Kannski fá einhverjir aðrir "bónushækkun" seinna, því tökum við okkur vænlegann ´"bónus" núna

Að réttlæta launaábót með því að hugsanlega muni aðrir greiða slíka ábót seinna, er eitthvað sem mér er útilokað að skilja. Hins vegar er nokkuð öruggt að þegar einn aðili hefur brotið skelina munu aðrir fylgja á eftir. Man enginn lengur eftir árunum fyrir hrun?!

En hvað er bónus? Hingað til hefur skilgreiningin á bónus verið eitthvað sem starfsmenn gera sem eykur verðmæti og fá hlut í þeirri verðmætaaukningu. Um þetta er alltaf samið fyrirfram og fyrirséð hvaða atriði geti gefið bónusa. Þetta er þekkt t.d. í fiskvinnslu, þar sem aukið vinnuframlag eða betri starfsaðferðir verkafólks geta aukið verðmæti. Um þetta er samið, hvaða það er sem aukið vinnuframlag gefur og hvað betri starfsaðferðir gefa. Síðan er mældur árangur og laun greidd samkvæmt því. Allt er þetta gert til að auka verðmætin sem frá fyrirtækinu fara og skila sér í meiri tekjum þess.  Þannig er þetta gert og nær eingöngu þar sem verðmætasköpun verður til, enda þarf mælikvarða til að geta greitt bónus á laun.

Engin verðmætasköpun verður í banka- eða fjármálastofnun. Þar er einungis höndlað með peninga, peninga annarra. Hvernig er þá hægt að mæla bónus í fjármálafyrirtæki? Hvert er viðmiðið? Er það dugnaður í útlánum? Eða dugnaður í innheimtu? Hvorugt telst þó til verðmætasköpunar. Kannski er telur mest hugmyndaauðgi við gjaldtöku af viðskiptavinum?

Það er því útilokað að tala um bónusgreiðslur til starfsfólks fjármálafyrirtækja, sér í lagi ef ekki er um það fyrirfram samið, heldur ákvörðun tekin eftirá.

Hins vegar má segja að þetta geti verið greiðsla vegna hagnaðar. Það þekkist einnig á almennum markaði. Sum vel rekin fyrirtæki hafa tekið upp hjá sér að greiða starfsfólki hlut af hagnaði, þó upphæðirnar séu langt undir því sem um ræðir í fréttinni.

Að greiða hlut af hagnaði er því í sjálfu sér ekki óeðlilegt, sé það í hófi. En þá þarf líka að skoða hvernig sá hagnaður varð til. Varð hann til vegna verðmætasköpunar eða kannski bara sóttur í vasa einhvers annars. Það var gífurlegur hagnaður af fjármálafyrirtækjum fyrir hrun, en engin innistæða var fyrir þeim hagnaði. Er einhver ástæða að ætla að svo sé nú?

Fyrrum forstjóri bankans gat notað hvaða rök sem var önnur en þau að hugsanlega muni einhver önnur fyrirtæki greiða svona ofurbónusa seinna, eða að þetta sé í takt við það sem þekkist erlendis. ALMC, áður Straumur-Burðarás er ekki erlent fyrirtæki. Þetta er íslenskt fyrirtæki, starfandi hér á landi.

Þá ætti bankinn kannski að skila einhverju aftur af þeim fjármunum sem þjóðin hefur tekið á sig vegna afskrifta þessa fyrirtækis. Fyrst gróði þess er svo óskaplegur að það neyðist til að greiða stjórnendum sínum milljarða í aukagreiðslur ofaná laun, sem sjálfsagt eru ekki alveg byrjunarlaun verkamanns, ætti bankinn að geta greitt eitthvað af skuld sinni við þjóðina til baka!!


mbl.is Bónusinn í takti við erlenda þróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þannig að núna trúir enginn orði sem þetta bónusfólk segir. Við gerðum það fyrir hrun, rétt er það. En að koma með sömu tugguna árið 2016 er vægast sagt sorglegt. Og svo kann þessi ríki maður ekki að beygja sagnir..

"...lútir lögmálum."??

Ætlaði hann að segja LÝTUR lögmálum?

jon (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 23:19

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er einmitt vegna þess að fólk trúir ekki sama bullinu aftur, eða ætti ekki að gera það, sem svo mikilvægt er að sem flestir láti í sér heyra og fordæmi þetta rugl, jon.

Gunnar Heiðarsson, 17.2.2016 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband