn sett fram fyrirvara gegn stofnun hálendisþjóðgarðs og síðast nú í gær sem formaður Framsóknar ítrekaði sína fyrirvara. Enginn stjórnarþingmaður hefur þó sett sig gegn þessu frumvarpi, einungis um einhverja fyrirvara að ræða, sem vigta lítið í heildarmyndinni. Það er því spurning, hvað fá Framsókn og Sjálfstæðisflokkur fyrir að hleypa VG liðum lausum þessa dagana? Þessi spurning er stór en brennur sennilega á vörum margra. Stendur eitthvað stórt til? Er verið að kaupa af VG sölu ríkiseigna? Bankarnir? Keflavíkurflugvöllur? Eða jafnvel gullegg þjóðarinnar, Landsvirkjun?
Allir landsmenn vilja að landið okkar og náttúra þess fái sem mest vernd, að ekki sé anað út í einhverja framkvæmd sem gerir landið fátækara og verra. Í dag höfum við komið málum þannig fyrir að þessi markmið eru höfð í hávegum. Rammaáætlun tryggir hvar er virkjað og hvar ekki. Landgræðsla og landbætur eru í höndum bænda og Landgræðslu Ríkisins, auk aðkomu sveitarfélaga. Þetta hefur reynst vel og landið okkar orðið grænna fyrir vikið. Engar framkvæmdir, svo sem vegir eða annað, eru heimilar nema í samráði sveitarfélaga og stjórnvalda og allar stærri slíkar aðgerðir þurfa ð fara í umhverfismat. Málin eru því nokkuð góð hjá okkur í vernd landsins, þó vissulega megi bæti í á einstaka stað. Það er ekkert í hugmyndum um þennan nýja þjóðgarð sem gerir betur. Hins vegar má leiða líkum að því að sumt muni fara á verri veg, svo sem samstaða Landgræðslunnar og bænda, svo dæmi sé tekið.
Sóðaskapur borgaryfirvalda
18.11.2020 | 21:10
Átti brýnt erindi til höfuðborgarinnar í dag. Fer helst ekki á þær slóðir að þarflitlu. Það sem kom á óvart, eftir að hafa ekið um sveitirnar í björtu og góðu veðri, var hvað skyggni var slæmt í borginni.
Við nánari skoðum sá ég, mér til mikillar undrunar, að yfir götunum lá mikið ryk, svo mikið að þegar ég leit í spegilinn sá ég að undan mínum litla bíl stóð rykský, rétt eins og ég væri að aka á malarvegi.
Er það virkilega svo að ráðafólk borgarinnar veit ekki að götur borgarinnar eru malbikaðar? Það þarf auðvitað að sópa rykið af þeim, annars má allt eins spara malbikið og hafa bara malargötur.
Við búum á Íslandi, þar sem vikur eldgosa þvælist fram og til baka, í mörg ár eftir hvert gos. Þetta ryk sest á götur borgarinnar, sem annarsstaðar og eina lausnin er að þrífa það reglulega burtu.
Ekki er hægt að kenna nagladekkjum um núna, þar sem borgarstjóri hældi sér af því að borgin væri að kosta þrif gatna í upphafi nýliðin sumars og því fáir ef nokkrir ekið þessar götur á nagladekkjum síðan. En askan spyr víst lítið hvort það sé sumar eða vetur, hún nýtir allan vind sem býðst og sest þar sem skjól finnst.
Í viðhendri frétt er fólk hvatt til að leggja einkabílnum. Mun nær er að hvetja borgaryfirvöld um lágmarks hreinlæti. Sóðaskapur og slóðaskapur er engum til sóma!
![]() |
Fólk hvatt til að leggja einkabílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarlína og plast
30.6.2020 | 09:50
Enn hefur gengið erfiðlega að fá skilgreiningu á hvað svokölluð borgarlína er. Margar hugmyndir hafa komið fram en í raun með öllu óvitað að hverju er stefnt. Þó hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þetta sem enginn veit hvað er mun kosta mikla peninga, reyndar ekki enn á hreinu hversu mikla en þó aldrei undir 80 milljörðum íslenskra króna, sennilega þó mun meira.
Það er því snjallt hjá þingmönnum að afsala sér þessari óvissu allri og stofna bara opinbert einkahlutafélag um málið. Þeir þurfa þá ekkert að pæla meira í því. Enn betra er þó að þetta opinbera einkahlutafélag mun fá völd til skiplagningar umferðarsvæða og fjáröflunar þannig að þingstörf verða enn léttari. Þeir geta þá snúið sér að merkari málum, eins og að rífast um hvernig fatnað þeir klæðast, hvort klukkan sé rétt eða hver eigi að stjórna hverri nefnd, sem sumar hverja verða þá væntanlega einnig verkefnalausar.
Umboðslausi ráðherrann fagnar, bæði því að þurfa nú ekki lengur að pæla í svokallaðri borgarlínu og einnig hinu að nú skal bannað að selja áakveðnar tegundir af plasti. Þar er viðmiðið hvort viðkomandi plastvara finnst á stöndum meginlands Evrópu.
Í flestum tilfellum er plast nytsamlegt og sumum tilfellum getur annað efni illa komið í staðinn. Það er hins vegar umgengnin um plastið sem er vandamál, þ.e. eftir að upphaflegu notkun er lokið. Þar má vissulega taka til hendinni. Það er þó ekki sjáanlega plastið sem er verst, þó það sé slæmt. Örplastið, þetta ósýnilega, er mun verra. Það finnst víða og einhver mesti örplastframleiðandinn í dag eru vindmillur. Spaðarnir eyðast upp á undarlega skömmum tíma þó enginn sjái hvað verði um það plast. Ástæðan er augljós öllum sem vilja, það verður að ósýnilegu örplast.
En Mummi umboðslausi hefur ekki áhuga á því, hann horfir bara til stranda meginlands Evrópu og það sem á þær rekur skal banna.
![]() |
Borgarlínan verður að veruleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífsgæði
27.9.2019 | 11:54
Það nýjasta í öllu ruglinu sem yfir okkur dynur er að aukin skattheimta séu betri lífsgæði. Borgarstjóri er uppnuminn enda náð þeim merka áfanga að fífla stjórnvöld upp úr skónum og fengið þau til að fjármagna eitthvað fyrirbæri sem hann sjálfur veit ekki hvað er, hvað þá stjórnvöld. Stundum er það fyrirbæri kallað borgarlína.
En hvað er þessi borgarlína? Þegar stórt er spurt er oftast lítið um svör. Þó reyna flestir að klóra sig fram úr einhverju svari, en það á þó ekki við þegar spurt er um borgarlínu. Þar virðist enginn vita um hvað er rætt og fátæklegar útskýringar rekast allar hverjar á aðrar. En kannski þarf ekki að vita neitt um borgarlínu, þegar í boði eru á annað hundrað milljarðar má gera ýmislegt og það má sjálfsagt fá viðurnefnið borgarlína, jafnvel þó lítið sem ekkert breytist. Annað en aukin skattheimta.
Stjórnvöld hafa nú, án samráðs við alþingi, ákveðið að taka þátt í verkefni sem enginn veit hvað er né hvað kostar. Innritunargjaldið eru litlar 120.000.000.000 kr. eða eitthundrað og tuttugu milljarðar og skiptist þannig: Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu borga 12,5%, ríkissjóður 37,5% og þau 50% sem eftir standa skulu innheimt með vegsköttum. Alls skal því aukin skattheimta vera um 60 milljarðar króna, aðeins!
Samgönguráðherra virðist vera mikill spámaður, spáir því að þetta fyrirbæri sem enginn veit hvað er né hvað muni kost, muni stytta ferðatíma fólk um höfuðborgarsvæðið um 30-60 mínútur. Það segir mér að síðast þegar ég neyddist til að heimsækja höfuðborgina hefði ég verið að renna að húsinu mínu um svipað leiti og ég lagði af stað frá því. Ekki amalegt það.
Það dylst engum að miklar tafir eru í Reykjavík á álagstímum. Þess á milli gengur umferðin nokkuð ljúft, alla vega í samanburði við umferð innan borga erlendis. Það er líka staðreynd að umferðaslys eru mis algeng innan borgarinnar og til staðir sem eru hættulegri en aðrir. ´Það má vissulega ýmislegt laga í gatnakerfi borgarinnar og hið besta mál ef stefnubreyting verður á því sviði, að hætt verði að gera umferð erfiðari og tekin sú stefna að gera hana greiðfærari og hættuminni.
Áður en ákveðið er hversu miklu fé skal ráðstafað og áður en ákvörðun er tekin um stórkostlega skattheimtu, á auðvitað að kortleggja vandann, finna út hvar hann er stærstur og leita lausna til bóta. Vel getur verið að til þurfi 120 milljarða króna, en mun líklegra er að mun minna fjármagn dugi.
Varðandi svokallaða borgarlínu er ljóst að útilokað er að neyða fólk til að nýta sér almenningssamgöngur. Í um einn áratug hefur verið dælt fé úr ríkissjóð á hverju ári til þessa málaflokks, gagngert til að auka notkun fólks á strætó. Árangurinn af því verkefni hefur ekki skilað sér og engin ástæða til að ætla að svo muni verða þó það fjármagn hundraðfaldist. Fólk velur sér sjálft sinn ferðamáta og líklega geta margir tekið undir orð forsetans sem hann lét falla í fjölmiðlun á bíllausadeginum fyrir nokkrum dögum.
En samt munu einhverjir sjá mig á bíl í dag ef að líkum lætur; að komast með fjölskylduna með strætó á þá viðburði sem fyrir liggja um borg og bí væri miklum erfiðleikum bundið
Nokkuð hefur verið gert af sérbrautum fyrir strætó í höfuðborginni, til að greiða fyrir ferðum þeirra. Sjálfsagt má auka það eitthvað og vel má kalla slíkt borgarlínu, kjósi menn það. Það þarf ekki að sóa tugum milljarða í það verkefni. Vandi strætó er hins vegfar minnstur vegna tafa í umferð, vandinn liggur að stærstum hluta í því að þeir eru meira og minna tómir. Þar má vissulega bæta með því einu að nota minni og fleiri bíla. Þannig má fá örari ferðir sem gæti leitt til aukinnar notkunar. Það má líka nota orðið borgarlína um slíka aðgerð. Líklegt er að þeir 15 milljarðar sem borgin leggur fram sem stofnfé í klúbbinn mun duga vel fyrir þessum aðgerðum og öðrum þeim er þarf að bæta í gatnakerfi því er hún ræður yfir, enda þegar fengið greitt fyrir þær götur gegnum gatnagerðagjald. Ríkissjóður mun svo fjármagna bætur á þeim hluta er snýr að honum. Þar mun að öllum líkindum vel duga 15-20 milljarðar, eftir því hversu vel menn vilja gera og hugsa til framtíðar.
En þetta þykir ekki fínt. Samgönguráðherra vill Sundabraut, vegstokka og ýmislegt fleira sem erfitt er að telja upp. Þá blandar hann inn í umræðuna ýmsum vegabótum út á landi, bótum sem ýmist eru flottræfilsháttur eða nauðsyn. Þær vegabætur sem nauðsynlegt er að gera eru bíleigendur búnir að greiða margfalt fyrir. Hinar, sem kalla má flottræfilshátt, eru m.a. Sundabraut, breikkun Hvalfjarðargangna og breikkun vegarins um Kjalarnes.
Sundabraut er óþörf. Lausnin þar er að taka af öll hringtorg á vesturlandsvegi og setja mislæg gatnamót þar sem ekki dugir að hafa venjuleg. Þannig verður umferðin hnökralaus og greið um þann veg. Hvalfjarðargöng þjóna vel sínum tilgangi og munu gera um mörg ár enn. Ég ek nokkuð oft þar í gegn og þekki vel til. Umferðahraðinn er tekinn niður í 70 og ekki oft sem sá hraði er ekki á umferðinni, hellst að lítilsháttar tafir verða af fulllestuðum vörubílum upp að sunnanverði. Aðrar tafir, sem svo algengar voru, hurfu með öllu þegar hætt var að rukka gangnaskattinn. Allar tafir um göngin, sem menn geyma í huga sér og fjölmiðlar fjölluðu mikið um, sköpuðust af töfum vegna innheimtunnar.
Vissulega getur verið þreytandi að aka Kjalarnesið. Þar er vandinn fyrst og fremst vegna þeirra sem ekki aka á umferðahraða, þeirra sem aka of hægt. Það ætti auðvitað að vera viðurlög við hægakstri eins og hraðakstri. Flest slys sem verða á þessum vegi er vegna framúraksturs, vegna þess að einhver heldur ekki uppi eðlilegum hraða. Þessi vandi er reyndar ekki bundin við Kjalarnesið, heldur er þetta um allt land. Þeir sem ekki treysta sér til að aka þjóðvegi landsins á eðlilegum hraða, ættu kannski að sleppa því. Vissulega væri gott að fá fleiri akreinar um Kjalarnesið, en hugmyndir Vegagerðarinnar eru hins vegar algjörlega út úr kortinu. Þar á að leggja svokallaðan 2+1 veg og að auki á að planta niður fjölda hringtorga á hann. Þetta mun leiða til fleiri slysa, meiri mengunar og aukins ferðatíma. En þetta kemur auðvitað ekki við því sem stjórnvöld létu borgarstjórann fífla sig til, þó samgönguráðherra vilji tengja það saman.
En það er ekki bara borgarlína sem hefur á sér ýmsar óskýrar myndir. Það á einnig við um þann 60 milljarða skatt sem leggja skal á bíleigendur.
Sem fyrr segir vill samgönguráðherra spyrða þessa skattlagningu í Reykjavík við allar vegabætur í landinu, þó vitað sé að út um land munu einhverjir tugir milljarða verða innheimtir gegnum samskonar skatt og leggja skal á í Reykjavík.
Fjármálaráðherra talar á annan veg. Þar er ekki rætt um vegabætur, heldur að leggja þurfi slíka skatt á vegna rafbílavæðingarinnar. Að ríkissjóður verði af tekjum vegna þess að ekki sé greidd innflutningsgjöld og vaskur af rafbílum og þeir fari ekki á dælustöðvar að kaupa eldsneyti. Það er val stjórnvalda að sleppa innheimtu innflutningsgjalda og vask af rafbílum og á ekki að hegna þeim sem af einhverjum ástæðum, peningalega eða öðrum, ekki geta eignast slíka bíla. Hitt er sjálfsagt að rafbílar greiði skatta til að viðhalda vegakerfinu, t.d. fyrir hvern ekinn kílómeter, enda rafbílar þyngri en sambærilegir bílar með sprengimótor. Fyrir þá sem eru skammsýnir eða heftir á einhvern hátt, má benda á þá aðferð sem notuð var á díselbíla áður fyrr, þ.e. mælar setti í þá. Hinir framsýnni vita að í öllum rafbílum er tölva sem auðveldlega mætti nýta til að fá þessar upplýsingar og það kerfi þarf ekki að kosta mikið.
Sennilega er þó skoðun fyrrverandi formanns samgöngunefndar og aðal höfundar þessa nýja skatts, þegar hann sagði í fjölmiðlum að þrátt fyrir skattinn ætti enginn að þurfa að koma heim krónu fátækari. Nokkuð merkilegt að hægt sé að innheimta skatt upp á 60 milljarða án þess að þeir sem hann eiga að borga muni verða þess varir!
Eitt hefur alveg gleymst í þessari umræðu allri, þó FÍB hafi af litlum mætti reynt að koma því til skila í fjölmiðlum, en það er kostnaðurinn við innheimtuna. Hvað þarf að rukka mikið til að 60 milljarðar verði til? 100 milljarða? Það veit enginn. Hitt er vitað að í þrem borgum nærri okkur var þessi kostnaður af þeirri stærðargráðu að 100 milljarðar duga vart, svo eftir standi 60 milljarðar. Og hvað þurfa landsmenn að vinna sér inn miklar tekjur svo þeir geti reitt af hendi þennan skatt?
En hvað um það, við verðum víst bara að fagna þessum skatti, því eins og Dagur segir, hann mun auka lífsgæði okkar!!
![]() |
Þetta snýst að mörgu leyti um lífsgæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skattabrjálæði Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokks
15.9.2019 | 20:27
Fyrir síðustu kosningar gekk Framsóknarflokkur skertur til kosninga. Stofnaður hafði verið nýr flokkur, Miðflokkurinn og tók hann verulegt fylgi af Framsókn, sumir tala um meira en helming.
Því var þörf róttækra aðgerða, eitthvað sem kæmi fólki til að kjósa Framsókn. Eitt af þeim málum sem nokkuð höfðu verið í umræðunni misserin á undan og kjósendur flestir á móti, voru hugmyndir þáverandi samgönguráðherra, sem af öllum flokkum var í Sjálfstæðisflokk, um verulegar skattaálögur á bíleigendur, í formi vegskatta, sem ætlað var að myndi færa ríkissjóð allt að 20 milljarða króna.
Þetta var auðvitað kjörið málefni fyrir kosningabaráttu, það vill jú enginn borga meiri skatta. Því hljóp Framsókn á vagninn og hafnaði með öllu öllum vegsköttum, að slík skattlagning yrði aldrei sett á, bara ef kjósendur kysu flokkinn. Aldrei kom formaður Framsóknar í viðtöl án þess að koma þessu máli að og bætti gjarnan við "við getum öll verið sammála um það". Víst er að margur lét glepjast og setti sinn kross við xB í kjörklefanum.
Svo var mynduð ný ríkisstjórn og jafnvel þó Framsókn hefði fengið minna fylgi en nokkur tíman áður í allri sinni eitt hundraða ára sögu, var formaður þess flokks gerður að samgönguráðherra. Flestum létti, hvort sem þeir höfðu látið glepjast til að kjósa Framsókn eða ekki. Yfirlýsingar formannsins fyrir kosningar voru jú án nokkurs vafa og því ljóst að Sjálfstæðisflokkur yrði að bakka með allar sínar hugmyndir um frekari skattaálögur á bíleigendur.
En Adam var ekki lengi í Paradís. Innan mánaðar frá því að formaður Framsóknar gerðist ráðherra samgöngumála, hafði hann snúist 180 gráður og var nú farinn að tala um vegskatta. Hvernig vegskatta gat hann ekki sagt, vissi sennilega lítið um hvað hann var að tala, en vegskattar skyldu koma og helst sem mestir. Hvað er svona framkoma sem formaður Framsóknar sýndi þarna annað en popppúlismi, þegar pikkað er upp eitthvað málefni fyrir kosningar, til þess að afla fylgi kjósenda, en gera síðan alveg þveröfugt eftir kosningar?
Á þessum tíma er formaður framsóknar var að véla um veggjöld var formaður samgöngunefndar alþingis einn af þingmönnum Miðflokksins og tókst honum að halda málinu niðri. Eftir að hann hafði verið hrakinn frá formennskunni tók fyrrverandi samgönguráðherra við, hinn skattaglaði þingmaður Sjálfstæðisflokks. Nú var ekkert til fyrirstöðu og unnið hratt að málinu. Heimild var veitt gegnum ný lög frá alþingi og ráðherra þannig komin með nánast frítt spil. Gengið var til viðræðna við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og samkomulag gert. Í því samkomulagi var m.a. gert ráð fyrir vegsköttun á bíleigendur, en nú var ekki rætt um tuttugu milljarða, upphæðin var komin upp í 55 milljarða! Í sama pott ætlar ríkið síðan að leggja 50 milljarða og sveitarfélögin skitna 15 milljarða, sem þau væntanlega ná að stórum hluta af bíleigendum gegnum skatt sem kallast tafagjald! Eitthvað óskilgreind skattlagning sem í raun sveitarfélögin geta stjórnað sjálf, með því að taka öll upp aðferðir Reykjavíkurborgar og tefja umferð sem mest!!
En nú kom babb í bátinn. Sjálfstæðisflokkur, sá sem upphafið átti að þessari ógnarskattlagningu, hljóp úr skaftinu. Vildi ekki vera með! Eftir sat formaður Framsóknar með svartapétur einann á hendi. Það var sorglegt og nánast að maður vorkenndi honum þegar hann kom í viðtal á ruv, eftir að ljóst var hvernig komið væri.
En hví skyldi Sjálfstæðisflokkur nú allt í einu afneita króganum sem hann gat? Jú af sömu ástæðu og formaður Framsóknar spilaði á kjósendur, fyrir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkur er vart svipur hjá sjón lengur, fylgi hans hrunið og deilur innan flokks megnar. Flokknum er því nauðsyn að finna eitthvað málefni sem hugsanlega getur híft upp fylgið, róað kjósendur. Og hvað er betra en að setja sig gegn skattlagningu upp á a.m.k. 55 milljarða króna. Peningar eru jú alfa og ómega þeirra sem flokknum stjórna og peninga skilja þau. Því skal nú, a.m.k. svona útá við, ekki samþykkja slíka skattlagningu. Síðar má svo kannski samþykkja, sér í lagi ef skatturinn yrði lækkaður um einhverja sýndarmennsku. Sami popppúlisminn og formaður Framsóknar ástundaði.
Það liggur því fyrir að nú skal leggja á sérstakan skatt á bíleigendur, upp á 55 milljarða króna. Tilviðbótar fá sveitarfélög heimild til að skattleggja tafir í umferð og enginn veit hvað þeir geti orði háir. Þá á að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og af ráðherrum VG að ráða verða þær hækkanir verulegar. Þessu til viðbótar greiða bíleigendur einhver hæstu innflutningsgjöld sem þekkjast í heiminum, greiða hæðstu skatta á eldsneyti sem þekkist og í ofanálag virðisaukaskatt á allt saman, líka skattinn!
Þetta skattabrjálæði Framsóknarflokks og reyndar einnig Sjálfstæðisflokks, sem gat jú króann, er með ólíkindum. VG má vissulega fara að vara sig.
Í svo strjálbýlu landi sem okkar er bíllinn ekki lúxus, heldur nauðsyn. Að bíleigendur skuli settir skör lægra í þjóðfélaginu er óásættanlegt með öllu. Það er sjálfsagt að bíleigendur kosti innviði vegna bílaumferðar, að einhverju marki. Staðreyndin er að þeir hafa gert það um áratugi og gott betur. Ríkissjóður hefur haft verulegar tekjur af bíleigendum umfram þann kostnað sem lagt er til vegakerfisins. Hvert það fjármagn fer mætti gjarnan skoða.
Hvernig formaður Framsóknar ætlar að standa frammi fyrir kjósendum í næstu kosningum veit ég ekki. Litlar líkur eru hins vegar á að hann þurfi þess eftir þær kosningar!!
![]() |
Samkomulag um samgöngur enn óundirritað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Herjólfur
18.7.2019 | 21:12
Nú er kominn til landsins og reyndar nokkuð síðan, nýr Herjólfur. Ekki reyndist unnt að fá notað skip í stað eldri Herjólfs og því var ákveðið að byggt skyldi nýtt skip, sem hannað yrði sérstaklega til siglinga milli Landeyjarhafnar og Vestmanneyja. Vissulega var þetta mun dýrari lausn en talin nauðsynleg. Skipið kom til landsins fyrir rúmum mánuði síðan og átti að hefja siglingar skömmu síðar. En þá kom babb í bátinn. Þetta skip, sem sérstaklega var hannað fyrir þessar tvær hafnir, passaði bara alls ekki.
Nú er spurning hvað misfórst. Hafnirnar eru jú eins og þær voru þegar skipið var hannað, engin breyting orðið þar. Fyrst kom í ljós að ekjubrúin var allt of brött, síðan að landgangur passaði bara alls ekki og nú er komið í ljós að viðlegukantur er fjarri því að passa fyrir þetta skip. Er hægt að gera stærri hönnunarmistök?
Að vísu hefur það verið frekar regla en undantekning að sérfræðingum vegagerðarinnar mistekst í hönnum og má nefna fjölmörg dæmi þar um. En að skip sem sérstaklega er hannað fyrir tvær ákveðnar hafnir skuli ekki passa, er nokkuð kómískt.
Og nú segir fjölmiðlafulltrúi vegagerðarinnar að þetta sé bara allt í lagi, að ekkert liggi á að bæta úr. Gamli Herjólfur sinni þessu bara ágætlega! Til hvers í and... var þá verið að láta byggja nýjan?!!
Vestamanneyingar hafa verið nokkuð utan kerfis þegar að samgöngumálum kemur. Stjórnvöld hverju sinni hafa verið ótrúlega dugleg að humma fram af sér bætur fyrir þetta sveitarfélag, sem telur jú á fimmta þúsund íbúa. Allar lausnir miðast við að kostnaður sé sem minnstur og leiðir það gjarnan til að úrbætur verða í mýflugumynd. Þegar upp er staðið eru lausnir fáar og lélegar og kostnaður fer langt fram úr hófi.
Engan hefði þó grunað að sérhannað skip fyrir þessar tvær hafnir myndi ekki passa þegar það loks kom til landsins.
![]() |
Segir þolinmæði á þrotum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Upp á von og óvon
16.2.2019 | 09:06
Er þetta framtíðin, að hægt sé að rukka upp á von og óvon? Er það þessi leið sem samgönguráðherra vill fara?
Æ fleiri dæmi heyrast um að menn fái rukkun frá Vaðlaheiðagöngum, jafnvel þó viðkomandi hafi verið á hinum helming landsins. Afsökun fyrirtækisins er að illa hafi sést á númer bílanna og því verið sendur reikningur á þann sem líklegast telst að eigi viðkomandi bíl. Númerið bara skáldað. Þetta er hreint með ólíkindum!
Hversu margir borga bara, þegjandi og hljóðalaust. Bankar bjóða uppá þjónustu sem margir nýta, þá þjónustu að sjá um greiðslu innheimtuseðla sem koma fram í einkabanka viðkomandi. Ekki getur þjónustufulltrúi bankans vitað hvort viðkomandi hafi ekið um einhver göng út á landi, millifærir bara upphæðina. Eigandi bankareikningsins verður lítt var við það, að öðru leyti en að kannski klárast óeðlilega fljótt út af reikningnum.
Það hlýtur að vera grunnskylda þeirra sem senda út reikninga að fyrir þeim standi lögmæt krafa. Að menn geti ekki bara sent reikninga á Pétur og Pál, upp á von og óvon um að þeir greiði!
Notkun myndavéla til að rukka inn vegskatt er mjög ófullkomin, eins og sannast. Óhreinindi eða snjór geta skyggt á tölur númers og því ekki hægt að lesa úr því svo óyggjandi sé. Í slíkum tilfellum á auðvitað að fella gjaldið niður, ekki senda rukkun bara á einhvern.
Eitt af því sem þeir sem tala fyrir vegsköttum eru sammála, er að ekki verði sett upp gjaldskýli, vítt og breytt um landið. Heldur skuli myndavélar sjá um það verk að sanna hver ekur yfir þær línur vegakerfisins, sem skattlagðar verða. Kannski sér ráðherra þarna tækifæri, að þegar umferð er ekki næg fyrir afborgunum af lánum, nú eða einhverja aukapeninga þarf í ríkissjóð, kannski til hækkunar launa ráðherra, þá sé bara sendur slatti af skálduðum reikningum til bíleigenda, í þeirri von að einhverjir glóbist til að greiða?
Þessar fréttir af vandræðum Vaðlaheiðagangna, vandræði sem ekki verða leyst nema með því að banna rigningu og snjókomu, staðfesta enn frekar fávisku vegskatta!!
![]() |
Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veggjöld
5.2.2019 | 18:52
Hvað eru veggjöld? Því er erfitt að svara. Þó er ljóst að þetta er fyrst og fremst skattur og ekkert annað en skattur. Að öðru leyti er erfitt að skilja umræðuna, virðist sem hugmyndir þingmanna um þessi gjöld sé jafn margar stólum Alþingis.
Fyrst var talað um að veggjald skildi leggja á ákveðnar framkvæmdir, eftir að þeim lyki. Var þar m.a.vísað til Hvalfjarðargangna sem fyrirmynd. Síðan var farið að tala um ótilgreind gjöld á ótilgreindum stöðum, til að flýta ótilgreindum framkvæmdum. Nú er jarðgöng komin inn í þessi gjöld,jafnvel göng sem þegar hafa verið greidd að fullu og vel það, með slíkum gjöldum. Og nú eiga veggjöld að leggjast á til að flýta orkuskiptum. Manni er farið að hlakka til hvað kemur næst! Er nema von að ráðherra nuddi saman lófum og sé farinn að leita að "hagstæðum" lánum. Gjöldin munu ekki klikka!
Verst er þó að í sumum tilfellum munum við fá að greiða veggjöld fyrir framkvæmdir sem leiða af sér enn verri samgöngur en nú eru.
Eftir tuttugu ára baráttu og fjölda slysa, sum hver skelfileg, fyrir tvöföldun vegarins um Kjalarnes virðist sú framkvæmd loks komast í gegnum hið þétta net hagkvæmispólitíkusa Alþingis. Að vísu einhver frestun, en framkvæmdin hefur þó verið samþykkt.
Þá kemur Vegagerðin að málinu. Eftir að snillingar þar á bæ hafa farið höndum um málið er tvöföldunin einungis hálfföldun og til að tryggja endanlega einhvern bata á þessari leið, ákváðu þessir snillingar að setja þrjú til fjögur hringtorg á þessum stutta kafla. Eftir sitjum við íbúar á Vesturlandi og horfum á veg sem í sjálfu sér er þokkalegur, verða að vegi sem verður nánast ókeyrandi og stór hættulegur, vegna hringtorga. Og þurfum síðan að greiða skatt fyrir "dýrðina".
Ég er nú svo grænn að ég hélt að þegar um bætur á vegakerfinu væri að ræða, þá væri verið að tala um betri veg, betra flæði og minni hættur. Hélt líka að þegar verið væri að skoða hvernig bæta megi vegi,væri fyrst skoðuð slysasaga vegarins. Varðandi Kjalarnesið virðist hvorugt vera haft að leiðarljósi, rétt eins og dagskipunin hafi verið að gera bara eitthvað,svo hægt væri að innheimta meiri skatta!
Á Kjalarnesinu verða slys fyrst og fremst af tvennu, vindi og framúrakstri. Vindur breytist lítið við tvöföldun,þreföldun eða jafnvel fjórföldun vega og enn síður með tilkomu hringtorga,hversu mörgum sem mönnum dettur til hugar að drita niður. Framúrakstur er aftur vandamál og verður einungis leystur með breikkun vega. Hringtorg skipta þar litlu máli. Tiltölulega fá slys verða vegna gatnamóta og fjölmargar leiðir til að bæta þau.
Hins vegar er ljóst að við hvert hringtorg þarf að hægja mikið á bílum,sem leiðir til umferðateppu fyrir framan þau. Þegar svo loks er komist þar í gegn, hefst kappakstur til að ná góðri stöðu fyrir næsta haft. Þetta verður því beinlínis stór hættulegur vegur, mun seinfarnari en nú og mun skapa gífurlega mengun og slit á dekkjum bíla.
Eins og staðan er í dag, ættu sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi að afþakka þessar svokölluðu vegabætur og skattinn sem þeim fylgir,skattinn sem þeir voru plataðir til að mæra. Bíða með frekari framkvæmdir þar til fólk sem hefur minnsta skammt af skynsemi sest á Alþingi! Ein plús einn vegur um Kjalarnesið, með öllum þeim göllum sem slíkum vegi fylgja, er mun greiðfarnari og hættuminni en einn plús tveir vegur, með fjögur hringtorg á 11 km kafla!!
![]() |
Gjöld hvati til að skipta um bíl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hringavitleysa
1.2.2019 | 22:03
Vegurinn um Kjalarnes er oft torsóttur og hættulegur. Hætturnar skapast þó ekki vegna hraðs aksturs og ekki vegna gatnamóta. Flest slys verða af tveim þáttum, veðri og frammúrakstri.
Veðrinu stjórnum við ekki og því lítið hægt að gera þar til bóta. Þó mætti hugsa sér að vegagerðin, í samvinnu við landeigendur, myndi standa fyrir skógrækt á um eitthundrað metra breiðu belti norðan vegarins. Þannig mætti hugsanlega minnka þá vindstrengi sem feykja bílum útaf.
Varðandi slys vegna frammúraksturs þá stafa þau í flestum tilfellum af því að einhverjum, gjarnan erlendum túristum, dettur í hug að aka þennan veg á mjög hægum hraða. Það leiðir til frammúraksturs og vegna mikillar umferðar um veginn getur það leitt til skelfilegra slysa. Oftar en ekki lendir maður í því að umferðahraðinn um Kjalarnesið er 50 - 60km/klst, þar sem hámarkshraði er 90km/klst. Það gefur sig sjálft að margir reyna frammúrakstur við slíkar aðstæður, jafnvel þó aðstæður til slíks séu vart fyrir hendi. Stundum tekst það, stundum ekki.
Því er brýnt að breikka þennan veg. 2+1 vegur mun þar ekki duga, þar sem ekki er hægt að sjá mun á því hvort menn velji að aka frekar hægt til austurs eða vesturs. Yfir sumartímann má styðjast við veglínur en á veturna stoðar slíkt lítið og hætt við að erlendir ferðamenn verði enn meira undrandi og enn meiri hætta skapist.
En vegagerðin er engu lík. Hún ætlar að leggja 1+2 veg og telur það bara yfirdrifið. Reyndar má það til sanns vegar færa, 1+1, 1+2, 2+2 eða jafnvel 3+3 skiptir bara engu máli, eftir að Kjalarnesið hefur verið fyllt af hringtorgum!
Hringtorg eru góð og gild, þar sem þau eiga við, s.s. innan íbúðabyggðar og við vissar aðstæður þar sem nauðsyn þykir að hægja á eða stöðva umferð. Út á þjóðvegum eru slík fyrirbrigði beinlínis hættuleg, auk þess sem þau valda meiri mengun og auknu sliti á bílum. Ellefta hringtorgið á leið þeirra sem ferðast frá Hvalfjarðargöngum til höfuðborgarinnar var tekið í notkun fyrir um mánuði síðan. Þar hefur þegar orðið eitt slys og umferðartafirnar sem því torgi fylgja eru farnar að nálgast Esjurætur.
Og nú ætlar vegagerðin að bæta a.m.k. þremur við, þannig að hringtorgin á þessari leið verða orðin 14! Dekkjasalar munu kætast.
Hvergi erlendis hef ég lent í að aka gegnum hringtorg á stofnvegi, þó þau þekkist vissulega innan íbúðahverfa. Gatnamót eru gatnamót, oftar en ekki án umferðaljósa, jafnvel þó á stundum séu allt að fjórar akreinar í hvora átt eftir stofnveginum og tvær akreinar í hvora átt á veginum sem hann þvera. Þetta er ekki talið vandamál og aldrei hef ég orðið var við umferðatafir vegna þessa, utan borgarmarka. A.m.k. engar umferðartafir í líkingu við þær sem nú eru farnar að myndast við hringtorg nr. 11 a Vesturlandsvegi. Þegar umferð nær ákveðnum fjölda og slík gatnamót anna ekki umferðinni, eru gerð mislæg gatnamót. Á leiðinni um Kjalarnesið er vissulega mikil umferð til austurs og vesturs, en lítil um þau gatnamót sem að veginum liggja.
Hringavitleysa vegagerðarinnar ætlar engan endi að taka. Það er ljóst að þar á bæ er lítt spáð í kolefnisspor eða einhverja slíka vitleysu, lítið spáð um slit bíla, lítið spáð umferðarflæði og það sem er verst, lítið spáð í umferðaröryggi. Hvaða viðmið vegagerðin notar er erfitt að sjá.
Samgöngur | Breytt 2.2.2019 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dýralæknar
30.1.2019 | 21:19
Dýralæknum er margt til lista lagt. Í fagi sýnu eru þeir flestir nokkuð góðir og sumir frábærir. Í öðrum störfum blómstra þeir gjarnan, sérstaklega ef um er að ræða einhver gamanmál, s.s. stjórnun þorrablóta eða réttarsöngs. Annað kemur á daginn þegar þeir ofmetnast og dettur sú fjarstæða í hug að taka þátt stjórnmálum.
Eitt sinn var dýralæknir gerður að fjármálaráðherra, landið fór á hausinn. Nokkru seinna varð annar dýralæknir landbúnaðarráðherra. Þarna var vissulega sterk tenging og mátti búast við góðu. Eitt helsta afrek hans var þó að gera samning við ESB um stór aukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Nú er sá sami dýrlæknir orðinn samgönguráðherra og ekki beinlínis hægt að segja að hann sé að standa sig í því hlutverki.
Í kastljósi kvöldsins var viðtal við ráðherrann/dýralækninn um samgöngumál. Í stuttu máli kom lítið fram hjá honum um þau mál, nema að til stæði að skattleggja og skattleggja og skattl.....
Spurður um hvað svokölluð borgarlína væri, sem ríkið hefur nú ákveðið að taka þátt í, sagði ráðherrann að hún væri skipulagsmál. Annað fékkst ekki um þann málaflokk, nema auðvitað að leggja á skatt vegna hennar.
Um aðrar skattlagningar, þ.e. þær sem nefndar hafa verið rangnefninu veggjöld, var sama upp á teningnum, svörin fátækleg að öðru leyti en því að skatturinn yrði lagður á.
Svo til að kóróna alla vitleysuna þá vill ráðherrann/dýralæknirinn leggja á einhvern ótilgreindan skatt til að stjórna umferð, af því að þeir gera svoleiðis í Osló! Ja, mikill er máttur Dags.
Eitt lítið augnablik sperrti maður þó eyrun, þegar hann fór að tala um að skattur á eldsneyti yrði aflagður. Sú gleði stóð stutt, þar sem á eftir fylgdi að einhver annar skattur kæmi í staðinn. Hver eða hvernig vissi ráðherrann ekki, en slíkar skattabreytingar hafa ætið leitt til aukins skatts.
Ráðherrann/dýralæknirinn veit ekki hvað borgarlína er, en honum er vorkunn. Enginn veit hvað borgarlína er. Það sem verra er að enginn veit heldur hvað hún muni kosta. Þó er ráðherrann búinn að draga þar Dag að landi og lofa honum bæði fjármunum og heimild til skattlagninga. Fyrir áratug var ákveðið að leggja einn milljarð á ári úr vegafé til Reykjavíkurborgar, til að efla almenningssamgöngur. Árangurinn af þeim tíu milljörðum er akkúrat enginn. Enn ferðast sama hlutfall borgarbúa með almenningsvögnum, um 4%. Umferðateppur hafa hins vegar aukist verulega.
Álagning skatta vegna aksturs yfir ákveðnar línur á þjóðvegakerfinu er eitthvað sem ráðherrann ætti að geta útskýrt, hefur nú talað fyrir málinu í rúmt ár, eða frá áramótafagnaðinum 17/18, eftir að hafa náð kosningu inn á Alþingi nokkrum vikum fyrr vegna loforða um að aldrei skildi slíkur skattur verða meðan hann stæði vaktina. Væri sjálfsagt búinn að halda margar og harðorðar ræður gegn slíkum skatt allt síðasta ár, ef hann hefði ekki dottið í lukkupottinn og fengið ráðherrastól!!
Það sem kom á óvart í viðtalinu í kastljósi var þó hversu lítið hann gat tjáð sig um þessa skattlagningu. Vissi hvorki hvar eða hvernig slík skattheimta yrði. Óljóst muldur um myndavélar kom hann með, en virtist þó alveg út á þekju. Kannski ætti ráðherrann að hringja til Stokkhólms til að vita hvað kostar að setja slíkar vélar upp, reka þær og síðan innheimta gjaldið. Reyndar búa þrisvar sinnum fleiri í Stokkhólmi en allir íbúar Íslands, en það er bara aukaatriði. Í stuttu máli stendur sú innheimta Stokkhólms undir sér, en ekki meir en svo. Lítill sem enginn afgangur er til annarra verka, enda sú skattlagning ekki ætluð til þess.
Að ætla að stjórna umferð með skattlagningu er fráleitt. Sjálfsagt að efla og bæta almenningssamgöngur, t.d. með aukinni tíðni ferða. Vel má einnig hugsa sér að fleiri sér akreinar, eins og er t.d. með Miklubraut, verðu gerðar. Það mætti allt eins kalla Borgarlínu, fyrir brot af þeirri upphæð sem draumóramenn nefna. Það kallar ekki á eitthvað innviðagjald eða hvað menn nefna þá skatta sem Dagur er búinn að véla ráðherrann til að samþykkja. Það er alvarlegt mál þegar stjórnvöld gefa fólki sem ekki hefur hundsvit á fjármálum, opið leyfi til skattlagningar!
Mikið er rætt um mengun og sjálfsagt að halda henni eins lítilli og kostur er, hvaða ástæðu sem velja til þess rökstuðnings. Einhver mesta sókn á því svið í Reykjavík er að auka flæði umferðar. Það er nefnilega flæðið sem mestu máli skiptir, ekki endilega fjöldi akreina. Við hverja töf sem bíll verður fyrir eykst mengun hans margfalt. Slíkar framkvæmdir þurfa oft ekki að vera mjög dýrar og leiða gjarnan af sér einföldun og betra flæði gangandi og hjólandi umferðar.
![]() |
Verklegar framkvæmdir hefjist 2021 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |