Það liggur ekkert á

Menn geta haft skiptar skoðanir á því hvernig til tókst með fyrri einkavæðingu bankanna. Enginn getur þó sagt að sú leið hafi endað vel, haustið 2008.

Um síðari einkavæðinguna þarf hins vegar ekkert að deila. Þar var gengið lengra en hörðustu kapítalistar hefðu nokkurn tímann getað óskað sér.

Með samningum við þrotabú gömlu bankanna tókst að snúa þeirri endemis þvælu til baka. Ekki held ég að nokkrum Íslending hafi dottið til hugar, þegar þessi ríkisstjórn tók við völdum, að slíkt tækifæri gæfist okkur aftur, eftir niðurrif vinstriflokkanna á fjármálakerfi landsins.

Í ljósi þess hvernig fyrri einkavæðing bankakerfisins endaði og að hin síðari og enn verri, skuli nú vera gengin til baka, er rétt að fara varlega. Það liggur ekkert á.

Nú þurfa ráðamenn að hlusta á þjóðina, hlusta á allar tillögur um hvernig fjármálakerfinu skuli skipa í framtíðinni. Hvort minnka skuli bankakerfið og gera það meira í takt við að hér á landi búa ekki nema um 330.000 manns. Hvort kannski eigi að breyta einhverjum bankanum í samfélagsbanka, þar sem viðskiptavinurinn verður settur í öndvegi. Eða yfirleitt hvernig fjármálakerfi við viljum búa við hér á landi.

Meðan ekki hefur farið fram eðlileg og hreinskiptin umræða um þessa þætti, hafa stjórnvöld enga heimild frá þjóðinni til einkavæðingar bankakerfisins.

Það liggur ekkert á, tökum hvert skref af yfirvegun og í þeirri vissu að aldrei, aldrei aftur muni koma upp sama staða og olli hér bankahruni líkt því sem varð haustið 2008.


mbl.is Hafi sig hæga um hagsmuni þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gunnar - sem og aðrir gestir, þínir !

Þú segir: AF YFIRVEGUN, Gunnar minn !

Þarf ekki einmitt - að koma þessu GLÆPAHYSKI Sigmundar og Bjarna frá / AF YFIRVEGUN, fyrst við losnuðum við GLÆPAHJÚIN Jóhönnu og Steingrím J., Vorið 2013, frændi ?

Hvers lags: Andskotans hógværð er þetta af þinni 1/2 Gunnar minn, í garð þessa Djöfla hyskis, sem STELUR af okkur geypi fjármunum - hvern EINASTA DAG ársins ?

Með beztu kveðjum: persónulegum / fremur þurrum hugmyndafræðilega, aftur á móti, vestur á Skipaskaga //

e.s Og mundu Gunnar minn - þetta lið, mun ALDREI hlusta á okkur, það skilur ekki, fyrr en skellur í tönnum sprenginga og kúlnahríðar, ágæti drengur !!!  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.2.2016 kl. 17:17

2 identicon

Sæll á ný: Gunnar !

Hyggstu ekki - svara mér í neinu, minni harðyrtu athugasemd, hér að ofan, Gunnar minn ?

Með sömu kveðjum - sem seinustu /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.2.2016 kl. 21:50

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll frændi.

Athugasemd þín stendur alveg fyrir sínu og þarfnast ekki svara af minni hálfu, sérstaklega varðandi hógværð mína, en sjálfur er ég farinn að óttast hana.

Það er af sem áður var þegar maður var orðhvass og og lét fá mál afskiptalaus.

Með bestu kveðjum héðan af Skaganum.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2016 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband