Færsluflokkur: Kjaramál
Mistök Vilhjálms Egilssonar.
27.1.2011 | 22:23
Vilhjálmur Egilson gerði þau afdrifaríku mistök að ýta frá sér sínum mesta og besta vin og fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar, Gylfa Arnbjörnsyni. Með þann mann sér við hlið, gat Vilhjálmur náð langt í að kúga launafólkið. En hann áttaði sig ekki á mikilvægi þessa vinskapar og ákvað að slíta honum.
Nú situr Vilhjálmur uppi með þá stöðu að þurfa að ræða við launafólkið sjálft, án hjálpar vinar síns Gylfa. Þetta leiðir til þess að erfiðara verður fyrir hann að koma sínum hugðarefnum að, ef ekki útilokað.
Launafólk mun ekki láta kúga sig, það mun ekki láta Vilhjálm Egilson segja sér hvenar eigi að semja og um hvað, eins og vinur hans var þó tilbúinn að gera.
Ef Vilhjálmur Egilsson neitar að tala við launafólk ætti hann að vita hvaða afleiðingar það hefur, hann mun þá standa að verkföllum og bera alla ábyrgð á þeim!
Það er magnað að Samtök Atvinnulífsins skuli vera með mann í forsvari fyrir sig sem ekki virðist hafa meiri og betri skilning á því út á hvað samningar ganga.
Það er magnað að Samtök Atvinnulífsins skuli vera með mann í forsvari fyrir sig sem ætlar að stofna til verkfalla og stöðva fyrirtækin.
Stjórn SA er þó vorkun, þann tíma sem Vilhjálmur Egilson hefur verið í forsvari fyrir þá, hefur hann verið í nánu vinarsambandi við forseta ASÍ og með þeim vinskap hefur honum tekist að halda launafólki niðri og staðið gegn allri eðlilegri kjaraþróun. Með því að slíta þessum vinskap færði hann launafólki sjálfu vopnin í hendur og ekki víst að vinur hans fái þau aftur. Það eru breyttir tímar runnir upp.
Það er vonandi að Vilhjálmur Egilsson átti sig fljótlega á þeirri staðreynd að hann verði að tala við launafólkið og gera við það samninga. Ef ekki mun illa fara.
Verkföll eru öllum til skaða, en þetta er eina vopn launþega. Því verður ekki beitt nema af neyð, en því verður þó hiklaust beitt ef á þarf að halda. Vilhhjálmur Egilson skyldi ekki halda annað! Ef svo fer er ábyrgðin öll hans!!
Almennir launamenn í gíslingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verkföll framundan ?
24.1.2011 | 20:23
Það er gott mál að samræmdri launastefnu skuli vera kastað út af borðinu. Um ástæðurnar er hins vegar hægt að deila.
Forseti ASÍ segir: Það er alveg á hreinu að við erum ekki tilbúin að setjast að viðræðu við atvinnurekendur um þriggja ára kjarasamning, sem var þeirra tillaga, byggt á þeirri forsendu að það sé hægt að taka efni slíks samnings og nota sem þvingunaraðgerð við stjórnvöld um afstöðu útgerðarmanna í sjávarútvegsmálum. Til þess verður Alþýðusambandið ekki notað." (Undirstrikað af GH.)
Þetta eru stór orð og staðfesta það sem sumir hafa haldið fram, að forseti ASÍ hafi verði leiksokkur SA í undanfara þessara samninga. Þau staðfesta það að forseti ASÍ hafi verið tilbúinn að ganga til samninga á grundvelli tillagna og forendna SA. Þetta er mikil játning af hálfu forseta ASÍ og gerir hann óhæfan til að halda áfram sem forsvarsmaður launþega í núverandi samningum!!
Nú ber forseti ASÍ því við að ekki sé hægt að halda áfram viðræðum vegna þess að SA krefjist að lausn í sjávarútvegsmálum verði lokið fyrst. Það er eðlilegt að SA komi fram með þessa kröfu, en hún kemur þó launafólki ansi lítið við og því ekki kjarasamningum heldur.
Sú stefna sem þeir félagar Gylfi og Villi E hafa komið kjarabaráttu í er vægast sagt undarleg.
Fyrir það fyrsta virðist sem SA eigi að stjórna umræðuferlinu og það eigi einnig að setja fram kröfurnar. ASÍ eigi að hlýða og þegja.
Þá er svo að sjá sem laun eða launakröfur séu orðnar algert aukaatriði í kjarabaráttunni. Allur kraftur fer í að karpa og ræða um önnur atriði, sem kemur kjaramálum lítið eða ekkert við.
Sú staðreynd að báðir aðilar skuli ætla að semja gegn um stjórnvöld ber ekki merki um metnað af hálfu þessara aðila. Stjórnvöld eiga ekki að koma að samningum fyrr en allt annað er að fullu reynt. Þá verður að skoða þá staðreynd að allt sem stjórnvöld leggja til samninga, er tál og ekki fast í hendi. Þetta höfum við illilega verið vör við hjá núverandi stjórn. Ekki einungis sveik stjórnin öll sín loforð, bæði við SA og launafólk, í kjölfar svokallaðar sáttar sem samþykkt var sumarið 2009, heldur hefur þessi stjórn verið stórtæk í að fella úr gildi eða skerða ýmsar bætur, skattafslætti og önnur þau hlunnindi sem komið hafa á í gegn um tíðina, til hjálpar launþegum. Oftast hafa þessar bætur komið til vegna og í tengslum við kjarasamninga!!
Þó Gylfi Arnbjörnson sem enn er titlaður forseti ASÍ sé í góðu sambandi við flokksystur sína er vermir tímabundið stól forsætisráðherra, ætti hann þó að átta sig á að ríkisstjórnir koma og fara. Svo mun einnig verða með þessa. Því eru munnleg loforð einskisvirði og skrifleg einnig. Þessi stjórn hefur sannað það svo ekki verður um villst. Það hefur engri stjórn tekist að þurka út jafn mikið af réttindum launafólks eins og þessari. Það sem verra er, er að þessi stjórn hefur lagt grundvöllinn fyrir framtíðina. Lög og loforð af hálfu stjórnvald, sem gerð eru í tengslum við kjarasamninga, halda einungis rétt á meðan samningar eru samþykktir af launafólki!!
Margir halda því fram að krafa SA um að lausn í sjávarútvegsmálum verði kláruð áður en samningar verði gerðir, sé svívirða. Vissulega er það það. En Villa E er þó vorkun, hann er orðinn því vanur að ASÍ fylgi honum að málum. Því er von að hann haldi að hægt sé að spyrða þessa hluti saman.
Villi E veit sem er, að lausn í sjávarútvegsmálum er ekki á næsta leyti, ef einhverntímann. Hann hlýtur því að vera að tefja með þessari kröfu. Hann veit einnig að hver mánuður án samninga sparar atvinnurekendum peninga. Það er nefnilega svo undarlegt að ekki er sjálfgefið að nýr samningur gildi frá lokum þess síðasta. Um þetta þarf að semja hverju sinni og oftar en ekki hefur ekki tekist að ná því í gegn. Það ætti alltaf að vera forgangskrafa launþega að svo verði!! Það á aldrei að vera hagur atvinnurekenda að draga samninga!!
Launafólk þarf nú að taka höndum saman og kasta öllum áhrifum vinnuveitenda út úr sínum félugum auk flokkspólitískra tengsla.
Það er ljóst að sú þróun sem nú virðist vera að gerast, þar sem vinnuveitendur telja sig geta komið fram við launafólk eins og þræla, verður ekki liðið. Nýjasta dæmið er hjá þernum á Herjólfi. Þær voru ekki sáttar við þá starfssamninga sem þeim var ætlað og vildu láta sitt stéttafélagið skoða þá. Svarið sem þær fengu var uppsagnarbréf!! Ef starfssamningurinn þoldi ekki skoðun viðkomandi stéttafélags, segir það að þarna hafi átt að svindla á þernunum. Þetta er einungis eitt dæmi, sem rataði í fjölmiðla. Hversu mörg rata ekki þangað? Hversu margir láta svona frekju og yfirgang yfir sig ganga, til þess eins að halda vinnu?
Það er ljóst að framundan eru harðar deilur, sem líklegt er að endi með verkföllum. En hverjum verða þau verkföll að kenna?
Er það fólkinu sem vill að staðið sé við gerða samninga og krefst einhverrar leiðréttingar sinna mála?
Er það atvinnurekendum, sem skirrast ekki við að svindla á launþegum og ætla nú að draga inn í samningaumræðuna algerlega ótengt mál?
Eða er það stjórnvöldum, sem hafa svikið launafólkið, tekið af því ýmsar bætur og skattafslætti sem til hafa orðið vegna og í tengslum við kjarasamninga?
Svari hver fyrir sig!
Viðræðum um samræmda launastefnu hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er eitthvað stórkostlegt að !!
21.1.2011 | 18:14
Forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson, hefur barist fyrir því að um samræmda launastefnu yrði að ræða í næstu samningum. Undir þetta tekur vinur Gylfa, Vilhjálmur Egilsson hjá Samtökum atvinnulífsins.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, hefur hins vegar verið mjög á móti þessu og bent á rök sínu máli til stuðnings. Lítið fer hins vegar fyrir rökum frá Gylfa.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreyfungunni þegar fámennur hópur manna, sem ekki einu sinni eru kostnir til valda af launafólkinu sjálfu, getur tekið ákvarðanir upp á sitt einsdæmi, ákvarðanir sem koma til með að skapa enn frekari örbyrgð fyrir launafólk.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreyfingunni þegar forseti ASÍ vill ekki að launþegar fá hlut í hagnaði þeirra fyrirtækja sem eru að græða.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreifingunni þegar forseta ASÍ þykir sjálfsagt að atvinnurekendur skuli standa einir að hagnaði fyrirtækja.
Það er eitthvað stórkostlegt að í verkalýðshreifungunni þegar forseti ASÍ setur sig á bekk með atvinnurekendum gegn launþegum.
Það er eitthvað stórkostlegt að hjá launþegum ef þeir láta þetta yfir sig ganga!!
Gylfi Arnbjörnsson verður að átta sig á að hann er þjónn launþega og á sem slíkur að standa vörð þeirra. Það hefur hann ekki gert!!
Gylfi verður einnig að átta sig á þeirri staðreynd að það eru launþegar sem koma til með að eiga síðasta orðið, þeir verða að samþykkja þá þrælasamninga sem hann ætlar því! Þá skiptir engu máli þó þeir samningar veiti honum sjálfum þokkalega launahækkun, þeir verða að veita almennum launamanni kjör sem lifandi er af!!
Ég legg eindregið til við sem flest stéttafélög landsins að þau fara að fordæmi Verkalýðsfélags Akraness og dragi samningsumboðið frá SGS og ASÍ. Til að slíkt megi gerast verða almennir félagsmenn að krefjast funda í sínum félugum og taka völdin af stjórnum þeirra í þessu máli. Staðreyndin er sú að Gylfi og félagar komast upp með svikin vegna svika stjórna stéttarfélaga við sitt fólk!!
Það er deginum ljósara að ef launafólk gerir þetta ekki, munu verða gerðir samningar sem hneppa það í enn frekari þrældóm!!
Verkalýðsfélag Akraness segir sig frá samfloti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kjaramál
17.1.2011 | 13:08
Í Bagstíðindunum í morgun er frétt á bls. 2 undir fyrirsögninni "Hafnar samræmdri stefnu í samningum".
Fréttin fjallar að mestu um þá kröfu formanns verkalýðsfélags Akraness, um að ekki verði gerðir samræmdir kjarasamningar. Hann bendir á þá staðreynd að þó mörg fyrirtæki standi höllum fæti nú, eru önnur sem hafi burði til og eigi að bæta kjör sinna starfsmanna verulega. Þetta eru einkum fyrirtæki í útflutningi, sem hafa hagnast á hruni krónunnar.
Það sem er þó merkilegast við þessa frétt eru ummæli Sverris Má Albertsonar, framkvæmdastjóra AFLs á Austurlandi, en hann kannast ekki við neina ólgu um þetta mál í sínu félagi. Sverrir hefur kannski ekki áttað sig á að hans eigin félagsmenn í bræðslunni hafa boðað verkfall!! Þeir krefjast sérkjarasamninga!
Það er ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt til að þóknast ASÍ. Sverrir ætti frekar að standa að baki þeim sem borga honum laun en einhverjum spilltum karli í Reykjavík sem titlar sig forseta ASÍ, en er í raun verkfæri atvinnurekenda og stjórnvalda.
Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum sú spurning hvort semja eigi eins fyrir alla eða hvort þau fyrirtæki sem hverjum tíma geta greitt meira, verði krafin um slíkt.
Ef um samræmda kjarasamninga er að ræða hlýtur kjarabótin að ráðast hverju sinni af stöðu þeirra fyrirtæja sem erfiðast er hjá og hin græða. Slík stefna leiður til stiglækkandi kjara fyrir fólk.
Ef hins vegar er samið eftir getu hvers fyrirtækis mun það leiða til aukinna kjara, til lengri tíma litið. Þetta hefur þann kost einnig að þau fyrirtæki sem vel eru rekin munu þá að sjálfsögðu verða með betri kjarasamninga en hin. Það gerir þau eftirsóttari vinnustað og minnkar starfsmannaveltu. Því er það í raun undarlegt að vinnuveitendur skuli koma fram með kröfu um samræmda kjarasamninga, þeir eru að grafa undan sjálfum sér með því!!!
Þetta er því spurningin hvort launþegar eigi að fá hlut í þeim gróða sem útflutningsfyrirtækin eru að safna um þessar mundir, eða hvort sá gróði eigi að fara óskiptur til eigenda þeirra fyrirtækja! Þessi spurning er ekki flókin.
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvern andskot... er Gylfi að röfla !!
14.1.2011 | 13:13
Það þarf einhver að taka að sér það illa verkaefni að rasskella Gylfa hressilega!! Hann kannski áttar sig þá á því að ASÍ er EKKI stjórnmálaflokkur, heldur samband um hagsmunasamtök launafólks.
Það virðist vera algerlega fyrirmunað fyrir Gylfa að átta sig á þessari staðreynd!! Hann er að skipta sér af málum sem hann hefur ekkert umboð til! Hans eina verk er að standa vörð um hagsmuni launafólks, ekkert annað!! Það vill svo til að innan launafólks eru verulega skiptar skoðanir á þessum samning, þó eru sennilega flestir launamenn sammála því að sá dráttur sem hefur orðið varð okkur til mikilla bóta. Enda sá dráttur til komin vegna þess að skjólstæðingar Gylfa, launafólkið, felldi fyrri samning.
Því er með öllu ófært að ASÍ sé að koma fram með svona fullyrðingar, í algjörri andstöðu við sína umbjóðendur!!
Gylfi Arnbjörnsson er löngu búinn að missa allt traust launafólks. Ástæða þess að hann situr enn í stóli forseta ASÍ er eitthvert það ólýðræðislegast kosningafyrirkomulag sem til er, er um þetta embætti. Það þarf að leita aftur til gamla Sovét til að finna eitthvað sambærilegt rugl. Ef kosið væri í það í beinni kosningu af launþegum, sem ætti að sjálf sögðu að vera, þyrfti Gylfi ekki að mæta meira til vinnu þar!!
ASÍ: Stefnan í Icesave hefur skaðað stöðu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að halda því fram að engar launahækkanir séu besta kjarabótin !!
14.1.2011 | 07:54
Guðmundur Gunnarsson hefur gjarnan látið í sér heyra í samningum og undanfara þeirra. Nú bregður öðru við, í þau örfáu skipti sem hann hefur tjáð sig í undanfara þessara samninga hefur hann verið einstaklega orðvar og svo virðist ætla að verða við samningagerðina einnig. Skyldi það stafa af því að flokkur hans, Samfylkingin, er við stjórnvölinn?! Guðmundur hefur hins vegar verið duglegur að rita greinar um ágæti þess að ganga í ESB, þar sem réttur launþega er hafður að engu!!
Vilhjálmur Egilsson krefst sameiginlegrar launastefnu. Þessi krafa er algerlega óásættanleg! Þetta veit Vilhjálmur E. en heldur þó kröfunni til streytu. Skyldi það vera til að tefja samningana?
Að venju er því haldið fram nú sem fyrr, að engar launahækkanir séu besta kjarabótin. Þessi þversögn hefur verið notuð í samningum frá því elstu menn muna. Aldrei hefur verið forsendur fyrir aukinni launahækkun, aldrei hafa fyrirtæki landsins haft getu til að taka á sig auknar launagreiðslur og alltaf hefur krafa um aukin laun verið þjóðarbúinu hættuleg og stefnt því í voða!! Margir hafa fallið í þá gryfju að trúa þessu bulli!!
Til að menn geti leift sér að segja slíka vitleysu, verða þeir að ganga á undan og sýna fordæmi. Því er þó ekki að heilsa, þvert á móti. Ríkisstjórnin fer með offorsi í skattaálögum og gjaldtöku af öllu hugsanlegu sem henni dettur í hug. Flest fyrirtæki, sem Vilhjálmur Egilson er í forsvari fyrir, hækka sínar gjaldskrár eins og þeim sýnist og skammast sín ekkert fyrir það. Öll þessi gjaldtaka lendir á launþegum, bæði beint og óbeint!! Þegar þeir vilja svo fá sanngjarnar hækkanir sinna launa, er það ekki hægt, það stefni þjóðarbúinu í voða!! Þessi plata er orðin ansi rispuð. Ríkinu og SA er til skammar að nota hana enn einu sinni. Það er þó skelfilegra þegar svokallaðir fulltrúar launafólks, eins og Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Arnbjörnsson, taka undir þetta bull og það áður en eiginlegar samningaviðræður eru byrjaðar!!
Eitthvað mesta mein í forustu launþega er að í hana hafa valist menn sem nátengdir eru stjórnmálaflokkum. Þessir menn vilja svo stjórna launþegum eftir þeirri pólitísku hugsjón sem flokkur þeirra hefur. Vissulega er ekki hægt að krefjast þess að þeir hafi ekki pólitíska skoðun, en það er lágmarkskrafa að þeir haldi henni fyrir sig, láti hana ekki bitna á launþegum. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur krötum tekist að ná yfirráðum í verkalýðshreyfingunni, þó þeir hafi varla fimmtung kjósenda að baki sér.
Á þessu eru þó einstakar undantekningar. Verkalýðsfélag Akraness er laust við þessa sýki. Því stjórnar Viljálmur Birgisson. Hann er ekki bundinn neinum stjórnmálaflokki og hefur heill sinna félagsmann í heiðri. Væntanlega hefur hann þó skoðun á íslenskri pólitík, en ALDREI hefur hann opinberað þá skoðun frá því hann tók við félaginu, hvorki í ræðu né riti. Vilhjálmur B hefur bent á að sameiginleg launastefna sé ekki ásættanleg, það sé fjöldi fyrirtækja í landinu sem geti bætt kjör sinn starfsmann af myndarskap, fyrirtæki sem hafa notið góðs af hruninu.
Það er ljóst að ef enn á að halda áfram að miða launahækkanir við þau fyrirtæki sem verst standa og láta það ganga yfir línuna, stefnum við í enn verra ástand en nú er. Þá munu laun alltaf lækka meira og meir að raungildi!! Það er líka spurning hvort þau fyrirtæki sem ekki geta borgað sómasamleg laun eigi yfirleitt rétt á að lifa. Hvort þau séu einfaldlega ekki vitlaust rekin. Þessi stefna hefur verið ríkjandi nú um nokkurt skeið og afleiðingin er ljós. Við búum við launakjör sem eru langt undir framfærslumörkum, hvort heldur er miðað við þá fáráðnlegu útreikninga sem þegar hafa verið gefnir upp, eða þá utreikninga sem stjórnvöld þora ekki að opnbera.
Guðmundur Gunnarsson, Gylfi Arnbjörnsson og Viljálmur Egilsson þurfa að átta sig á þeirri staðreynd að þó þeir geri einhvern samning sín á milli, eru það launþegar sjálfir sem eiga síðasta orðið. Launþegar munu ekki samþykkja einhverja handónýta samninga!! Þeir vilja fá leiðréttingu sinna mála!! Ef þessir menn hlusta ekki, eru þeir beinlínis að biðja um verkföll, þá er sökin alfarið þeirra!!
Setja kaupmátt á oddinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Réttmæt rök hjá Vilhjálmi
13.1.2011 | 13:41
Þessi rök Vilhjálms eru fyllilega réttlætanleg. Það má ekki gleima þeirri staðreynd að oftar en ekki gegnum tíðina hafa starfsmenn þeirra fyrirtækja sem nú eru í aðstöðu til eðlilegra launahækkana, ekki fengið sömu hækkanir og almenni markaðurinn vegna erfiðleika hjá þessum fyrirtækjum.
Það hefur meira að segja komið til einhliða launalækkun hjá stórfyrirtækjum á miðju samningstímabili, vegna tímabundinna erfðleika hjá þeim.
Launafólk hefur komið fram af skilningi við þessi fyrirtæki þegar illa árar hjá þeim, því er ekki nema eðlilegt að þessi fyrirtæki komi fram af skilningi við sitt launafólk núna.
Gylfi Arnbjörnson má gapa fyrir mér, en hann skal þó minnast þess að hver sá samningur sem hann skrifar undir verður að samþykkjast af launafólkinu sjálfu. Í þeim efnum er þessi maður ekki eins vel varinn og við kosningu forseta ASÍ!!
Kjósa um verkfall í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umboðslaus samningamaður !!
12.1.2011 | 13:23
Ég vil bara benda Gylfa Arnbjörnsyni á þá staðreynd að hann er ekki fulltrúi fyrir neinn hóp launþega í þessum viðræðum.
Hann getur skrifað undir hvaða það plagg sem honum sýnist og þóknast vinum sínum í SA og Samfylkingunni. Hann þarf samt sem áður að fá það plagg samþykkt af launþegum sjálfum. Það gæti reynst honum þyngri raun en vinnáttu spjallið í stjórnarráðinu!!
Það verður ekki samþykktur einhver samningur nema fólk fái leiðrétt það óréttlæti sem það hefur orðið fyrir í kjölfar bankahrunsins og þær gerræðisákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið í kjölfar þess!!
Að ætlast til þess að launafólk fái ekki réttláta afgreiðslu í þessum kjarasamningum er bein stríðsyfirlýsing af hálfu SA og stjórnvalda!!
Fundað í Stjórnarráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja, þá er ballið byrjað!!
5.1.2011 | 09:19
Samningsrétturinn er í höndum hvers stéttarfélags, þetta veit Vilhjálmur Egilsson!!
Að ætla að vísa verkfalli til félagsdóms er því eins og hvert annað rugl og eingöngu til þess fallið að efla samstöðu launþega gegn SA.
Verkfallsrétturinn er heilagur, enda eina vopn launþega. Honum ber því að beyta af skynsemi. Það vita allir að verkfall er eithvað það skelfilegasta sem fyrir getur komið, en þegar launþegum er ýtt upp að vegg er þetta þeirra eina svar. Þer eiga ekkert annað vopn til!
Atvinnurekendur hafa hins vegar fjöldan af vopnum sínu megin, vopn sem þeir hika ekki við að beyta! Uppsagnir, skert starfshlutföll og ýmislegt fleira hafa þeir notað óspart undanfarið án þess að launþegar geti neitt gert. Lækkun launa hefur einnig verið stunduð af hálfu atvinnurekenda. Auk þess eiga þeir sambærilegt vopn og launþegar, þ.e. verkbann. Sem betur fer hefur því sjaldan verið beytt, en hótanir um það hafa þó heyrst á undanförnum árum. Við munum eiga eftir að heyra slíkar hótanir oft á næstu mánuðum.
Ef Vilhjálmur vill sleppa við verkföll er hans fyrsta verk að hætta þessu drambi! Það næst aldrei nein sátt eða samningur þegar annar aðilinn hótar að fara með mál fyrir dóm!! Verkallshótun á hann að sjálfsögðu að svara með ósk um viðræður!!
Því miður eru þessar hótanir Vilhjálms sennilega bara uphafið af því sem framundan er, verkföll. Þau lýsa vilja hans til sátta, meir en nokkuð annað!! Við slíkum viðbrögðum má hann búast við að launafólk svari á þann eina hátt sem það getur og hefur vald til; verkföllum!!
Vilhjálmur Egilson kastar hanskanum og honum mun verða svarað!!
Deilan í bræðslum í dóm? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt 22.3.2011 kl. 01:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)