Píratar kunna þetta

Það verður að segjast að Pírötum hefur gengið vel að aðlagast íslenskri pólitík, þau sex ár sem þeir hafa verið til. Þegar búið er að drulla í buxurnar er einfaldlega sagt: "Okkur blöskrar gríðarlega"!

Eftir borgarstjórnarkosningarnar 2014 var ljóst að þessi flokkur hafði náð einum manni til setu í stjórn borgarinnar. Mikið lá við að koma þeim manni í meirihlutasamstarfið og í því skyni stofnað sérstakt embætti innan ofvaxins embættismannakerfis Reykjavíkurborgar og þessum nýja meðlimi meirihlutans færð yfirstjórn þess. Þetta embætti kallaðist "Stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar".

Þegar farið er á vef Reykjavíkurborgar má finna lýsingu á þessu nýja embætti. Þar segir m.a.:

"Þá fer stjórnkerfis- og lýðræðisráð með það verkefni að auka aðgang að upplýsingum og gera þjónustu við borgarbúa skilvirkari, markvissari og sýnilegri".

Ekki verður betur séð að samkvæmt þessu sé fulltrúi Pírata í meirihlutastjórn Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili, hafi einmitt átt að sjá til þess að ekkert í líkingu við "Braggablúsinn" gæti komið upp, að hann sé einn þeirra sem mestu ábyrgðina ber, ásamt auðvitað sjálfum borgarstjóranum!

Þá er náttúrulega bera tilvalið að segja "Okkur blöskrar gríðarlega".


mbl.is „Okkur blöskrar gríðarlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sá sem sat í því sæti réð ekki við starfið eins og komið hefur á daginn.  En það sem er verra að ekki verður séð að þeir sem tóku við séu hótinu skárri. Enda eru ekki jöfn kynjaskipti í núverandi borgarstjórn, hvorki meðal aðalmanna né varamanna.Er ekki hægt að heimta endurkosningu út á það eitt??  Hvað eru allar þessar ungu konur að gera í pólitík?  Halda þær að reynsla og þekking skipti engu máli við rekstur sveitafélaga eða lagasetningu á Alþingi!! Að það sé nóg að vera kona og þá sjálfkrafa séu þær hæfar til allra verka jafnt við hvaða karlmann. þetta þarf að leiðrétta.  Krafan á að vera um hæfasta einstaklinginn hverju sinni.  Ekki um næsta fáanlega kvenmanninn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2018 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

lesist: kynjahlutföll en ekki kynjaskipti. Afsakið fljótfærnina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.10.2018 kl. 21:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óvænt varð ég algerlega sammála Jóhannesi vini mínum. Staðsetning þvagfæra er ekki mælihvarði á hæfni og reynslu. 

Þessi þróun hefur leitt af sér tilfinningabyggð og hörundsár stjórnmál sem snúast um allt annað en ábyrgðina og starfið. Hænsnakofahystería er orðið aðalkennimark "stjórnmála" fyrir vikið. Einhver klappaði mér á rassinn fyrir 15 árum, einhver fór með klúran eða óviðeigandi brandara eða ullaði á mig og auðnuleysingjarnir á samfélagsmiðlum komast í andnauð af heilagri hneykslan og vilja skert mál og skoðanafrelsi með orðfæri sem hefur engar takmarkanir á. Þetta verður svo aðalmál frétta, því flestir fjölmiðlar nú virðast samanstanda af einum bólugröfnum unglingi sem brásar á netinu og finnur eitthvað fáránlegt frá fáránlegustu einstaklingum landsins og gerir að frétt. Restin af vinnunni er svo að kópíera click bait fyrirsagnir af hlandgulustu skeiniblöðum heimsins. "Hún opnaði ískápinn og trúði ekki sínum eigin augum!" Eitt dæmi.. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2018 kl. 03:41

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér hittirðu naglann á höfuðið eins og fyrri daginn, Gunnar!

Og sannarlega má taka undir með Jóhannesi.

Nafni minn Jón Steinar kann líka að orða hlutina skarpt og skemmtilega: "Staðsetning þvagfæra er ekki mælikvarði á hæfni og reynslu." Lesum hann!

Jón Valur Jensson, 12.10.2018 kl. 12:25

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Eins manns "Stjórnkerfis og lýðræðisráð"?

Fífla og fávitahætti Borgarstjórnar Reykjavíkur best lýst.

Þakka góðan pistil síðuhafa og stórskemmtlega kynjaskiptaumræðu í athugasemdum. Það er alltaf gott að geta hlegið smá og snilld að sjá, þegar menn kannast við mismæli sín og gangast við þeim af reisn og "húmör".

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.10.2018 kl. 17:22

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þakka ykkur öllum innlitið.

Gunnar Heiðarsson, 12.10.2018 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband