Upp á von og óvon

Er þetta framtíðin, að hægt sé að rukka upp á von og óvon? Er það þessi leið sem samgönguráðherra vill fara?

Æ fleiri dæmi heyrast um að menn fái rukkun frá Vaðlaheiðagöngum, jafnvel þó viðkomandi hafi verið á hinum helming landsins. Afsökun fyrirtækisins er að illa hafi sést á númer bílanna og því verið sendur reikningur á þann sem líklegast telst að eigi viðkomandi bíl. Númerið bara skáldað. Þetta er hreint með ólíkindum!

Hversu margir borga bara, þegjandi og hljóðalaust. Bankar bjóða uppá þjónustu sem margir nýta, þá þjónustu að sjá um greiðslu innheimtuseðla sem koma fram í einkabanka viðkomandi. Ekki getur þjónustufulltrúi bankans vitað hvort viðkomandi hafi ekið um einhver göng út á landi, millifærir bara upphæðina. Eigandi bankareikningsins verður lítt var við það, að öðru leyti en að kannski klárast óeðlilega fljótt út af reikningnum.

Það hlýtur að vera grunnskylda þeirra sem senda út reikninga að fyrir þeim standi lögmæt krafa. Að menn geti ekki bara sent reikninga á Pétur og Pál, upp á von og óvon um að þeir greiði!

Notkun myndavéla til að rukka inn vegskatt er mjög ófullkomin, eins og sannast. Óhreinindi eða snjór geta skyggt á tölur númers og því ekki hægt að lesa úr því svo óyggjandi sé. Í slíkum tilfellum á auðvitað að fella gjaldið niður, ekki senda rukkun bara á einhvern.

Eitt af því sem þeir sem tala fyrir vegsköttum eru sammála, er að ekki verði sett upp gjaldskýli, vítt og breytt um landið. Heldur skuli myndavélar sjá um það verk að sanna hver ekur yfir þær línur vegakerfisins, sem skattlagðar verða. Kannski sér ráðherra þarna tækifæri, að þegar umferð er ekki næg fyrir afborgunum af lánum, nú eða einhverja aukapeninga þarf í ríkissjóð, kannski til hækkunar launa ráðherra, þá sé bara sendur slatti af skálduðum reikningum til bíleigenda, í þeirri von að einhverjir glóbist til að greiða?

Þessar fréttir af vandræðum Vaðlaheiðagangna, vandræði sem ekki verða leyst nema með því að banna rigningu og snjókomu, staðfesta enn frekar fávisku vegskatta!!


mbl.is Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband