Nú ríður á ....

Þjóðin hefur sagt sitt, hún hafnaði lögum um icesave.

Nú ríður á að rétt skilaboð fari til umheimsins, á því veltur framtíð okkar. Röng skilaboð og röng viðbrögð ráðamanna getur skaða okkur en rétt skilaboð geta hjálpað.

En treystum við því fólki sem nú er við stjórnvölinn til að koma réttum skilaboðum frá sér? Treystum við þessu þingi, sem samþykkti lögin með nærri tveim þriðju atkvæða? Treystum við fulltrúum vinnumarkaðarins, sem fyrir kosningu vildu tengja þessa kosningu kjarasamningum og sögðu í nótt að byrja þyrfti upp á nýtt í því máli?

NEI þjóðin treystir þessu fólki ekki.

Fjármálaráðherra lét hafa eftir sér að hugsanlega þyrfti að kjósa til þings árlega, ef þessi forseti sæti áfram. Þarna vill hann kenna forsetanum um ófarir ríkisstjórnarinnar. Staðreyndin er sú að ef á þingi væri fólk sem þjóðin treysti og hagaði sér í samræmi við vilja þjóðarinnar, þyrfti forsetinn ekki að taka fram fyrir hendur þingsins. Svo einfallt er það.

Tveir þriðju þingmanna mat vilja þjóðarinnar rangt. Þeir þingmenn eru í andstöðu við þjóðina. Margir þeirra höfðu sig mikið í frammi til varnar eigin ákvörðun, þó flestir hefðu haft vit á að þegja. Sök þeirra er þó engu minni þó þeir hafi ekki tjáð sig.

Forusta atvinnulífsins, einkum framkvæmdarstjóri SA og forseti ASÍ höfðu sig einnig mikið í frammi um ágæti laganna, fyrir kosningu og gerði tilraun til að tengja saman kjarasamninga við þessa kosningu. Það var svínslegt og algjörlega siðlaust. Fyrstu viðbrögð þeirra beggja gefa ekki von um rétt viðbrögð. Það fyrsta sem þeir sögðu að endurskoða þyrfti forsemdur samninga. Þetta eru neikvæð skilaboð til umheimsins og ekki til þess fallin að hjálpa okkur, jafnvel þó þau væru sönn. Þessum mönnum er ekki treystandi.

Menn verða nú að gæta orða sinna. Því miður er ekki að sjá að það muni verða.

Því er aðeins eitt í stöðunni, að rjúfa þing og boða til kosninga, fá þing sem hefur traust þjóðarinnar.

Varðandi atvinnulífið er nauðsynlegt að skipta strax út þeim sem þar eru í forsvari.  Fyrir fyritæki landsins getur það skipt sköpum að þau hafi í fosvari fyrir sig mann sem metur stöðuna rétt og vinnur samkvæmt því. Og fyrir launþega er nauðsynlegt að taka allt umboð, sem þeir hafa fært ASÍ til samningsgerðar, af því. Að fólkið í stéttarfélugunum fái sjálft að semja um sín mál.

Niðurstaða þessarar kosningar sýnir svo ekki verður um villst að gjá er milli þjóðarinnar og þeirra sem valdið hafa. Því verður að skipta þeim út valdhöfum og fá nýtt fólk, fólk sem er tilbúið að vinna fyrir fólkið!!

Kosningar til alþingis strax!!

 


mbl.is Yfir 58% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Rétt Heiðar, við treystum ekki þessu fólki.  Þess vegna þarf að taka af þeim málfrelsið fyrir okkar hönd nú þegar og fá það einhverjum þeim sem þjóðin getur treyst þar til kosið hefur verið aftur. 

Þetta fólk hefur ekki gert annað nú í tvö ár en að valda okkur tjóni og það er ekki hægt að sætta sig við það lengur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 10.4.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband