Heimsmarkaðsverð?

Auðvitað er verð til bænda á Íslandi hærra en heimsmarkaðsverð. En hvar getum við fengið keyptar mjólkurvörur, nautakjöt, svínakjöt, fuglakjöt, kindakjöt og egg á heimsmarkaðsverði?

Við hljótum að miða við verð þessara vara í viðskiptalöndum okkar, þeim sem okkur liggja næst, t.d. Noregi, Danmörku og Bretlandi.

Jafnvel í Bandaríkjunum er verð á mjólkurlíter um helmingi hærri en hér á landi, þ.e. út í landbúnaðarhéruðunum. Sjálfsagt enn dýrari inn í borgunum.

Þó er landbúnaður í öllum þessum löndum rekinn áfram með markvissum lyfjagjöfum, bæði hormánalyfjum sem og sýklalyfjum, eitthvað sem ekki er þekkt hér á landi. Jafnvel í Noregi, sem telst "hreint" landbúnaðarland, eru lyfjagjafir á allt öðru og verra leveli en hér á landi. Þetta gerir allan samanburð á framleiðslukostnaði landbúnaðarvara hér á landi við önnur lönd óhagstæðan í krónum talið.

Auðvitað má lækka verulega kostnað við framleiðslu landbúnaðarvara hér á landi, með því að taka upp sömu stefnu og erlendis í lyfjagjöfum, að heimila bændum að moka hormónalyfjum í búfénað sinn og blanda sýklalyfjum saman við fóðrið.

Það er lengi hægt að leika sér með tölur og ef vandlega er leitað hagstæðra viðmiðunnar má alltaf komast að "réttri" niðurstöðu.

Það breytir þó ekki sannleikanum.


mbl.is Innlendar búvörur kosta 68% meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband