Kveikurinn útbrunninn

Fréttastjóri ruv telur engin annarleg sjónarmið liggja að baki því að fréttaskýring Maríu Sigrúnar var bannfærð í Kveiksþætti. Það má svo sem koma með ýmsar eftiráskýringar um þá ákvörðun, en öllum er ljóst af hvaða hvötum hún var. Það var einungis fyrir mikla óánægju eigenda ruv, þ.e. þjóðinni, sem látið var eftir að þessi fréttaskýring var að lokum birt í Kastljósþætti.

Í ljós kom að þarna var um vandaðan fréttaflutning að ræða og opinberun á því sukki sem hefur verið innan borgarstjórnar, um allt of langan tíma. Of mikið mál að ræða þá sorgarsögu alla. Skýringar fyrrum borgarstjóra á málinu halda hvorki vatni né vind, rétt eins og ætíð áður.

Það er endalaust hægt að karpa um hvort annarleg hvöt hafi ráðið för er þessari fréttaskýringu var hafnað af Kveiksstjórnendum, án þess að nokkurn tímann menn komist þar að sameiginlegri niðurstöðu. Þar ræður pólitík afstöðu fólks. Þeir sem beita skynsemi eru þó alveg klárir á hvað olli.

Hitt er aftur alvarlegra, ummæli Ingólfs Bjarna um Maríu Sigrúnu, þegar hann taldi hana ekki góðan rannsóknarblaðamann, en væri þó skjáfríð. Þessi orð eru svo alvarleg að þau hljóta að hafa eftirmála. Fréttastjóra ruv er vart stætt á að hafa slíkan mann á launum, í opinberri stofnun.

María Sigrún sannaði í þessari fréttaskýringu að hún er meiri rannsóknarblaðamaður en flestir aðrir, fyrrverandi og núverandi starfsmenn Kveiks. Vandaður fréttaflutningur um málefni sem á fullt erindi til þjóðarinnar og leifir sér að gefa þeim er fréttin snýr að mestan tíma þáttarins, til að koma með andsvör. Eitthvað sem vart er þekkt hjá Kveik til þessa.

Kyn og fegurð er svo aftur málinu algerlega óviðkomandi. Ingólfur Bjarni var þarna sjálfum sér og þeirri stofnun sem hann starfar hjá, til háborinnar skammar.

Magnað hvað þessi ummæli hans hafa fengið lítil viðbrögð. 

Þetta sannar enn og aftur að Kveikurinn er útbrunninn og fréttastofa ruv rúin trausti.


mbl.is Ríkisútvarpið skuldar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband