Borgarlína og plast

Enn hefur gengið erfiðlega að fá skilgreiningu á hvað svokölluð borgarlína er. Margar hugmyndir hafa komið fram en í raun með öllu óvitað að hverju er stefnt. Þó hafa menn komist að þeirri niðurstöðu að þetta sem enginn veit hvað er mun kosta mikla peninga, reyndar ekki enn á hreinu hversu mikla en þó aldrei undir 80 milljörðum íslenskra króna, sennilega þó mun meira.

Það er því snjallt hjá þingmönnum að afsala sér þessari óvissu allri og stofna bara opinbert einkahlutafélag um málið. Þeir þurfa þá ekkert að pæla meira í því. Enn betra er þó að þetta opinbera einkahlutafélag mun fá völd til skiplagningar umferðarsvæða og fjáröflunar þannig að þingstörf verða enn léttari. Þeir geta þá snúið sér að merkari málum, eins og að rífast um hvernig fatnað þeir klæðast, hvort klukkan sé rétt eða hver eigi að stjórna hverri nefnd, sem sumar hverja verða þá væntanlega einnig verkefnalausar.

Umboðslausi ráðherrann fagnar, bæði því að þurfa nú ekki lengur að pæla í svokallaðri borgarlínu og einnig hinu að nú skal bannað að selja áakveðnar tegundir af plasti. Þar er viðmiðið hvort viðkomandi plastvara finnst á stöndum meginlands Evrópu.

Í flestum tilfellum er plast nytsamlegt og sumum tilfellum getur annað efni illa komið í staðinn. Það er hins vegar umgengnin um plastið sem er vandamál, þ.e. eftir að upphaflegu notkun er lokið. Þar má vissulega taka til hendinni. Það er þó ekki sjáanlega plastið sem er verst, þó það sé slæmt. Örplastið, þetta ósýnilega, er mun verra. Það finnst víða og einhver mesti örplastframleiðandinn í dag eru vindmillur. Spaðarnir eyðast upp á undarlega skömmum tíma þó enginn sjái hvað verði um það plast. Ástæðan er augljós öllum sem vilja, það verður að ósýnilegu örplast.

En Mummi umboðslausi hefur ekki áhuga á því, hann horfir bara til stranda meginlands Evrópu og það sem á þær rekur skal banna.


mbl.is Borgarlínan verður að veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Fín kynning í ráðhúsinu við Reykjavikurtjörn á dögunum. Núna er kynningin í Bókasafni og Náttúrufræðistofu kópavogs. Fer svo í Garðabæ og Hafnarfjörð. KOMASVO og kynna sér málið :) 

Haraldur Rafn Ingvason, 30.6.2020 kl. 11:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hraðvagnar á hjólum sem taka 150 - 200 farþega og hafa forgang á gatnamótum, auk sér akreina, segir ekki mikið Haraldur.

Hvernig væri að bæta það  kerfi sem fyrir er, leita að þeim agnúum sem eru og laga þá. Þar væri náttúrulega upplagt að leita til þeirra farþega sem nýta sér kerfið. Þeir eru mestu sérfræðingarnir á þessu sviði, mun hæfari en einhverjar skrifstofublókir sem aldrei hafa stigið upp í strætisvagn.

Nú þegar hafa verið gerðar sér akreinar fyrir strætó víða í borginni og vel má hugsa sér að gera meira af því. Ef menn vilja má svo sem kalla það borgarlínu.

Síðasta áratuginn hefur verið í gildi  samningur milli höfuðborgarinnar og vegagerðarinnar um að stór hluti þess vegafjár sem ætlað er á svæðið, hefur runnið til að efla strætó. Árangurinn er akkúrat enginn. Að ætla að eyða tugum eða hundruðum milljarða króna úr ríkissjóði til einhvers verkefnis sem lítil von er til árangurs er auðvitað fáránlegt.

Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að við lifum á tuttugustu og fyrstu öldinni, ekki þeirri tuttugustu. Við erum þegar farin að sjá miklar breytingar í samgöngumálum og um það leyti er þessi svokallaða borgarlína á að vera að full kláruð, er ljóst að bylting hefur þegar átt sér stað í þessum málaflokk og þessi gamaldags aðferðarfræði borgarinnar orðin með öllu úrelt.

Gunnar Heiðarsson, 30.6.2020 kl. 14:26

3 identicon

Ég var í Ráðhúsinu um daginn og talaði við einhverja konu viðriðna Borgarlínuna. Hún hafði engin gild rök, heldur bullaði hún út í eitt. Enda reyndi hún án árangurs að verja þennan vonda málstað sem yrði öllum ofviða, ekki bara henni. Hún var haldin þeirri villutrú að bílaeigendur myndu flykkjast inn í borgarlínuna bara af því að hún verður í forgangsakstri. En málið er það að Borgarlínan verður bara í bullandi samkeppni við Strætó, ekki við einkabílana. Það verður keppzt um þessa fáu farþega sem vegna bílleysis neyðast til að taka strætó.

Það á frekar að nota milljarðana í umferðarbætur, að greiða fyrir bílaumferð. T.d. leggja mislæg gatnamót þar sem Miklubraut-Kringlumýrarbraut mætast, leggja Sundabraut frá Sæbraut upp í Gufunes og leggja niður nokkrar hamlandi gangbrautir utan gatnamóta þar sem aðrar lausnir eru betri, svo sem undirgöng.

Öll mistökin sem núverandi og fyrri meirihluti hafa gert undanfarin 10 ár á að færa til fyrra horfs, t.d. Borgartúnið, Furumel/Hagatorg og neðsta hluta Miklubrautarinnar. Hvað Borgartúnið varðar þá á að gera þá götu (sem vel að merkja er EKKI íbúagata) greiðfærari með því að breikka götuna (leggja niður hjólreiðastígana sem enginn notar), hafa miðjurein fyrir beygjandi bíla og hafa útskot fyrir strætó. Strætóútskot (sem Jón Gnarr þóttist ekkert vita hvað er) þarf líka við Háskólann og á öllum umferðargötum.

Síðan má nota fé í að gera Strætó betri og aksturinn þægilegri og einnig fljótari með því að láta ekki stofnleiðirnar skrönglast gegnum torfærnar, skrykkjóttar íbúagötur.

Það er mikilvægt að greiða fyrir allri bíla- og strætóumferð eins og unnt er í staðinn fyrir að láta hatur vinstrisinna á einkabílum ráða för sem einungis skapar vitleysisgang. Allar þessar umbætur sem ég nefni og fleiri eru mögulegar þegar búið er að spara milljarðana með því að salta Borgarlínuna.

BORGARLÍNA? NEI TAKK!

Stefán (IP-tala skráð) 1.7.2020 kl. 20:36

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það mætti gera allar þær úrbætur sem þú nefnir Stefán og meira til fyrir mun minni fjárrhæð en ætlað er að sóa í svokallaða borgarlínu.

Gunnar Heiðarsson, 2.7.2020 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband