Og enn bullar Gylfi

Gylfi Arnbjörnsson er forseti ASÍ og sem slíkur ber honum að halda sínum pólitískum skoðunum fyrir sig. Svo einfallt er það!

En þetta hefur Gylfi algerlega hundsað, hann berst um á hæl og hnakka fyrir sjónarmiðum síns flokks, Samfylkingarinnar. Þetta hefur hann gert í nafni ASÍ og aldrei fyrr hefur hann sagt að þar sé hans persónulega skoðun, þvert á móti hefur hann oftar en ekki beinlínis borið stöðu sinni fyrir sig.

Varðandi það svokallaða fréttabréf sem hann minnist á, þá er það fullt af rangfærslum og dulbúnum áróðri, auk þess sem þess er vandlega gætt að fjalla ekki um þau atriði sem neikvæð eru samningunum en hampað þeim skoðunum sem jákvæð teljast.

Verkalýðspólitík og stjórnmálapólitík eru tveir ólíkir hlutir og eiga aldrei samleið. Þegar menn taka að sér trúnaðarstörf fyrir verkalýðshreyfinguna ber þeim að víkja til hliðar stjórnmálaskoðunum sínum.

Flestir hafa menn skoðun á landsmálapólitík og vissulega er öllum heimilt að hafa hana. En það eru sum störf sem eru þess eðlis að mönnum er beinlínis óheimilt að viðra sínar pólitísku skoðanir, formenn stéttarfélaga og ekki síst forseti ASÍ eru í slíkum stöðum!

Ástæðan er einföld, menn hafa ekki val um veru í stéttarfélagi, það er lögbundið. Formenn stéttarfélaga og forseti ASÍ eru fulltrúar fólks sem aðhyllist alla flóru hins pólitíska landslags. Þeir hafa ekki heimild til að taka stöðu með hluta þess fólks sem þeir eru í starfi hjá, þeir eiga að standa vörð allra launþega, sama hver pólitísk sýn þessara launþega er og sama hver þeirra eigin pólitíska sýn er. 

Það eru einkum tveir forsvarsmenn launafólks sem hafa verið áberandi í sínum pólitísku skoðunum undanfarið, Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson. Þá er kjarni í innsta hring ASÍ þessum mönnum mjög hliðhollir og fylgja þeim. Stæðsti hluti miðstjórnar ASÍ tjáir sig hins vegar lítið um pólitík, en fylgir þó stjórninni eftir eins og þægir rakkar í von um að einhverjir molar detti nú af háborðin. Þetta fólk er þarna til að fá upphefð, ekki til að standa vörð launþega.

Gylfi Arnbjörnsson er með öllu óhæfur í stöðu forseta ASÍ. Honum er gjörsamlega fyrirmunað að halda sínum stjórnmálaskoðunum utan starfsins, honum er gjörsamlega fyrirmunað að standa vörð launafólks og síðast en ekki síst hefur hann marg oft opinberað vankunnáttu sína um kjör þeirra sem lægstu launin hafa og tengslaleysi sitt við raunveruleikann.

Því á hann að segja af sér!!

 


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt; Maðurinn er varla heill, þeir félagar tveir Gylfi A og Gylfi M hafa gert þjóð hið mesta ógagn og ættu að láta sig hverfa opinberlega svo ekki sé minnst að aðra hrundalla

Kristinn M (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 07:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála burt með þetta lið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband