Færsluflokkur: Bloggar
Kaldur vetur framundan
13.9.2023 | 09:43
Það er kaldur vetur framundan. Ekki er gert ráð fyrir neinni hækkun launa á komandi ári, þrátt fyrir mikla verðbólgu sem erfitt eða útilokað er að tengja launahækkunum til almennings. Þar eru önnur öfl að verki, öfl sem launþegar landsins hafa lítil eða engin áhrif á. Sennilega helsti verðbólgumaturinn kokkaður í Svörtuloftum þessi misserin.
Það vantar hins vegar ekki auknar álögur í fjármálafrumvarpið, sem í sjálfu sér er sem eldsneyti á verðbólgubálið. Það kemur hins vegar nokkuð á óvart að fjármálaráðherra skuli veðja á að gamla fólkið hrökkvi uppaf í meira mæli en áður. Þetta fjárlagafrumvarp hefði sómt sér vel í gömlu Sovétríkjunum.
Kólnandi vetur, með verkföllum og allskyns óáran er því framundan. Bækluð og nánast óstarfhæf ríkisstjórn mun ekki lifa slíkar hörmungar af.
![]() |
Tekjur af eignarskatti aukast um 3,5 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dagur treystir á guð og lukkuna
9.9.2023 | 09:14
Það er hreint með ólíkindum hvernig borgarstjóri hagar sér. Raunveruleikaskynið er akkúrat ekki neitt. Ef menn ekki vissu betur, mætti halda að þar réði fáviska hug og hönd.
Fjármál borgarinnar eru kominn í slíkan hnút að erfitt er fyrir borgina að fjármagna sig, Hvert skuldabréfaútboðið af öðru, sem borgin stendur fyrir, fer út um þúfur. Staða borgarinnar orðin slík að henni stendur ekki lengur til boða fjármagn nema á okurvöxtum. Þetta kemur svo sem ekki á óvart, hitt er undarlegra hversu langt þessi óstjórn hefur verið látin ganga. Það er ekki eins og þetta sé að koma upp núna, búið að gerjast í áratug!
Hver man ekki eftir Bragganum fræga eða dönsku grösunum sem voru síðan plöntuð við hann, hver man ekki eftir pálmatrjánum sem þó hafa ekki enn orðið að raunveruleika. Hver man ekki eftir sukkinu vegna sorpmála borgarinnar, Gaju málið, gasstöðin og nú allra síðast sorgleg framkvæmd á einfaldri breytingu við sorphirðuna. Hver þekkir ekki sögu skólamála borgarinnar, á báðum skólastigum, sem henni er ætlað að sjá um. Það mætti skrifa heila bók um þá sorgarsögu. Og hver þekkir ekki aðgerðir borgarstjórnar gegn einkabílnum, götur þrengdar og allt gert til að skapa sem mestar tafir í umferðinni, með tilheyrandi óþarfa mengun til handa borgarbúum. Svona mætti lengi telja, en allt hefur þetta kostað borgarbúa útlát fjármuna, ýmist í formi skatta til borgarinnar eða sem lántaka hennar, sem nú er komin yfir þolmörk.
En hvað gerir borgarstjóri þegar allt er komið í þrot og enga peninga er lengur hægt að fá? Jú hann talar um Parísarhjól við höfnina, hann rígheldur í borgarlínu, gamaldags samgönguaðferð sem einna hellst virkar í fyrrum austantjaldslöndunum. Hann talar um draumsýnir þegar raunveruleikinn hrópar.
Ekki ætla ég að eyða orðum á Parísarhjólið hams Dags. Ekki heldur á sölu Perlunnar, en sala hennar er víst komin á borðið. Samgöngusáttmálann má hins vegar skoða og umræðuna sem um hann hefur verið upp á síðkastið. Þar eru þvílíkir fjármunir í húfi.
Segja má að sú umræða hafi farið af stað þegar fjármálaráðherra áttaði sig á að ekki væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir þeirri vegferð. Að áætlaður kostnaður sáttmálans hefði hækkað úr 160 milljörðum upp í 300 milljarða. Áður hafði áætlaður kostnaður verið hækkaður úr 120 milljörðum í 160 milljarða. Sáttmálinn hefur því hækkað um 180 milljarða á ótrúlega skömmum tíma og nánast allar framkvæmdir enn á teikniborðinu, svo ætla megi að þessar upphæðir eigi eftir að aukast verulega. Reyndar fæst ekki séð að fjárhagslegur grundvöllur fyrir verkefninu sé til staðar, jafnvel þó miðað sé við fyrstu tölur, hvað þá þær sem ræddar eru í dag.
Borgarstjóri er þó alveg sallarólegur vegna þessa, enda fjármálasýn hans nokkuð öðruvísi en flestra. Þó sá hann sig tilknúinn að svara þessum staðhæfingum. Ekki vegna þess að þær væru rangar, alls ekki. Heldur að þær væru eðlilegar og tilgreindi nokkur verkefni Vegagerðarinnar sem höfðu hækkað frá fyrstu áætlunum. Samtals gat hann fundið þar verkefni sem höfðu hækkað um 20 miljarða umfram áætlun. Reyndar eitt þeirra. sem hafði hækkað mest, eða um 5 milljarða frá áætlun, eða 227%, verkefni sem er hluti samgöngusáttmálans. Þarna leggur hann því að jöfnu 15 milljarða hækkun við 180 milljarða hækkun!
Eitt lítið dæmi um verkefni samgöngusáttmálans er brúin yfir Fossvoginn. Brú sem ekki er ætluð almennri umferð þannig að hún skrifast alfarið á Borgarlínuna. Það er nefnilega árátta bæði borgarstjóra og formanns Betri samgangna ohf. að telja hin ýmsu verkefni samgöngusáttmálans til Borgarlínu þegar hentar, en annars utan hennar. Jafnvel utan sáttmálans ef þurfa þykir, eins og upptalning borgarstjóra á verkefnum Vegagerðarinnar.
Áætlaður kostnaður brúarinnar var árið 2021 3 milljarðar. Nú, árið 2023 er áætlaður kostnaður kominn í 6,1 milljarð króna. Hefur tvöfaldast í verði á tveim árum. Ef verðbólga er talin með og allur aukakostnaður sem ekki var fyrirséður, mætti með góðum vilja reikna hækkun upp á um 30%, eða um tæpan milljarð, að kostnaðaráætlun nú gæti verið um eða undir 4 milljörðum króna. Eftir stendur óútskýrður kostnaður upp á 2 milljarða króna. Þetta er þó ekki öll sagan. Kostnaður í dag er í raun enn hærri, sem nemur 1,4 milljörðum, eða 7,5 milljarðar. Þessi 1,4 milljarða lækkun á núgildandi áætlun fékkst með því að nota lélegra efni í brúnna, en áætlað var í fyrstu. Það mun því leiða til aukins viðhaldskostnaðar á henni og jafnvel endurbyggingu innan allt of skamms tíma.
Og þessi blessaða brú liggur enn á teikniborðinu, enn langt í útboð hennar, þó bjóða eigi fljótlega út þá vinnu sem þarf að gera í landi. Því má reikna með að allar tölur eigi eftir að hækka enn frekar.
Þessi aukni kostnaður leggst ekki nema að hluta á borgarsjóð, ríkissjóður mun taka skellinn að mestu. En þegar tillit er tekið til þess að borgarsjóður getur ekki lengur fjármagnað sig, er hver hækkun honum ofviða, hver kostnaðaraukning sem eldsneyti á vanda borgarinnar, hver kostnaðaraukning dýpkar það fen sem borginni hefur verið komið í.
En borgarstjóri er sallarólegur, segir að borgin muni vaxa út úr vandanum. Það eina sem vex í borginni eru auknar skuldir. Til að ná sér útúr úr slíkum vanda þarf fyrst og fremst að vinna að því. Fljótlegast, farsælast og best er að stöðva allar þær fjárfreku framkvæmdir sem hægt er. Þar vigtar Borgarlína þyngst fyrir borgarsjóð. Að treysta á guð og lukkuna dugir skammt.
Það er vonandi að stjórnvöld stöðvi þessa vegferð, bæði til að halda ríkissjóði eins vel reknum og hægt er, en ekki síður til að forða borginni frá allsherjar hruni. Hruni sem mun ekki síst lenda á okkur landsmönnum sem búum utan borgarmarkanna!
![]() |
Tillaga um Parísarhjól taktlaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvert er réttlætið?
2.9.2023 | 16:03
Það er auðvitað útilokað að fyrirtæki á samkeppnismarkaði stundi með sér verðsamráð. Slíkt heldur verði vöru eða þjónustu uppi. Sá aukni kostnaður færist eftir virðiskeðjunni og margfaldast, allt til loka hennar. Það kemur síðan í hlut neytandans að greiða þann kostnað.
Samkeppniseftirlitið er stofnað til að varna því að slíkur leikir séu stundaðir, stofnað til að verja neytendur gegn samráði fyrirtækja. Það vekur hins vegar upp stóra spurningu hver vörnin er fyrir neytandann, þegar stofnunin leggur á himinháar sektir. Þær sektir fara sömu leið og ágóði samráðsins, niður virðiskeðjuna og neytandinn þarf að borga. Þarna er í raun verið að leggja á neytendur kostnað vegna kostnaðar sem hann þegar hefur greitt gegnum verðsamráðið.
Sektir til fyrirtækja er ekki lausn, reyndar vandséð að fyrirtæki eigi að taka á sig skömmina. Fyrirtæki ákveða ekkert sjálf, það eru einstaklingar innan þeirra sem sjá um ákvarðanatökur. Því á að sækja þá menn til saka sem ákváðu verðsamráðið, ekki fyrirtækin sem þeir unnu hjá. Þá menn á að sekta og ef þeir ekki eru borgunarmenn fyrir sektum sínum, setja þá bak við lás og slá.
Það er lítil von til að samkeppni geti orðið eðlileg meðan menn geta falið sig bak við fyrirtækin og komið kostnaði vegna græðginnar á sömu hendur og urðu fyrir henni. Meðan menn geta verið stykk frí frá brotum sínum og látið fyrirtækin taka á sig ábyrgðina. Það er ekki eins og þessir stjórnendur séu á einhverjum sultarlaunum.
Hvar er öll ábyrgðin sem ofurlaun stjórnenda er réttlætt með, þegar þeir þurfa ekki að standa skil gerða sinna?
Hver er bótin fyrir neytendur sem svindlað var á með verðsamráði, þegar fyrirtæki sem slíkt stunda fá bara á sig sektir sem þau sækja síðan til sömu neytenda?
Hvert er réttlætið?
![]() |
Rannsóknin afvegaleidd frá fyrstu stigum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kvalir hvala
1.9.2023 | 00:58
Eitt undarlegasta útspil stjórnmálamanns, hin síðari ár, var bann við hvalveiðum sem sjávarútvegsráðherra setti, degi áður en veiðar áttu að hefjast í vor. Þetta hefur leitt til þess að stjórnbarsamstarfið hefur sjaldan verið stirðara, enda samþykkt í stjórnarsáttmála að hvalveiðum skyldi lokið að hausti 2023. Einfaldara og eðlilegra hefði verið fyrir ráðherra að láta veiðarnar fara fram í sumar og gefa síðan út að veiðum íslendinga á stórhvölum væri eftir það alfarið lokið. Í stað þess tók hún ákvörðun sem er nánast óskiljanleg, ákvörðun sem sannarlega er ekki í anda eðlilegrar stjórnsýslu, ákvörðun sem að öllum líkindum stenst ekki íslensk lög, ákvörðun sem getur átt eftir að baka ríkissjóð háar fjárhæðir. Þessa ákvörðun tók hún vegna persónulegrar andstöðu við hvalveiðar, andstöðu sem hún hafði þegar er hún samþykkti stjórnarsáttmálann og þáði sæti í ríkisstjórn.
En um hvað snýst svo þessi deila öll, deilan um hvalveiðar. Upphaflega var andstaðan sú að hvölum fækkaði mikið á jörðinni og voru sumar tegundir taldar í útrýmingarhættu, einkum þó stórhveli er héldu til á suðurhelmingi jarðkringlunnar. Í dag eru þessi rök ekki lengur gild, hvölum fjölgar mikið í öllum höfum. Þá er dregið fram ný ástæða gegn hvalveiðum, kvalræði hvala.
Málið snýst semsagt um hvort hvalir kveljist er þeir eru líflátnir. Ég þekki ekki neina aðferð til aflífunar skeppna án þess að þær kveljist, en það kvalræði stendur sjaldnast lengi og skepnan fljót að gleyma því, enda dauð. Ráðherra vill finna einhverja leið til að veiða hvali án þess þeir kveljist. Slík aðferð er því miður ekki til. Hvorki gagnvart hvölum né öðrum dýrum. Jafnvel búið að sanna að grasið kveljist þegar það er slegið og blómin þegar þau eru slitin upp.
Sjávarútvegsráðherra var kominn út í horn með ákvörðun sína frá því í vor. Var líklega búin að átta sig á að henni skrikaði þar fótur á lagalega línunni. En hvað átti hún að gera? Ef hún hefði framlengt banninu var hún að storka örlögum sínum enn frekar og reynda ríkisstjórnarsamstarfinu einnig. Ef hún leifði veiðar var hún að viðurkenna eigin mistök í vor. Skýrslan tók þar af allar vangaveltur, enda fátt þar sem kom á óvart.
En ráðherrann er enginn nýgræðingur í stjórnmálum, er refur eins og hún á ætt til. Því kom hún með útspil sem einungis refir geta dregið fram úr sínu hugskoti. Hún leyfir veiðar en setur jafnfram fram skilyrði sem sjálfkrafa stoppa þær af. Skilyrði um að skyttur hvalbáta skuli ljúka námskeiði um atferli, sársaukaskyn, streitu og vistfræði hvala. Fyrir það fyrsta þá er ekki neitt slíkt námskeið til, svo einhver fær þann heiður að setja það saman. Slík vinna tekur tíma, enda fátt vitað um þau atriði sem kenna á um hvalina. Höfundar þurfa væntanlega að skjótast á sjó og hafa tal af einhverjum hvölum, spyrja þá spurninga um hluti eins og sársaukaskyn og streitu. Jafnvel hugsanlegt að einhverjir hvalanna séu haldnir kulnun. svo vissara er að hafa sálfræðing með í för. Þegar því er lokið þarf að koma niðurstöðum á blað, vinna út því námsefni og síðan að skipuleggja sjálf námskeiðin. Miðað við hefð hér á Íslandi, mun sá tími er brot og prentun námsefnisins tekur, einn og sér duga til að hvalveiðitímabilinu lýkur áður en námskeið getur hafist.
Nýjast snúningur þessa máls var svo í gær, þegar leikarar westur í henni hollywood hótuðu landsmönnum öllu illu, ef þeim dirfðist að kvelja hvalina. Eins og áður segir þá er það nú svo að skepnur kveljast yfirleitt þegar þær eru líflátnar. Það á ekki síst við um mannskepnuna, enda sennilega ekkert dýr jarðar aumara en hún. Kannski ættu þessir spekingar þar westra að lýta sér aðeins nær. Hvergi á byggðu bóli er eins mörgu fólki fargað en einmitt í þeirra heimalandi, nema auðvitað þar sem stríðsherrar fá útrás. Og oftar en ekki taka þá landar spekinganna þar westra þátt í óhugnaðnum. Kannski væri nær fyrir þetta fólk að hafna því að vinna í sínu heimalandi, þar til bót verður á. Reyndar hætt við að pyngja þeirra léttist nokkuð.
Annars er nokkuð undarlegt að fólk sem verður frægt af því að koma sjálfu sér á framfæri, leikarar og annað listafólk, telji sig geta orðið siðapostular annarra við það eitt að vera frægt, telji sig verða betra og vitrara en annað fólk. Það er ekki eins og að heimur þessa fólks og einkalíf sé neitt sérstaklega spennandi, allskyns sukk og svínarí kringum þeirra líferni. Þykir stórmerkilegt ef það heldur sama maka í einhver ár. Auðvitað eru undartekningar frá þessari reglu, einsakar persónur í þessum hóp hafa sýnt að þær búa að mannkostum. Það fólk heldur sig hins vegar til hlés. Það eru þeir sem sukka mest, sem telja sig besta og tjá sig hæst, en eru kannski minnstir.
Leikarar og listafólk á heiður skilinn fyrir sýna listsköpun en ætti að halda sig til hlés í pólitík. Það fer ekki vel saman. Einnig ætti þetta fólk að átta sig á þeirri staðreynd að listamaður velur sér hlutverk, velur hlutverk listtjáningar og að skemmta, velur að vera þjónn fólksins.
Fólkið á ekki að vera þjónar þess og allra síst heilu þjóðirnar.
![]() |
Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bilaborgin
30.8.2023 | 08:23
Stefna borgarstjórnar síðustu 13 ár hefur verið að þrengja að einkabílnum og að borgarlína muni leysa allan vandann. Það er hárrétt hjá borgarstjóra að óbreytt stefna mun þýða meiri umferðatafir. Vart er þó þar ábætandi eftir þrettán ára óstjórn í málinu.
Gamaldags borgarlína mun ekki bæta ástandið, þvert á móti. Framkvæmdastjóri betri samgangna ohf. komst að kjarna málsins í viðtali á vísi, þar sem hann sagði að fullreynt væri að reyna að efla strætisvagnakerfið. Og hvað er borgarlína annað en strætisvagnakerfi, á sterum. Ef til staðar er kerfi sem ekki virkar, hví þá að sóa peningum í annað enn verra kerfi?
Það sem kemur kannski þó mest á óvart, eftir að fjármálaráðherra benti á þá einföldu staðreynd að fjárhagslegur grundvöllur borgarlínu væri fjarri því að geta staðist, hver viðbrögð samgönguráðherra voru. Hann taldi ekki þörf á að skoða málið neitt sérstaklega. Í mesta lagi að fresta því um einhver ár, en haldið yrði sömu stefnu, hvað sem það kostar.
Hans flokkur hefur alla tíð haft nokkuð skýra afstöðu gegn borgarlínu, talið að peningum til samgöngubóta væri betur varið á annan hátt. Þegar oddviti flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum talaði fyrir breyttri og betri stjórn borgarinnar, töldu kjósendur að þar væri m.a. átt við að breytingar yrðu í stefnu umferðarmála. En oddvitinn var fljótur að þiggja stólinn og svíkja sína kjósendur. Hann mun ekki verða langlífur í pólitík. Formaðurinn, samgönguráðherra, elti fljótlega þennan nýja "framsóknarmann". Hvað kemur næst frá ráðherranum? Að leggja niður flugvöllinn?
Það er klárt mál að ef sömu stefnu verður haldið, í umferðarmálum borgarinnar, mun illa fara. Borgarlína mun þar engu breyta. Það þarf ekki nema eina staðreynd til að átta sig á þeirri staðreynd.
Björtustu vonir gera ráð fyrir að um 12% ferða innan borgarinnar muni verða þjónaðar af borgarlínu. Þetta eru björtustu vonir, í raunheimum má gera ráð fyrir að nýtingin verði mun minni. En ok, notum þessar björtustu vonir. Það er fjarri því að þær muni duga til þess eins að flytja þá fjölgun sem gera má ráð fyrir að verði á svæðinu, þar til fyrsta áfanga er náð, hvað þá ef verkefninu líkur einhvertímann. Því mun eftir sem áður 88% íbúa ferðast á annan hátt, flestir á einkabílum. Þar mun hlutfallsleg aukning bíla verða í samræmi við fjölgun fólks. Grundvölurinn undir þessu er því fjarri því að geta staðist.
Ef svo farið er í fjárhagshliðina, þessa sem fjármálaráðherra benti á að ekki væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir. Reyndar er erfitt að tala um fjárhagslegan grundvöll af einhverju, þegar ekki er vitað hver kostnaður verður. Væntanlega á ráðherra við að sá kostnaður sem áætlaður er í dag sé utan fjárhagslegs grundvallar. Reyndar er einungis eitt verkefni að hefjast sem eingöngu er hægt að skrifa á borgarlínu og þar hefur áætlaður kostnaður hækkað dag frá degi, langt umfram verðbólgu. Nú á að bjóða verkið út og fróðlegt að sjá hversu langt yfir kostnaðaráætlun boðin verða. Þarna er átt við brú yfir Fossvoginn, sem einungis strætisvagnar borgarlínu mega aka yfir, auk hjólandi og gangandi umferð. Önnur verkefni borgarlínu virðast vera val borgarstjóra hvort þau tilheyri borgarlínu eða ekki. Fer eftir því hvað hentar hverjum tíma. En sum þessara verkefna koma þó einungis til vegna hugmynda um borgarlínu. Öll eiga þó sammerkt að hækka daglega og vera þó stórkostlega undirmetin þegar að útboði kemur.
Því er útilokað að hafa einhverja minnstu hugmynd um kostnaðinn og einnig útilokað að gera sér grein fyrir því hvort fjárhagslegur grundvöllur sé til staðar. Ofaná allt er síðan algerlega haldið utan umræðunnar rekstrarkostnaður borgarlínunnar, né hver eða hverjir eigi að standa undir honum. Er það mögulegt að 12% þeirra sem ferðast um borgina muni geta haldið uppi slíkum rekstri? Hvert þarf fargjaldið að verða til að það gangi eftir?
Borgarstjóri sjálfur hefur bent á þá staðreynd að höfuðborgin er hönnuð sem bílaborg. Þeirri hönnun verður ekki breytt, jafnvel þó svokölluð þétting byggðar verði sett á stera. Borgin er dreifð yfir stórt svæði og sjaldnast sem fólk býr nærri þeim stað sem það sækir atvinnu. Öll þjónusta hins opinbera, sjúkrahús og æðri menntastofnanir eru á litlu svæði í jaðri borgarinnar, þeim jaðri sem lengst liggur frá öllum vegtengingum til og frá borginni. Sem lengst liggur frá öllum nýjustu hverfum borgarinnar. Sem jafnvel lengst liggur fá mestu hugmyndum um þéttingu byggðar í borginni. Því mun einkabíllinn áfram verða helsti fararmáti borgarbúa.
Því verða borgaryfirvöld að átta sig á því að greiða þarf umferð einkabílsins um borgina. Að telja að hægt sé að þvinga fólk til hlýðni, þvinga fólk til að nota gamaldags ferðamáta, er eins og að berja hausnum við stein. Meirihluti borgarstjórnar hefur sennilega stundað þá iðju full lengi, ef mið er tekið af áráttuhegðun þeirra.
![]() |
Óbreytt stefna þýði meiri umferðartafir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjarnorku- eða kolabílar
29.8.2023 | 08:51
Fá lönd eru eins rík af hreinni orku og Ísland og fá lönd hafa meiri hag af orkuskiptum bílaflotans en Ísland. Ekki er þó allt sem sýnist.
Samkvæmt alþjóðlegu bókhaldi, þó einkum því evrópska, er orkan okkar bara alls ekki svo hrein. Hreinleiki hennar hefur verið seldur úr landi. Eftir sitjum við með kolmengaða orku, framleidda að mestu með kjarnorku og kolum. Orkufyrirtækin selja hreinleikann úr landi og kolefnisbókhald Íslands fer í vaskinn.
Því er það svo að þeir sem hafa efni á að kaupa sér rafbíl, eru í raun að kaupa sér kjarnorku- eða kolakynntan bíl. Nema auðvitað viðkomandi versli sér einnig kolefniskvóta, svona rétt eins og við mengunarsóðarnir sem ökum um á díselbílum getum gert.
Fáránleikinn er algjör.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Beðið eftir Degi
27.8.2023 | 08:48
Það fer lítið fyrir einhverri stærstu frétt þessa dagana. Ljósvakamiðlar og flestir fréttamiðlar þegja þunnu hljóði. Eru sennilega að bíða eftir svari Dags við fréttinni, en víst er að hann mun fá óskipta athygli þessara fjölmiðla.
Og hver er svo fréttin? Jú, fjármálaráðherra er vaknaður, er búinn að átta sig á því sem margir bentu á strax í upphafi, að samgöngusáttmáli höfuðborgasvæðisins er langt frá því að geta gengið upp. Þar kemur einkum til að allir þættir svokölluðu borgarlínu voru stórkostlega vanáætlaðir. Þó er rekstrargrundvöllur hennar ekki meðtalinn, enn ekki farið að spá í hver mun axla þann kostnað, né hver hann muni verða.
Fréttin er ekki vanreiknuð kostnaðaráætlun borgarlínu. Það vissu allir sem kunna að leggja saman tvo plús tvo. Fréttin er að ráðherra skuli vera vaknaður. En svo er auðvitað hitt, að BB á nokkuð undir högg að sækja í eigin flokki, sem þessa helgina heldur sinn flokkráðsfund. Kannski er þessi yfirlýsing Bjarna bara til "heimabrúks" á þeim vettvangi.
Það mun koma í ljós. Komi ekkert svar frá Degi er ljóst að hann hefur gefið vini sínum heimild til gaspursins og það muni síðan deyja út eftir helgi. Kannski er ekki ástæða til fagnaðar.
Kemur í ljós.
![]() |
Borgarlínan sett út af borðinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Krabbamein
26.8.2023 | 09:18
BB ætlar að skera niður í útgjöldum ríkisins. Það segir að ríkisstarfsmönnum mun fækka. Gangi þér vel Bjarni.
Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað ótæpilega hin síðari ár, ekki síst meðan BB hefur staðið vaktina í fjármálaráðuneytinu. Þetta er krabbamein í ríkisrekstrinum, sem hefur fengið að dafna óáreitt. Svo er komið að kjörnir fulltrúar ráða orðið litlu. Hin eiginlega stjórn landsins hefur verið færð embættismönnum, það er lítil hætta á að þeir svíki sitt fólk.
Það þarf kjark til að ráðast gegn þessu krabbameini. Hingað til hefur BB ekki sýnt slíkan kjark. Hættara er við að krabbameinið fái að dreifa sér enn frekar.
![]() |
Ríkisstörfum fækkað og ýmis gjöld skorin niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvalveiðar
22.8.2023 | 16:50
Miðað við að skýrsla um hvalveiðar við Ísland er pöntuð af ráðuneyti, má segja að hún sé nokkuð jákvæð. Sennilega eins jákvæð og skýrsluhöfundar þorðu.
Tvennt er neikvætt í þessari pöntuðu skýrslu, annað að útfrá þjóðhagslegri hagkvæmni skipti þær litlu máli, einkum vegna þess hversu smáar þær eru í samanburði við heildarútflutning frá landinu og hitt að rekstrarskilyrði fyrirtækisins séu neikvæð. Þegar verulega er dregið úr veiðum minnkar auðvitað hlutur þeirra í heildarútflutningi og hvort eitthvað gamalmenni vilji eyða sínum auð í að reka hvalveiðar, kemur bara stjórnvöldum ekkert við. Það er hans ákvörðun.
Önnur atriði, s.s. eins og áhrif veiðanna á ferðaþjónustu hér og ímynd landsins á erlendri grundu, kemur nokkuð vel út. Reyndar kemur það ekki á óvart. Erlendir ferðamenn eru lítt að spá þá hluti þegar þeir versla sér ferð til Íslands og í hinum alþjóðlega heimi er Ísland svo lítið að áhrif þess eru minni en engin, þannig að erlendum þjóðum er nokk sama.
Örlítið er komið inn á að markaðir fyrir hvalaafurðir takmarkist við Noreg og Japan og komist að þeirri niðurstöðu að samdráttur í sölu á hvalkjöti í Japan hefur dregist saman um rúm 90%. Auðvitað dregst saman sala á kjöti sem ekki kemur a markað, en staðreyndin er þó sú að hvert einasta kíló sem til Japans fer, selst strax og það á góðu verði. Rekstrargrundvöllur hvalveiða er því til staðar, ef ekki væri fyrir óhóflegan flutningskostnað vegna aumingjaskapar ráðamanna heims og fylgispekt við öfgasamtök sem vilja banna þessar veiðar.
Það sem, þó skiptir mestu máli í niðurstöðu höfunda er að þessar veiðar hafa mikil áhrif á það fólk sem hafur vinnu við þær. Launatekjur háar á stuttum tíma, hærri en annarstaðar er mögulegt að fá. Það leiðir af sér auknar tekjur fyrir ríkissjóð og sveitarfélög í formi tekjuskatts. Tekjur sem annars eru ekki í boði.
Alveg er skautað framhjá þeirri staðreynd að hvalveiðar gefa okkur dýrmætan gjaldeyri. Skiptir þar engu þó fyrirtækið sjálft sé rekið með tapi, öll afurðasala þess er úr landi og greidd í erlendum gjaldmiðli. Þá koma skýrsluhöfundar einnig örlítið inná aukaafurðir sem Hvalur hf hefur verið að þróa síðustu ár. Þann þátt hefði mátt taka betur til skoðunar af skýrsluhöfundum.
Eins og fyrr segir, þá verður að segja að þessi skýrsla sé nokkuð jákvæð hvalveiðum, einkum í ljósi þess hver pantaði hana. Ef einhver vill reka fyrirtæki sitt með tapi til að stunda þær, er sjálfsagt að leifa honum það. Verkafólkið, sveitarfélög og ríki njóta góðs af.
![]() |
Milljónir í húfi fyrir starfsmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Green eða grín
20.8.2023 | 09:34
Ást fyrir umhverfinu er öllum í blóð borin. Sumir hugsa örlítið út fyrir eigin rass og vilja skilgreina sitt umhverfi mun víðtækar, jafnvel allan heiminn. Þ.e. jörðina okkar, þessa einu sem við höfum til afnota.
Því má segja að umræðan um umhverfið og umhverfisvernd sé í sjálfu sér aldrei of mikil. Stundum er þó þessi umræða nokkuð undarleg og svo komið nú að hún er mjög einsleit og stýrð. Þeir sem ekki vilja ræða þessi mál á þann veg sem ætlast er til, eru gjarnan útskúfaðir, rök þeirra taldar kreddur og jafnvel fær það fólk á sig stimpla sem öfgafólk eða handbendi fjármálaaflanna. Það er þó einmitt öfugt, það eru fjármálaöflin sem hafa séð sér hag í þessari umræðu og stýra henni sér til tekna. Handbendi þeirra er aftur öfgafólkið, sumt af trú en annað af fávisku. Þessi öfl hafa náð yfirhöndinni í stjórn heimsmála, stjórnum flestra landa og allri umræðu gegnum fjölmiðla.
Öfgarnar liggja því ekki hjá því fólki sem vill skoða málin í stærra samhengi, lætur efa sinn í ljós. Öfgarnar liggja hjá hinum sem í blindni fylgja stýrðri umræðu, umræðu rörsýninnar. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að engin sannindi eru sönn, engin vísindi eru endanleg. Sannleikurinn er einungis eitthvað sem við teljum vera hverju sinni, út frá þeirri þekkingu sem til er á þeim tíma og vísindi byggjast á að fólk efist um þau sannindi. Mannkynssagan er full af dæmum um þessar staðreyndir. Það sem á sínum tíma þótti óumdeilanlegt, þykja kreddur í dag. Fyrr á öldum voru menn teknir af lífi ef þeir opinberuðu efa sinn á sannleik þess tíma, í dag eru menn teknir af lífi á annan og verri hátt, þ.e. með útskúfun.
Einhvern veginn tókst þó mannkyninu að komast í skilning um að sólin væri miðpunktur okkar sólkerfis og að jörðin er hnöttótt en ekki flöt. Ef við færum okkur örlítið nær í tíma, til þess tíma er sumt fólk enn man, þá hefur okkur skilist að ekki sé heppilegt fyrir umhverfið að setja aftöppunarolíu véla í jarðveginn. Þó eru ekki nema rétt sex áratugir síðan að kennt var að slíka olíu væri best að losa sig við í holu fyllta af möl. Sannindi þess tíma voru einföld, olían kom úr jörðinni og því sjálfsagt að skila henni til baka. Þetta var notað í kennslubókum og leiðbeiningum allt fram á sjöunda áratug síðustu aldar.
En færum okkur nær í tíma, allt til síðustu tveggja áratuga. Umræðan hefur einkum snúist að loftslagi og plastmengun. Rörsýni hefur þarna ráðið lofum og lögum og útilokað að fá að ræða þessi mál út frá víðara samhengi.
Það er vitað að veðurfar og meðalhiti jarðar hefur engan fastan punkt, jörðin hefur frosið milli póla yfir í það að frumskógargróður hafi náð til pólanna. Þetta er staðreynd sem enginn hrekur. Það er líka vitað að á jarðsögulegum tíma, þá erum við í kuldatímabili jarðar. Það er einnig staðreynd að undir lok tuttugustu aldar lauk svokallaðri litlu ísöld, þegar kuldar voru svo miklir að nánast varð óbyggilegt hér á landi, hafís viðloðandi landið alla vetur og á stundum langt fram á haust. Því er okkar lukka að hitastigið skuli hafa hækkað örlítið, eða um eina og hálfa gráðu. Hefði það lækkað um sama gráðufjölda, væri Ísland ekki lengur byggilegt. Og okkur er talin trú um að heimurinn sé að farast, allt vegna gerða mannsins. Auðvitað hefur þessi hlýnun önnur áhrif þar sem hlýtt var fyrir, en það er einmitt mergur málsins, jörðin mun að einhverju leyti breytast. Við því þarf að bregðast. Að ætla að breyta sveiflum á hitastigi er okkur með öllu ómögulegt. Sér í lagi þegar þær þjóðir sem mesta ábyrgð bera á mengun jarðar, fá að vera stykk frí og jafnvel menga enn meira en áður.
Fyrirsögn þessa pistils er green eða grín. Það kemur oft upp í huga manns hvort heldur er, í umræðum dagsins. Fyrirtæki sem nota orðið green í sínu nafni, eru oftar en ekki svartari en sjálfur satan. Undir nafni green eru sett ýmis lög og reglur, sem eru meira í ætt við grín.
Hingað til lands koma erlendir fjármálamenn og fá lönd undir hvað sem er, bara ef þeir kynna það sem eitthvað green. Vindorkuver eru eitt slíkt grín. Vart þekkist meiri mengun fyrir jörðina okkar en einmitt slík orkuver. En það er vissulega ekki mikil co2 mengun frá þeim, eftir að þau eru komin í rekstur. Hversu mikil sú mengun er meðan á byggingu þeirra stendur er annað mál, að ógleymdri allri annarri mengun sem er mun hættulegri fyrir jörðina, eftir að til rekstrar kemur. Að ekki sé talað um þá mengun sem verður til við endurnýjun eða eyðingu orkuveranna.
Það er ekkert green við vindorkuver, reyndar ekki heldur hægt að tala um grín, einungis skelfingu.
Bandarískt fyrirtæki tók upp á því að flytja hingað til lands gífurlegt magn af amerískri tréflís. Þessi flís er síðan blönduð sementi hér á landi og flutt síðan aftur allt að hálfri leið til baka til Ameríku, þar sem henni er sleppt í sjóinn. Þetta er sagt stuðla að bindingu co2 úr sjónum. Gleymist hins vegar að þegar flísin sekkur til botns þá rotnar hún og myndar metangas sem er raunverulega hættulegt fyrir jörðina. Hversu mikil mengun verður til við þetta ævintýri er óljóst, en það þarf að fella trén, kurla þau í spón, flytja til strandar í Ameríku og koma þar í skip. sigla því síðan til Íslands, skipa flísinni á land, blanda við hana sementi, skipa út á pramma, draga hann hálfa leiðina til Ameríku aftur og sökkva þar prammanum svo flísin fljóti burt. Svo merkilegt sem það er, þá gengur þessi fyrirtæki bara ágætlega að fjármagna sig og stefnir á stórkostlega sölu á kolefniskvóta. Hvernig árangurinn er mældur og hversu mikil kolefnisbindingin er, er aftur annað mál. Ef þetta virkilega virkar, væri auðvitað mun eðlilegra að blanda flísina bara strax í Ameríku og sigla með hana hálfa leið til Íslands. Þannig mætti spara mikla peninga auk þess sem mengun yrði mun minni. Hvort tekið sé inn í þetta dæmi að tré eru felld til ósómans, kemur hvergi fram.
Það er auðvitað ekkert green við þetta, einungis grín, stólpa grín.
Plaströr voru bönnuð í sölu. Þau komu gjarnan innpökkuð í pappabréfi. Í stað þeirra komu papparör, innpökkuð í plasti. Nú er ekki hægt lengur að kaupa sér mat á skyndibitastað. Hnífapörin eru í timbri. Ís í sjoppum er afgreiddur með skeið úr timbri og því óætur.
Þetta er hvorki green né grín, einungis sorglegt.
Það má lengi telja upp dæmin, en megin málið er það að rörsýnin er algjör. Hver er ávinningur af því að breyta úr plaströri pökkuðu inn í pappa yfir í papparör innpökkuðu í plast? Hver er ávinningurinn af því að útrýma plasti, efni sem er auðvinnanlegra en flest önnur efni og að auki búið til úr aukaafurð frá olíuvinnslu, yfir í pappa eða timbur, sem eyðir skógum heimsins? Það er umgengnin sem máli skiptir, ekki hvert efnið er notað.
Eina sem getur tafið sjálfseyðingu mannskepnunnar, eru vísindin, byggð á rannsóknum og forvitni. Stýrð umræða mun einungis flýta ferlinu.
Það er hvorki green né grín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)