Færsluflokkur: Kjaramál
Og enn bullar Gylfi
7.4.2011 | 07:34
Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ og sem slíkur ber honum að halda sínum pólitískum skoðunum fyrir sig. Svo einfallt er það!
En þetta hefur Gylfi algerlega hundsað, hann berst um á hæl og hnakka fyrir sjónarmiðum síns flokks, Samfylkingarinnar. Þetta hefur hann gert í nafni ASÍ og aldrei fyrr hefur hann sagt að þar sé hans persónulega skoðun, þvert á móti hefur hann oftar en ekki beinlínis borið stöðu sinni fyrir sig.
Varðandi það svokallaða fréttabréf sem hann minnist á, þá er það fullt af rangfærslum og dulbúnum áróðri, auk þess sem þess er vandlega gætt að fjalla ekki um þau atriði sem neikvæð eru samningunum en hampað þeim skoðunum sem jákvæð teljast.
Verkalýðspólitík og stjórnmálapólitík eru tveir ólíkir hlutir og eiga aldrei samleið. Þegar menn taka að sér trúnaðarstörf fyrir verkalýðshreyfinguna ber þeim að víkja til hliðar stjórnmálaskoðunum sínum.
Flestir hafa menn skoðun á landsmálapólitík og vissulega er öllum heimilt að hafa hana. En það eru sum störf sem eru þess eðlis að mönnum er beinlínis óheimilt að viðra sínar pólitísku skoðanir, formenn stéttarfélaga og ekki síst forseti ASÍ eru í slíkum stöðum!
Ástæðan er einföld, menn hafa ekki val um veru í stéttarfélagi, það er lögbundið. Formenn stéttarfélaga og forseti ASÍ eru fulltrúar fólks sem aðhyllist alla flóru hins pólitíska landslags. Þeir hafa ekki heimild til að taka stöðu með hluta þess fólks sem þeir eru í starfi hjá, þeir eiga að standa vörð allra launþega, sama hver pólitísk sýn þessara launþega er og sama hver þeirra eigin pólitíska sýn er.
Það eru einkum tveir forsvarsmenn launafólks sem hafa verið áberandi í sínum pólitísku skoðunum undanfarið, Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson. Þá er kjarni í innsta hring ASÍ þessum mönnum mjög hliðhollir og fylgja þeim. Stæðsti hluti miðstjórnar ASÍ tjáir sig hins vegar lítið um pólitík, en fylgir þó stjórninni eftir eins og þægir rakkar í von um að einhverjir molar detti nú af háborðin. Þetta fólk er þarna til að fá upphefð, ekki til að standa vörð launþega.
Gylfi Arnbjörnsson er með öllu óhæfur í stöðu forseta ASÍ. Honum er gjörsamlega fyrirmunað að halda sínum stjórnmálaskoðunum utan starfsins, honum er gjörsamlega fyrirmunað að standa vörð launafólks og síðast en ekki síst hefur hann marg oft opinberað vankunnáttu sína um kjör þeirra sem lægstu launin hafa og tengslaleysi sitt við raunveruleikann.
Því á hann að segja af sér!!
Gylfi: Ekki afstaða ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kúgun í frjálsum kosningum
6.4.2011 | 08:00
Enn fer Vilhjálmur Egilsson langt út fyrir sitt starfssvið. Nú hótar hann launafólki því að ekkert verði að samningum nema það kjósi eins og hann vill! Þetta kallast kúgun á hæðsta stigi!!
Það er vart hægt að tala um lýðræðislegar kosningar þegar búin er til sú staða að launafólk þurfi að taka tillit til kjarasamninga þegar það gengur að kjörborðinu og kýs um alls ótengt mál. Þetta gefur öllum þeim sem á móti lögunum eru, tilefni til kærumála ef þau verða samþykkt.
Gefur tilefni til að kæra þá kúgun sem launafólki er beytt til að kjósa "rétt".
Gefur tilefni til að kæra ólögmæta skoðanamyndun.
Nú kemur sér vel að sá samningur sem þeir félagar Gylfi og Vilhjálmur hafa komið sér saman um er svo lélegur að enginn hefur neinu að tapa þó hann falli.
Segjum NEI við icesave lögunum!!
Þarf að endurmeta stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harmleikur SA
5.4.2011 | 07:24
Það leikrit sem þeir félagar Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson hafa stað fyrir undanfarna mánuði og er samið og stjórnað af forkólfum SA, er orðið að harmleik.
Það ætti að setja í lög um að þegar nýir kjarasamningar eru gerðir skulu þeir gilda frá lokum síðasta samnings. Þetta kæmi í veg fyrir að vinnuveitendur geti dregið samninga úr hófi og sloppið við að greiða launahækkanir á meðan. Þetta kæmi í veg fyrir þá stöðu sem nú er uppi, að óhæfur fulltrúi launafólks láti teyma sig á asnaeyrunum.
Nú er liðið á fimmta mánuð þar sem vinnuveitendur hafa sparað sér launahækkanir til almennra launþega. Og ekki er enn séð fyrir endann á þessu harmleikriti þeirra félaga.
Enn verra er þetta þó hjá ýmsum hópum sem fá greidd laun frá ríki og bæ. Þar eru til hópar sem hafa haft lausa samninga í á þriðja ár, án þess að rætt hafi verið við þá. Þetta er gjarnan hópar sem hafa takmarkaðann eða engann verkfallsrétt. Ef í lögum væri að nýr samningur gildi frá lokum þess eldri, væri enginn hagur fyrir ríki og bæ að koma svona fram við sína launþega og ef slíkt gerðist væri það ekki eins slæmt fyrir launþegann. En þar sem slík lög eru ekki til, er þetta beinn gróði fyrir vinnuveitandann.
Það er ekki eðlilegt að annar aðilinn við samningagerð, sama kverju nafn hún nefnist, skuli hafa beinann hag af því að ekki verði gerður samningur. Það er ekki eðlilegt að atvinnurekendur skuli hafa beinann gróða af því að draga samningagerðina!!
Boltinn hjá ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bakkabræður
4.4.2011 | 11:24
Bakkabræður reyndu að bera sólina inn í bæ sinn í fötu. ASÍ reynir að sækja fé í tómann ríkissjóðsjóð. Það er margt líkt með skyldum!!
Hverjar ástæður ASÍ eru fyrir þessum mikla áhuga á að ríkið komi með fé úr tómum kassa sínum inn í lífeyrissjóðakerfið er ekki gott að segja, en vissulega orðinn grunsamlegur. Hvað veldur? Ekki mun það þó hjálpa launafólki nú, þegar það berst við að halda íbúðum sínum og vinna fyrir mat handa börnunum.
Líklegri skýring er að lífeyrissjóðirnir séu svo illa staddir eftir þá stjórnun sem var á þeim fyrir hrun, þegar stjórnir sjóðanna léku sér með fé þeirra í fjármálaspili ærulausu víkinganna! Að eitthvað sé að fara að koma í ljós sem gæti verið forustu ASÍ óþægilegt!
EF hægt væri að sækja einhverja aura í ríkissjóð væri nær fyrir ASÍ óska eftir þeim fjármunum til hjálpar þeim sem verst standa nú, þeim sem hafa misst eignir sínar í hendur bankanna, eða til að lækka eiithvað alla þá skattahækkun sem dunið hefur á landsmönnum, en til upplýsingar fyrir Gylfa þá bitna sú skattpíning mest á þeim sem lægstu launin hafa!
Vilja að ríkið greiði iðgjald í alla lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fullnaðar sigur
4.4.2011 | 09:20
Ekki eru tengls Gylfa við sína umbjóðendur mikil, metnaðurinn enginn og niðurstaðan samkvæmt því!
8% launahækkun til næstu þriggja ára er til skammar og í raun fáráðnlegt að bjóða fólki slíka ölmusu. Þetta er ekki nema um það bil helmingur þess sem koma þyrfti strax, til þess eins að ná til baka þeim kaupmætti sem glatast hefur. Ef um væri að ræða 8% hækkun strax og síðan sanngjarnar hækkanir til næstu þriggja ára, væri hægt að skoða málið, en þetta er móðgun og ekkert annað!
200.000,- króna tekjutrygging. Hvers vegna ekki 200.000,- kr. lágmarkstaxta? Það er einfalt, þeir sem eru á lágmarkstöxtum en fá eitthvað fyrir annað, munu þá einungis fá 8% launahækkun. Það segir að sá sem nú er á lágmarkstaxta, nærri 170.00,- kr. og fær að auki um 17.000,- kr fyrir eitthvað annað, t.d. í bónus, mun verða kominn með 183.000,- kr. grunnlaun eftir þrjú ár. Hann mun því fá heilar 13.000,- kr. í kauphækkun næstu þrjú ár!! Þá getur atvinnurekandinn hæglega tekið bónusinn eða hverja þá greiðslu sem umfram er, af aftur.
Þetta dugir ekki einu sinni fyrir þeim aukna kosnaði við rekstur bíls hjá þeim sem þurfa að nota eiginn bíl til að komast til og frá vinnu! Þá er eftir að taka til allar þær hækkanir sem orðið hafa á matvælum, öðrum vörum og þjónustu, skattpíningu ríkisstjórnarinnar, hækkanir á orku og frárennslisgjöldum og síðast en ekki síst stökkbreyttum húsnæðislánum!
Ekki veit ég í hvaða heimi Gylfi lifir en ljóst er að hann þarf þó ekki að glíma við sömu vandamál og almennir launþegar, að hafa fyrir húsaskjóli og mat fyrir sig og sína. Þetta er vandamál sem Gylfi Arnbjörnsson þekkir ekki, en ætti kannski að kynnast.
Ef fram fer sem horfir og Gylfi samþykkir þennan samning mun verða ófriður, launafólk lætur ekki bjóða sér svona rugl.
Vilhjálmur Egilsson lét enn ein gullkornin frá sér fara í fréttum í gær þegar hann sagði að helsta kjarabótin fælist í því að fólk gætu fengið aukna yfirvinnu! Það er ekki kjarabót, heldur greiðsla fyrir aukið vinnuframlag! Það er ekki kjarabót þegar menn fá meira greitt fyrir meiri vinnu!!
Að maður í stöðu framkvæmdarstjóra SA skuli láta slík ummæli frá sér fara, lýsir best hversu vitfyrrtur maðurinn er og að ekki skuli heyrast eitt orð frá forseta ASÍ vegna þessara ummæla segir manni að sá maður hugsar ekki nokkurn skapaðann hlut um hag launafólks! Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að hvergi í Evrópu er vinnutími jafn langur og hér á landi.
Það má segja að SA hafi unnið fullnaðar sigur ef samningur verður gerður á þessum nótum.
SA fór fram á sameiginlega launastefnu og ASÍ samþykkti það. Fullnaðar sigur.
SA lagði til 7% launahækkun til næstu þriggja ár þegar um 14% upphafshækkun þarf til þess eins að leiðrétta þá skerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir. Niðurstaðan er 8% hækkun til þriggja ára, nánast fullnaðar sigur.
SA lagði til 200.000,- kr tekjutryggingu, þegar sú hækkun ætti að vera á lágmarks taxta. Fullnaðar sigur.
SA gerir kröfur til stjórnvalda. Ekki er enn búið að ganga frá þeim málum en líklegt er að þar verði einnig fullnaðar sigur.
ASÍ fór ekki af stað með neinar raunverulegar kröfur í þessa samninga, einungis loðið orðalag um að standa vörð um kaupmátt. Þeim tókst það ekki, raunar nokkuð langt frá því marki. Það er hrópað húrra í herbúðum ASÍ yfir því að skattleysismörk skuli verða verðtryggð við laun. Þar breytir engu þó ríkið sé einungis að skila aftur því sem það tók! Það er hrópað húrra í herbúðum ASÍ yfir því að það skuli SKOÐA hvort hægt verði að lækka skatta þeirra lægstlaunuðu árið 2012. Og hvað með sjómannafsláttinn sem ríkið tók af með einu pennastriki, ekki er minnst einu orði á það rán í samningunum! Þvílík fyrra!!
Þá eyddi forseti ASÍ töluverðum tíma í kröfur um jafnan rétt allra lífeyrisþega. Svo sem ágætis málefni en algerlag ótímabær krafa, nú þegar ríkissjóður er rekinn fyrir lánsfé. Svo vitskertur er blessaður maðurinn að hann hélt að jafna mætti þetta bil að hluta með því að skerða réttindi ríkisstarfsmanna! Auðvitað verður svona breyting ekki gerð með öðrum hætti en að auka réttindi þeirra sem verr eru settir. Til þess þarf ríkið að koma fram með töluverða fjármunu og þeir eru ekki til í augnablikinu, eins og flestir landsmenn vita.
Hitt er annað mál að rétt er að skoða lifeyrissjóðamálið frá grunni, vegna þess skaða sem menn eins og t.d. Gylfi Arnbjörnsson hafa unnið því. Þetta er vinna sem hæglega er hægt að fara í strax, án þess að það komi kjarasamnigum við.
Meðan ég skrifa þetta er verið að segja frá því fréttum RUV að laun stjórnarmanna Arionbanka hafi verið hækkuð um 100%!! Hugguleg frétt þegar við sjáum fram á 8% hækkun TIL NÆSTU ÞRIGGJA ÁRA.
Við fáum 13.000,- kr. næstu þrjú ár til að geta borgað bankanum okkar aftur það sem við áttum fyrir í íbúðum okkar og hann hefur stolið af okkur. 8% hækkun launa til næstu þriggja ára til að borga bankanum af lánum sem þeir hafa hækkað um nærri 40% og þykir hæfilegt að hækka laun stjórnarmanna sinna um 100% !!
Þessi samningur milli vinanna Gylfa og Vilhjálms þarf að fá samþykki launafólks. Hugsanlegt er að þeir verði samþykktir en ég trúi þó ekki að launafólk sé svo dofið að það láti það verða. Tel reyndar að fólk sé búið að fá nóg af vitleysunni og láti 8% ölmusu ekki duga, nú þegar allir aðrir fá það sem þeir telja sig þurfa og sumir jafnvel mun meira en það.
Skila sameiginlegum tillögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er nóg komið af andskotans bullinu í Gylfa !!
31.3.2011 | 12:52
Hvaða rétt hefur Gylfi Arnbjörnsson til að beita hagsmunasamtökum launþega í áróðursskyni? Hver gefur honum leifi til að gera þetta?
ASÍ eru hagsmunasamtök launþega, ekki pólitískt afl og alls ekki hluti af Samfylkingunni. Þó Gylfi Arnbjörnsson og hans rakkar í ASÍ sé kratar er ekki nema hluti launafólks sem styður þá pólitísku stefnu. Hlutverk forseta ASÍ er eitt og aðeins eitt, að standa vörð um kaup og kjör aðildarfélaganna.
Því miður hefur Gylfi Arnbjörnsson algerlega gleimt þessu hlutverki sínu og snúið sér alfarið að pólitík. Því á að bera hann út úr húsakynnum ASÍ strax.
Það fréttabréf sem ASÍ sendir til allra landsmanna nú í dag er eingöngu um icesave lögin. Ekki er þó um að ræða hlutlaust mat á þessum lögum, heldur er þarna grófur áróður þeirra sem vilja lögin samþykkt.
Í fréttabréfinu eru fjórar greinar.
Sú fyrsta er ekki um neitt.
Önnur kallast "nokkrar lykilspurningar og svör." Þarna er gamalkunnur áróður þeirra sem vilja samþykkja lögin. Eitt vekur þó athygli, en það er sú fullyrðing að samningurinn kosti 27 miljarða, jafnvel þó vitað sé að forsendur fyrir þeirri tölu eru brostnar og kostnaðurinn geti aldrei farið niðurfyrir 50 miljarða.
Þriðja greinin kallast "greinagerð hagdeildar ASÍ um icesave." Þarna fara hlutirnir fyrst að ske. Ruglið og staðreyndarvillurnar eru með ólíkindum. Þar eru sett upp þrjú dæmi: Betri útkomu, grunndæmi og verri útkomu. Ekki er að sjá nein rök fyrir þessum dæmum, einungis er tekið inn lítilsháttar mismunur á innheimtu eigna og mismunur á endurgreiðslutíma af höfuðstól. Engin frekari rök er færð fyrir þessu og engi líkara en þarna hafi einungis verið gripið eitthvað til að fá rétta niðurstöðu. Mismunur þessara dæma fyrir ríkissóð eru þó frá -8 miljörðum upp í +93 miljarða. Grunndæmið hljóða upp á +27 miljarða kostnað. Þá er leikið sér nokkuð með gengismál, nokkuð sem hagfræðingar elska en geta þó aldrei komist að réttri niðurstöðu um. Undir þetta rugl skrifar Ólafur Darri, Samfylkingarmaður.
Fjórða og síðasta greinin nefnist "icesave - gott að hafa í huga." Þarna er farið yfir nokkur atriði samningsins og fléttað inn í það fulyrðingum sem ekki standast. Ef eingöngu væri teknar staðreyndir samningsins hefði þessi grein verið nokkuð góð, jafnvel þó valið hefði verið að halda utan þeim staðreyndum sem verstar eru fyrir okkur. En því er ekki að heilsa, þarna er blandað saman staðreyndum og fullyrðingum og að sjálf sögðu ekki talað um þær staðreyndir sem koma okkur verst, eins og að lögsaga málsins muni flytjast frá Íslandi til Bretlands.
Þetta fréttabréf er fullt af órökstuddum fullyrðingum, sumum beinlínis röngum. Forðast er að ræða það sem verra er fyrir okkur en hampað því sem talið er betra.
Það eru skiptar skoðanir um afleiðingar þess að samþykkja lögin. Það er ekki í verkahring ASÍ að setjast í dómarasæti þar. Með því er verið að breyta hagsmunasamtökum sem standa eiga vörð um hag félagsmanna yfir í pólitísk samtök sem taka afstöðu til ýmissa málefna sem launþegar hafa skiptar skoðanir á. Þá eru samtökin ekki lengur fyrir launamenn, heldur launamenn fyrir samtökin. Það er rangt, kolrangt!!
Þetta er verkalýðshreyfingunni til skammar. Það er nóg sem Gylfi Arnbjörnsson og rakkar hans hafa gert launafólki í landinu, þó hann vinni ekki beinlínis að því að koma ólögvörðum kröfum Breta og Hollendinga á þjóðina.
Gylfi ætti að skammast sín og hypja sig út úr húsakynnum ASÍ!!
Nú er það svo að ég hef ekki möguleika á að segja mig úr ASÍ. Sem launamaður er ég bundinn þeim samtökum, hvort sem mér líkar betur eða verr. Því er það gjörsamlega út í hött að forusta þessara samtaka skuli geta leift sér að taka pólitíska afstöðu til mála. Þessi samtök eiga að vera fyrir launafólk ekki einhvern ein ákveðinn stjórnmálaflokk.
Um þessar mudir er fylgi Samfykingarinnar um 20%, því má gera ráð fyrir að svipað hlutfall launþega aðhyllist þann stjórnmálaflokk. ASÍ á hins vegar að vera fyrir alla launþega, ekki bara þau 20% sem kjósa Samfylkinguna!!
Sú afstaða sem Gylfi og rakkar hans hjá ASÍ hafa tekið, bæði í þessu máli sem og kjarabaráttunni hefur stórskaðað verkalýðshreyfinguna. Þann skaða verður erfitt að laga og algerlega útilokað nema með því að skipta út forustu ASÍ, allri!
Fréttabréf ASÍ helgað Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Áróður !!
31.3.2011 | 09:42
Enn er haldið uppi áróðri um miklar launahækkanir. Það kemur svo sem ekki á óvart, nú þegar líður að lokum viðræðna þeirra félaga Gylfa og Villhjálms. Þeir ætla að keyra í gegn samninga sem gefa launafólki lítið sem ekkert og treysta á loforð ríkisstjórnarinnar, sem ekki hefur getað gert neitt af viti hingað til! Til að þeim takist þetta ætlunarverk sitt þurfa þeir öll brögð sem til eru.
Þessar tölur Hagstofunnar segja eingöngu til um meðaltal á vinnumarkaði, ekki neitt um launahækkanir þeirra launamanna sem þiggja laun eftir þeim samningum sem ASÍ og SA eru nú að semja um. Þar hafa engar launahækkanir orðið af viti frá því fyrir bankahrun. Hvers vegna tekur Hagstofan ekki saman launaskrið þessa fólks?
Launahækkun og kjaraaukning er ekki það sama. Jafnvel þó einhver launahækkun hafi orðið hjá einhverjum hópum í samfélaginu, hefur hún enganveginn dugað fyrir þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur. Þar að auki hjálpar það þeim sem engar launahækkanir hafa fengið lítið þó einhverjir aðrir fái hækkun. Staðreyndin er einföld, þeir sem ofar eru í launastiganum eiga auðveldara með að fá sín laun hækkuð. Láglaunafólkið hefur enga getu til að krefja sinn vinnuveitanda um aukin laun, það verður að taka við því sem því er rétt og skríða síðan á hnjánum burtu!
Engin launahækkun orðið hjá því fólki sem fær greidd laun eftir þeim kjarasamningum sem ASÍ er að semja fyrir nú. Þessir menn eru að semja um kjarasamninga sem lítið sem ekkert hafa hækkað síðustu ár, jafnvel verið teknar af hækkanir sem þó hafði verið samið um.
Það er þetta sem skiptir máli og þetta eitt!! Hvort einhverjir sjálftökumenn hækki sín laun og brengli með því niðurstöður Hagstofunnar, skiptir engu máli!!
Laun hækkuðu um 4,7% í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sjóðþurrð
30.3.2011 | 11:15
Kæri vinuveitandi.
Hjá mér stefnir í sjóðþurrð. Því hef ég ákveðið að hækka gjaldskrár mínar. Hækkun vegna fluttningskostnaðar verður um 40% og hækkun vinnuframlags um 30%.
Ég sé mig tilneyddann til að gera þetta til að bjarga mér frá sjóðþurrð og einnig til að eiga auðveldara með endurfjármögnun minna lána. Samanborið við vinnuafli í næstu nágrannalöndum, eins og t.d. Noregi er gjaldskrá mín eftir sem áður mun lægri en þar.
Yðar einlægur þræll.
Því miður er ekki eins einfallt fyrir mig að ákveða svona hækkanir eins og OR gerir. Munurinn liggur fyrst og fremst í því að minn vinnuveitandi mun bar hlæja að mér ef ég gerði þetta, en viðskiptavinir OR verða að bíta í þetta súra epli, hvort sem þeir hafa getu til eða ekki. Þetta sýnir best hversu illa launafólk stendur að vígi, sérstaklega þegar talsmenn þess vilja ekki standa vörð þess!
Stefndi í sjóðþurrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrítin niðurstaða
30.3.2011 | 11:03
Ef þessi skýrsla er rétt og ekki ætla ég að efast um störf Hagstofunnar, ætti ekki að vera mikið mál að ljúka kjarasamningum.
Til viðmiðunar er hægt að hafa niðurstöður skýrslu um lágmarkslaun, en samkvæmt henni eru lágmarkskjör til að lifa á Íslandi rúm 200.000,- + skattar, eða nálægt 290.000,-. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir verkalýðsforustuna að koma því í gegn sem lágmarkslaun, þar sem meðaltalslaun eru samkvæmt skýrslu Hagstofunnar eru 348.000,-.
Reyndar finnst mér þetta ótrúlegar tölur sem koma fram í skýrslunni, þó ég, eins og áður segir, vilji ekki efast um heilindi Hagstofunnar. Sjálfur vinn ég vaktavinnu og skila 42 tíma vinnnuviku. Heildarlaun mín eru þó ekki nema rétt rúm 250.000,- kr á mánuði. En ég fæ að vísu greitt eftir samningi milli SGS og SA, það gerir væntanlega gæfumuninn.
Það er einnig undarleg tímasetning á framsetningu þessarar skýrslu, einmitt að morgni þess dags sem SA og ASÍ eru að fara í lokaviðræður við ríkisvaldið!
Reyndar, eftir að hafa lesið skýrsluna betur, dreg ég til baka fyrri orð mín. Ég efast stórlega að þessi skýrsla standist skoðun!! Hún ber greinileg merki þess að hafa áhrif á þær kjaraviðræður sem nú standa yfir og væntanlega mun Gylfi fagna henni. Skýrslan hjálpar honum það ætlunarverk að standa að baki SA gegn launafólki í landinu!!
Regluleg laun 348 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
"Verum raunsæ og segjum satt"
26.3.2011 | 05:01
Þetta er fyrirsögn greinar sem Gylfi Arnbjörnsson ritaði í Fréttablaðið. Það hefði betur farið hjá Gylfa ef hann hefði nú haft þessa fyrirsögn sína að leiðarljósi, þegar hann ritaði greinina.
Í þessari grein fer Gylfi yfir þá óánægju sem ríkisstarfsmenn hafa sýnt, vegna afskipta hans af lífeyrisréttindum þeirra. Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ og sem slíkur ætti hann að vita að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna er hluti af launakjörum þeirra. Það eitt hefði átt að segja honum að vera ekki að krukka í þeirra kjör.
Það er nokkuð ljóst að það misræmi í lifeyrisréttindum milli þeirra sem annars vegar þiggja laun af ríkinu og hins vegar þeirra sem eru á almennum kjarasamningum er ekki réttlátt. Um það deilir enginn, ekki einu sinni starfsmenn ríkisins. En það er fleira sem þarna spilar inn í. Kjör ríkisstarfsmanna eru yfirleitt frekar rýr og þeir sem starfa þar geta í flestum tilfellum fengið betri laun á almennum vinnumarkaði við sambærileg störf, þar sem þau á annað borð eru til. Að ekki sé minnst á hvað laun þessa fólks eru lægri en sambærileg störf erlendis. Því má með fullum sanni segja að laun þessa fólks væru hærri ef lifeyristrygging þeirra væri sú sama og á almennum markaði.
Gylfi gerir að umtalsefni þá staðreynd að ríki og sveitafélög séu nú ábyrg fyrir 500 miljarða halla lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna. Hann nefnir hins vegar ekkert hvers vegna þessi halli er til kominn. Er það vegna þess að fé sjóðsins hefur verið illa ávaxtað? Eða er það kannski vegna þess að ríkið hefur verið að nota þessa peninga í annað? Hann tekur heldur ekkert tillit til lægri launa ríkisstarfsmann. Þetta er aumur málflutningur og ekki manni eins og Gylfa Arnbjörnssyni samboðinn.
Gylfi rökstyður meðal annars mál sitt með því að ríkisábyrgð er í raun ábyrgð á launþegum og því sé málið honum skyllt, hann sé að hugsa um sina umbjóðendur. Það væri þá eitthvað nýtt ef Gylfi er loks farinn að hugsa um sína umbjóðendur. En eru ríkisstarfsmenn ekki líka launþegar, er þessi ábyrgð ekki einnig á þeim? Gylfi hugsar ekki mikið um sína umbjóðendur þegar hann vill ólmur að ríkið taki á sig skuldbindingu sem hæglega gæti farið yfir þessa tölu sem lífeyrisskuldbindingin er. Hann er ekki að hugsa um hag umbjóðenda sinna þegar hann talar máli ESB innlimunarinnar, þó öll verkalýðsfélög Evrópu segji að ekkert verra hafi komið fyrir þau en ESB. Viðvarandi mikið atvinnuleysi og léleg launakjör verkafólks.
Allur launakostnaður ríkis og bæja er á ábyrgð ríkis og bæja. Tekjur hafa þau svo meðal annars af sköttum sem þau innheimta. Því er launafólk ábyrgt sem og fyrirtæki, fjármagnseigendur og allir þeir sem þurfa að skila sköttum og gjöldum til ríkis og bæja. Þar eru launþegar innan ASÍ ekkert með meiri ábyrgð en aðrir launþegar eða skattgreiðendur.
Þá má ekki gleyma þeim farsa sem í gangi er í kjarasamningum núna. Það gamanleikrit er að snúast upp í harmleik, harmleik sem gæti kostað þjóðina mun meiri fjárhæðir en við höfum efni á. Allt vegna þess að Gylfi ákvað að taka sér stöðu með vini sínum Vilhjálmi Egilssyni gegn launafólkinu í landinu. Þessi leikur Gylfa er að setja allt í verkföll í landinu, fólk lætur ekki bjóða sér ölmusu, þegar yfirstéttin, vinir Gylfa, eru að taka sér miljónir í launahækkanir.
Gylfi Arnbjörnsson var skipaður í nefnd af hálfu þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, vorið 2008, sem átti að skoða það að taka verðtrygginguna úr sambandi. Það tók þessa nefnd ekki nema eina viku að komast að því að það væri ekki hægt, fjármagnseigendur gætu tapað á því. Ekki var forseti ASÍ þá með hugann við sína umbjóðendur!
Það er aumt af Gylfa Arnbjörnssyni að ráðast á hluta launþega landsins með þeim hætti sem hann gerir nú. Sérstaklega vegna þess að hann hefur ekkert umboð frá þessum launþegum. Ástæðan skildi þó ekki vera sú að hann sé búinn að svíkja sína umbjóðendur svo mikið að ekki verði lengra komist og því best að ráðast á næsta hóp?
Það hefur engum verið til uppdráttar að reyna að upphefja sjálfan sig á kostnað annara. Það gera einungis þeir sem hafa ekki mannkosti til að upphefja sig á eigin verðleikum.
Það er löngu séð að Gylfi hefur ekki manndóm eða vilja til að standa með sínum umbjóðendum, því á hann að draga sig í hlé og hleypa öðrum að. Ef hann tæki fyrirsögn greinar sinnar, "verum raunsæ og segjum satt", alvarlega væri hann þegar búinn að segja sig úr stól forseta ASÍ.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 05:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)