Ég vil borgaralaun!

Ég vil fá borgaralaun, ekki að ég hafi neina sérstaka þörf fyrir þau, er með laun sem duga mér ágætlega, þó þau teldust sennilega frekar lág svona þegar miðað er við suma hópa í þjóðfélaginu. Ég kvarta því ekki yfir því að hafa ekki nóg, en samt vil ég borgaralaun.

Ekki fæ ég barnabætur og því vil ég borgaralaun.

Ekki fæ ég vaxtabætur og því vil ég borgaralaun.

Ekki fæ ég örorkubætur og því vil ég borgaralaun.

Ég fæ yfirleitt ekkert greitt frá ríkinu en greiði hins vegar verulegar fjárhæðir í skatta til ríkissjóðs. Hvaða réttlæti er í því?

Er eitthvað réttlæti í því að barnafólk, þeir sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið, öryrkjar og fleiri minnihlutahópar sem eru í þörf fyrir aðstoð séu að fá greitt úr ríkissjóð, meðan ég sem greiði háa skatta, fæ ekki neitt?

Út á þetta ganga borgaralaunin, að fella niður það velferðar og styrkjakerfi sem nú er til staðar, fyrir þá sem minna mega sín eða eru að koma upp fjölskyldu og heimili, styrkjakerfi sem ég og aðrir sem aflögufærir erum borgum til, svo þeir sem eru í þörf fyrir aðstoð geti haft það örlítið betra. Þess í stað þá eiga allir að fá borgaralaun, algerlega óháð því hverjar aðstæður fólks eru.

Því vil ég borgaralaun. Gæti einnig sætt mig við að skattarnir mínir lækkuðu sem þessum borgaralaunum nemur.

Þá gæti ég farið að ferðast til útlanda, kannski einu sinni á ári, eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband