Kappræður?

Það voru frekar leiðinlegar "kappræður" sem ruv bauð landsmönnum í gærkvöldi. Ekkert nýtt sem þar kom fram. 

Sem fyrr eru þeir frambjóðendur sem hæst skora í skoðanakönnunum á röngum stað í sínum málflutningi og reyndar nokkrir þeirra minna metnu einnig. Virðast telja sig vera að bjóða sig fram á löggjafaþingið, ekki til forseta. Hvort kjósendur eru svo einfaldir að telja forsetaembættið löggjafavald, skal ósagt látið. Hitt er ljóst að flestir frambjóðendur þekkja vald forseta, þó sumir spili á þessa vitleysu og virðast njóta góðs af, a.m.k. í könnunum. 

Embætti forseta er að samþykkja lög frá þinginu og ef hann telur þau lög stangast á við stjórnarskrá, nú eða hann skynjar mikla gjá milli þings og þjóðar, færir hann samþykkt þeirra laga til þjóðarinnar. Hann hefur ekki vald til að hafna lögum frá Alþingi, valdið til þess liggur einungis hjá þjóðinni. 

Sorglega lítið var rætt um varðstöðu um gildandi stjórnarskrá, því meira um hvort frambjóðendur ætluðu að breyta henni. Sem fyrr liggur það vald hjá Alþingi og þjóðinni með kosningu á nýju Alþingi, sem einnig þarf að samþykkja breytinguna. Þá fyrst verða breytingar á stjórnarskrá gildar. Forseti hefur enga aðkomu að þeirri ákvörðun nema sem hver annar íslenskur kjósandi. 

Sorglegt var að heyra suma frambjóðendur tala um einhverja nýja stjórnarskrá og sumir vitnuðu jafnvel til þess plaggs í svörum við spurningum. Það er einungis ein stjórnarskrá gild, hverju sinni. Þó að einhver umboðlaus hópur manna hafi soðið saman eitthvað plagg og kalla það " Nýja stjórnarskrá", er það algerlega marklaust. Gildandi stjórnarskrá er alveg skýr um hvernig breytingar hennar skulu gerðar og það ferli sem fór í gang, undir ríkisstjórn Jóhönnu var fjarri því sem gildandi stjórnarskrá tiltekur.

Einungis einn frambjóðandi sagðist myndi standa vörð stjórnarskrárinnar. Hann er lögfræðingur og fyrrum dómari og hefur af öllum frambjóðendum mestu þekkingu á henni. Þá hefur hann nokkra innsýn á störf Alþingis sem fyrrum þingmaður og ekki síst af þeim kynnum sem hann býður sig fram til forseta, sér þörfina. Þessi frambjóðandi er einstaklega prúður í framkomu, hefur haldið sig fjarri öllu skítkasti á meðframbjóðendur sína. Bíður sig fram á eigin kostum, en ekki löstum annarra frambjóðenda. Kannski á kurteisi og þekking ekki upp á borð hjá kjósendum, í það minnsta er nokkuð undarlegt hversu lítið fylgi hann mælist með í skoðanakönnunum.

Vonandi sér þjóðin að sér og kýs Arnar Þór Jónsson. Hann hefur sýnt og sannað að hann hefur festu og mikla þekkingu, auk þess að vera mjög frambærilegur og kurteis. Yrði landi og þjóð til sóma og myndi standa vörð gildandi stjórnarskrá, hverju sinni, landi og þjóð til heilla.


mbl.is Fyrstu viðbrögð við kappræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek undir með þér, einhverjir virtust halda að þeir væru að bjóða sig fram til Alþingis og svo fannst mér svolítið skrítið þegar einn frambjóðandinn (Steinunn Ólína) fór að tala um einhverja "nýja" stjórnarskrá, slíkt plagg er hreinlega ekki til og ég veit ekki til að hér á landi sé bara EIN stjórnarskrá í gildi.  Svo kom það mér VERULEGA á óvart hversu illa Halla Hrund Logadóttir kom út úr þessum kappræðum, hún virtist óundirbúin og óörugg og er ég hræddur um að Halla Tómasdóttir, sem stóð sig mjög vel, eigi eftir að "kroppa" í fylgi nöfnu sinnar.  Annars tek ég undir með þérað maður hefði ekki misst af miklu hefði ég slökkt á sjónvarpinu eftir hálftíma eins og ég ætlaði að gera......

Jóhann Elíasson, 4.5.2024 kl. 10:32

2 Smámynd: Guðbjörg Snót Jónsdóttir

Já, enda nennti ég ekki að hlusta á þær "kappræður", fannst þær langdregnar og leiðinlegar, hlustaði því mest á þann frambjóðanda, sem ég styð, Arnar Þór Jónsson. Sumt af því, sem þarna kom fram var að öðru leyti óttalegt blaður og raus, sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, enda eiga margir í þessum hópi ekkert erindi í forsetaframboð og eru sennilega að gera þetta í auglýsingaskyni fyrir sjálfan sig, hvað sem hefst svo upp úr því. Ég er löngu búin að ákveða, hvað ég mun kjósa, svo að ég þurfti ekkert á þessu að halda.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir, 4.5.2024 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband