Undarlegar áherslur dómstóla

Það má vissulega gleðjast yfir því að Atli Helgason skuli ekki öðlast málflutningsréttindi að nýju. Hins vegar verður maður hugsi yfir ástæðu dómstólsins, hvaða áherslur hann leggur til grundvallar dómnum.

Dómstóllinn horfði ekki til þess er Atli var dæmdur fyrir að verða manni að bana. Heldur voru fjármálamisferli talin vega þyngra. Áður höfðu dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að kynferðisbrot gegn börnum væru ekki nægjanlega alvarleg til að svipta mann málflutningsréttindum.

Niðurstaðan er því sú að lögmenn sem drepa fólk og lögmenn sem brjóta kynferðislega gegn börnum, geta fengið sín málflutningsréttindi að nýju, eftir að hafa setið af sér hluta dómsins. En ef lögmaður fer á hausinn eða gerist á annan hátt brotlegur um fjármálamisferli, mun hann ekki fá slík réttindi aftur, jafnvel þó hann hafi ekki setið í fangelsi vegna slíkra brota.

Þarna er eitthvað sem ekki stemmir, eitthvað stórkostlegt að. Auðvitað eiga lögmenn sem gerast á einhvern hátt brotlegir við lög að missa sín réttindi um aldur og ævi. Manndráp og kynferðisleg brot eiga þar auðvitað að vega þyngst!!


mbl.is Atli áfram sviptur málflutningsréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna eru þingmenn svo áfram um að brjóta stjórnarskránna?

Nú um nokkurt skeið hefur verið nokkur umræða um EES samninginn, hvernig hann hefur þróast og skarast sífellt meira viðstjórnarskránna okkar. Reyndar hefur þessi umræða komið upp áður og á árum umsóknarferlisins, frá vori 2009 til áramóta 2012/13 töluðu sumir þingmenn um nauðsyn breytingar á stjórnarskrá og rökstuddu þann málflutning með EES samningnum. Sem betur fer fór það ekki lengra.

Ástæða umræðunnar nú eru tilskipanir sem liggja fyrir Alþingi, annars vegar um persónuverndarlöggjöf og hins vegar um þriðja hluta orkumálapakka ESB. Báðar þessar tilskipanir munu færa bæði löggjafavald og dómsvald frá Íslandi yfir til stofnana ESB. Það er skýlaust brot á annarri grein stjórnarskrár okkar.

Það fer enginn lengur í felur með að EES samningurinn er farinn að brjóta á stjórnarskránni, þó einstaka menn séu tilbúnir að leggja mannorð sitt í rúst með því að gera lítið úr þeirri staðreynd. Við höfum séð hvernig dómstóll EFTA hefur snúið hér dómum Hæstaréttar trekk í trekk, þvert á stjórnarskránna.

Og nú liggur fyrir utanríkisráðuneytinu bréf frá Eftirlitsstofnun EFTA, handlangara ESB, um bókun 35. Þessi bókun fjallar í stuttu máli um að Hæstiréttur beri að fara eftir erlendum lögum, stangist þau á við þau íslensku! Þarna ætlar ESB, gegnum eftirlitsstofnunina að skikka íslenska dómstóla til að láta íslensk lög, sett af Alþingi Íslendinga, víkja fyrir erlendum lögum!!

Það sem mér gengur hins vegar illa að skilja er hvers vegna sumir þingmenn okkar, kosnir af þjóðinni til að vinna að hag hennar, eru tilbúnir að samþykkja tilskipanir erlendis frá, ef minnsti vafi er á að þær brjóti í bága við stjórnarskránna sem þeir leggjadrengskaparheit sitt við. Hefði haldið að þeir létu stjórnarskránna njóta vafans. Nú hefur aðjúnkt við háskólann ályktað að tilskipunin um persónuverndarlöggjöf ESB sé í bága við stjórnarskrá. Engu að síður rísa sumir þingmenn upp og afla sér umfjöllunar "sérfræðinga" um hið gagnstæða og jafnvel erlendir ritlingar ESB fengnir til að skrifa greinar í Fréttablaðið.

Það koma æ oftar upp í huga manns nokkrar spurningar:

1. Hver getur kært brot á stjórnarskránni?

2. Hvert skal kæra?

3. Hverja skal kæra?

1. Kannski er það svo að hverjum er heimilt að kæra slíkt brot. Vandinn er að það kostar mikla peninga að leita til dómsstóla og ekki á færi einstaklinga að fara í slíka vegferð.

2. Á að kæra til lægsta dómstig eða beint til hins hæsta? Er kannski einhver annar dómstóll sem fjallar um slík brot?

3. Þegar Alþingi samþykkir tilskipanir erlendis frá, er stangast á við stjórnarskrá, ber þá að kæra það sem stofnun, eða skal kæra þá þingmenn sem tilskipunina samþykktu? Í mínum huga bæri að kæra viðkomandi þingmenn, enda varla eðlilegt að þeir þingmenn sem kjósa gegn tilskipuninni séu ákærðir.

Þingmenn ættu að hugsa sinn gang. Þeir leggja drengskarheit sitt við vörð um stjórnarskránna, þegar þeir hefja störf á Alþingi. Þar breytir engu hverjar pólitískar hugsjónir þessa fólks er, stjórnarskráin er æðsta löggjöf landsins, alltaf! Ef vafi leikur um lögmætið á stjórnarskráin alltaf að njóta vafans!

Annað er ekki í boði!!

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband